„Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. október 2025 11:02 Hákon verður með fyrirliðabandið í kvöld. vísir / anton brink „Menn eru mjög vel stemmdir. Sérstaklega eftir gengið í síðasta glugga og við að fara að spila fyrir framan fullan Laugardalsvöll. Það er mjög langt síðan síðast en við erum þakklátir fyrir stuðninginn,“ segir Hákon Arnar Haraldsson sem mun leiða íslenska landsliðið út á völl er það mætir Úkraínu í undankeppni HM í kvöld. Ísland og Úkraína mætast klukkan 18:45 í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Sport í opinni dagskrá og hefst útsending klukkan 18:00. Hákon mætir hress til leiks eftir fínt gengi með Lille í Frakklandi. Lið hans vann Roma á fimmtudaginn í síðustu viku, þar sem framherji úkraínska liðsins vakti athygli, og gerði svo jafntefli við PSG um helgina. „Ég er á mjög góðu róli og líður vel. Ég er búinn að spila helling og hef spilað vel og er klár í þetta verkefni,“ segir Hákon. Mikilvægur leikur og mikil pressa Ísland hóf undankeppnina vel, með 5-0 sigri á Aserum hér heima og fylgdi því eftir með naumu 2-1 tapi fyrir Frökkum þar sem strákarnir hefðu að líkindum náð í stig ef ekki hefði verið fyrir inngrip myndbandsdómara á ögurstundu. Klippa: Hákon ræðir leikinn við Úkraínu Úkraína missteig sig gegn Aserbaídsjan á meðan strákarnir voru í París og er Ísland því í lykilstöðu, með þrjú stig í öðru sæti, á meðan Úkraína og Aserar eru með eitt hvort þar fyrir neðan. „Þetta verður erfiður leikur. Þeir eru með helling af góðum leikmönnum og sterkan strúktur. Við búum við hörkuleik,“ segir Hákon. Fyrir fram er búist við því að þessi tvö lið, Ísland og Úkraína, berjist um annað sæti riðilsins á meðan Frakkar taka toppsætið og Aserar reki lestina. Má því segja að þetta sé mikilvægasti leikur riðilsins, að mæta Úkraínu heima fyrir? „Ég er sammála þér þar. Þetta er mikilvægasti leikurinn. Þetta getur komið okkur mjög langt. Ef við vinnum verður erfitt fyrir þá að koma til baka, og sama í hina áttina. Sérstaklega á heimavelli á móti þeim, þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum,“ segir Hákon sem tekur pressunni sem fylgir slíkum leik fagnandi. „Það er mikið undir. Það er pressa. En maður er vanur því að spila undir pressu, það þýðir ekkert að fara að gugna núna. Auðvitað er pressa en það er spennandi.“ Full trú á sigri Úkraína er töluvert ofar en Ísland á styrkleikalista FIFA og er fyrirfram sterkara liðið. Hákon býst við erfiðum leik. „Þeir eru mjög góðir á boltann og byggja oftast upp með þremur. Þetta verður kaflaskiptur leikur, býst ég við. Við munum vera með boltann og þeir með boltann. Þeir munu spila lágt á okkur og við á þá. Við erum klárir í hvað sem er, hvað sem þeir ætla að gera ætlum við að vera klárir í það. Við erum búnir greina þá tætlur og erum klárir í þetta,“ segir Hákon sem hefur fulla trú á sigri. „Það þarf alltaf að vera trú ef maður ætlar að vinna. Við höfðum trú á móti Frökkum, en það fór eins og það fór. Maður hefði viljað eitt stig þar. Við þurfum bara að gefa allt í þetta, þetta er mikilvægasti leikurinn, svo það dugar ekkert minna.“ Viðtalið má sjá í heild í spilararnum. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Það er rosalegt kvöld framundan á sportrásum Sýnar því leikurinn mikilvægi á milli Íslands og Úkraínu, í baráttunni um sæti á HM í fótbolta næsta sumar, er þá á dagskrá. Fjallað verður ítarlega um allt varðandi leikinn bæði fyrir og eftir leik. 10. október 2025 06:01 „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Aron Einar Gunnarsson segir slæmt umtal undanfarið ekki bíta og telur það jafnvel jákvætt að gagnrýnisraddir heyrist þegar hann er valinn í landsliðshóp. 9. október 2025 09:32 „Staða mín er svolítið erfið“ Þórir Jóhann Helgason segist hungraður í að fá að spila mínútur, bæði með íslenska landsliðinu og liði sínu Lecce á Ítalíu. Framundan eru tveir risaleikir hjá Íslandi, gegn Úkraínu á föstudag og Frakklandi á mánudag, í undankeppni HM í fótbolta. 9. október 2025 07:03 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Ísland og Úkraína mætast klukkan 18:45 í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Sport í opinni dagskrá og hefst útsending klukkan 18:00. Hákon mætir hress til leiks eftir fínt gengi með Lille í Frakklandi. Lið hans vann Roma á fimmtudaginn í síðustu viku, þar sem framherji úkraínska liðsins vakti athygli, og gerði svo jafntefli við PSG um helgina. „Ég er á mjög góðu róli og líður vel. Ég er búinn að spila helling og hef spilað vel og er klár í þetta verkefni,“ segir Hákon. Mikilvægur leikur og mikil pressa Ísland hóf undankeppnina vel, með 5-0 sigri á Aserum hér heima og fylgdi því eftir með naumu 2-1 tapi fyrir Frökkum þar sem strákarnir hefðu að líkindum náð í stig ef ekki hefði verið fyrir inngrip myndbandsdómara á ögurstundu. Klippa: Hákon ræðir leikinn við Úkraínu Úkraína missteig sig gegn Aserbaídsjan á meðan strákarnir voru í París og er Ísland því í lykilstöðu, með þrjú stig í öðru sæti, á meðan Úkraína og Aserar eru með eitt hvort þar fyrir neðan. „Þetta verður erfiður leikur. Þeir eru með helling af góðum leikmönnum og sterkan strúktur. Við búum við hörkuleik,“ segir Hákon. Fyrir fram er búist við því að þessi tvö lið, Ísland og Úkraína, berjist um annað sæti riðilsins á meðan Frakkar taka toppsætið og Aserar reki lestina. Má því segja að þetta sé mikilvægasti leikur riðilsins, að mæta Úkraínu heima fyrir? „Ég er sammála þér þar. Þetta er mikilvægasti leikurinn. Þetta getur komið okkur mjög langt. Ef við vinnum verður erfitt fyrir þá að koma til baka, og sama í hina áttina. Sérstaklega á heimavelli á móti þeim, þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum,“ segir Hákon sem tekur pressunni sem fylgir slíkum leik fagnandi. „Það er mikið undir. Það er pressa. En maður er vanur því að spila undir pressu, það þýðir ekkert að fara að gugna núna. Auðvitað er pressa en það er spennandi.“ Full trú á sigri Úkraína er töluvert ofar en Ísland á styrkleikalista FIFA og er fyrirfram sterkara liðið. Hákon býst við erfiðum leik. „Þeir eru mjög góðir á boltann og byggja oftast upp með þremur. Þetta verður kaflaskiptur leikur, býst ég við. Við munum vera með boltann og þeir með boltann. Þeir munu spila lágt á okkur og við á þá. Við erum klárir í hvað sem er, hvað sem þeir ætla að gera ætlum við að vera klárir í það. Við erum búnir greina þá tætlur og erum klárir í þetta,“ segir Hákon sem hefur fulla trú á sigri. „Það þarf alltaf að vera trú ef maður ætlar að vinna. Við höfðum trú á móti Frökkum, en það fór eins og það fór. Maður hefði viljað eitt stig þar. Við þurfum bara að gefa allt í þetta, þetta er mikilvægasti leikurinn, svo það dugar ekkert minna.“ Viðtalið má sjá í heild í spilararnum.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Það er rosalegt kvöld framundan á sportrásum Sýnar því leikurinn mikilvægi á milli Íslands og Úkraínu, í baráttunni um sæti á HM í fótbolta næsta sumar, er þá á dagskrá. Fjallað verður ítarlega um allt varðandi leikinn bæði fyrir og eftir leik. 10. október 2025 06:01 „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Aron Einar Gunnarsson segir slæmt umtal undanfarið ekki bíta og telur það jafnvel jákvætt að gagnrýnisraddir heyrist þegar hann er valinn í landsliðshóp. 9. október 2025 09:32 „Staða mín er svolítið erfið“ Þórir Jóhann Helgason segist hungraður í að fá að spila mínútur, bæði með íslenska landsliðinu og liði sínu Lecce á Ítalíu. Framundan eru tveir risaleikir hjá Íslandi, gegn Úkraínu á föstudag og Frakklandi á mánudag, í undankeppni HM í fótbolta. 9. október 2025 07:03 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Það er rosalegt kvöld framundan á sportrásum Sýnar því leikurinn mikilvægi á milli Íslands og Úkraínu, í baráttunni um sæti á HM í fótbolta næsta sumar, er þá á dagskrá. Fjallað verður ítarlega um allt varðandi leikinn bæði fyrir og eftir leik. 10. október 2025 06:01
„Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Aron Einar Gunnarsson segir slæmt umtal undanfarið ekki bíta og telur það jafnvel jákvætt að gagnrýnisraddir heyrist þegar hann er valinn í landsliðshóp. 9. október 2025 09:32
„Staða mín er svolítið erfið“ Þórir Jóhann Helgason segist hungraður í að fá að spila mínútur, bæði með íslenska landsliðinu og liði sínu Lecce á Ítalíu. Framundan eru tveir risaleikir hjá Íslandi, gegn Úkraínu á föstudag og Frakklandi á mánudag, í undankeppni HM í fótbolta. 9. október 2025 07:03