Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar 9. október 2025 17:32 Lungnakrabbamein er sú tegund krabbameins sem dregur flesta til dauða á heimsvísu, bæði konur og karla. Flest tilfelli má rekja til reykinga, en í nýjustu rannsóknum hefur sjónum verið beint að öðrum aðferðum til nikótínneyslu, sérstaklega rafsígarettum (vape) og nikótínpúðum. Þessar vörur eru oft markaðssettar sem „öruggari valkostir“, en sífellt fleiri gögn sýna að þær eru alls ekki saklausar og þau sem blanda sígarettu- og rafsígarettureykingum eru, samkvæmt American Cancer Society, allt að 8 sinnum líklegri til að fá lungnakrabbamein en þau sem nota hvorugt. Þessi samsetning veldur meiri skaða á frumum lungna og eykur útsetningu fyrir hættulegum efnum. Nikótín sem áhættuvaldur Nikótín veldur eitt og sér ekki krabbameini, en það getur haft áhrif á það hvernig æxli vaxa og dreifast. Það getur örvað frumuskiptingu, bælt ónæmiskerfið og ýtt undir myndun nýrra æða sem nærir æxli. Rannsóknir hafa einnig sýnt að nikótín getur breytt starfsemi taugakerfisins, og virkar í raun sem taugaeitur við vissar aðstæður. Því er ljóst að nikótín, þó að það sé ekki beinn krabbameinsvaldur, getur gert krabbameini auðveldara að skjóta rótum og breiðast út. Þótt rafsígarettur framleiði ekki tóbaksreyk, losa þær samt krabbameinsvaldandi efni eins og formaldehýð, nitrosamína og þungmálma. Það á líka við um nikótínpúða, þeir innihalda, samkvæmt rannsóknum, að meðaltali 17 eiturefni og eins og rafsígaretturnar innihalda þeir langoftast formaldehýð og þungmálma (nikkel, arsenik o.fl.). Notkun á nikótínpúðum hefur aukist gríðarlega síðustu ár, en það sem fólk áttar sig oft ekki á er að þeir innihalda oft hátt magn nikótíns, oft allt að 20 mg/ml. Töluvert meira en í hefðbundnum sígarettum og nikótínlyfjum. Það sama á við um rafsígaretturnar. Þessar vörur voru ekki hannaðar sem aðstoð við að hætta tóbaksnotkun, heldur sem nýjar neysluvörur sem halda fólki í nikótínfíkn. Framleiðendur hafa ítrekað aðlagað sig að breyttri löggjöf með nýjum útfærslum, en efnið og áhættan er sú sama. Við sjáum nú söguna endurtaka sig, vörurnar í nýjum umbúðum með litríkum glansmyndum og bragðefnum sem höfðar ekki síst til kvenna og ungs fólks. Konur nota nikótín meira og á annan hátt en áður Gögn frá Embætti landlæknis og Íslensku æskulýðsrannsókninni sýna að þótt reykingar kvenna fari minnkandi, þá sé nikótínnotkun kvenna í öðrum formum í mikilli sókn, sérstaklega á aldrinum 18–34 ára. Athyglisverð staðreynd er að 27% kvenna í þessum aldurshópi nota nikótínpúða, sem er sambærilegt við notkun karla á sama aldri. Einnig kemur fram að ungar stúlkur í grunn- og framhaldsskólum nota nú rafsígarettur og púða í síauknum mæli. Þessi þróun vekur upp alvarlegar spurningar um langtímaáhrif nikótíns á taugakerfi, áhrif á fósturþroska og framtíðarheilsu kvenna. Konur kunna að vera sérstaklega viðkvæmar fyrir áhrifum nikótíns vegna hormónabreytinga, tengsla við hormónatengd krabbamein, og vegna áhrifa á frjósemi og fósturþroska. Nikótín fer auðveldlega yfir fylgju og getur haft varanleg áhrif á þroska barns, bæði fyrir og eftir fæðingu. Því er brýnt að varast nikótínnotkun á meðgöngu og meðan brjóstagjöf stendur yfir. Verum gagnrýnin og veljum heilsuna Það er engin „örugg“ leið til að neyta nikótíns. Hvorki rafsígarettur né nikótínpúðar eru lausn, heldur hluti af sama gamla vandamálinu. Þessar vörur viðhalda fíkn, auka krabbameinsáhættu og setja ungar konur í hættu á að skaða heilsu sína. Ef vilji er til að hætta, leitum þá aðstoðar og fræðslu, það eru til úrræði sem virka, en það þarf vilja og stuðning. Nýja tískan í nikótínnotkun er ekki frelsi, hún er gildra. Ekki falla fyrir gömlum brögðum, nýjar vörur eins og rafsígarettur og nikótínpúðar eru ekki lausnin, þær eru ný útgáfa af gömlu vandamáli. Leyfum þeim ekki að njóta vafans. Höfundur er sérfræðingur í tóbaks- og nikótínvörnum hjá Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tóbak Krabbamein Heilsa Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Lungnakrabbamein er sú tegund krabbameins sem dregur flesta til dauða á heimsvísu, bæði konur og karla. Flest tilfelli má rekja til reykinga, en í nýjustu rannsóknum hefur sjónum verið beint að öðrum aðferðum til nikótínneyslu, sérstaklega rafsígarettum (vape) og nikótínpúðum. Þessar vörur eru oft markaðssettar sem „öruggari valkostir“, en sífellt fleiri gögn sýna að þær eru alls ekki saklausar og þau sem blanda sígarettu- og rafsígarettureykingum eru, samkvæmt American Cancer Society, allt að 8 sinnum líklegri til að fá lungnakrabbamein en þau sem nota hvorugt. Þessi samsetning veldur meiri skaða á frumum lungna og eykur útsetningu fyrir hættulegum efnum. Nikótín sem áhættuvaldur Nikótín veldur eitt og sér ekki krabbameini, en það getur haft áhrif á það hvernig æxli vaxa og dreifast. Það getur örvað frumuskiptingu, bælt ónæmiskerfið og ýtt undir myndun nýrra æða sem nærir æxli. Rannsóknir hafa einnig sýnt að nikótín getur breytt starfsemi taugakerfisins, og virkar í raun sem taugaeitur við vissar aðstæður. Því er ljóst að nikótín, þó að það sé ekki beinn krabbameinsvaldur, getur gert krabbameini auðveldara að skjóta rótum og breiðast út. Þótt rafsígarettur framleiði ekki tóbaksreyk, losa þær samt krabbameinsvaldandi efni eins og formaldehýð, nitrosamína og þungmálma. Það á líka við um nikótínpúða, þeir innihalda, samkvæmt rannsóknum, að meðaltali 17 eiturefni og eins og rafsígaretturnar innihalda þeir langoftast formaldehýð og þungmálma (nikkel, arsenik o.fl.). Notkun á nikótínpúðum hefur aukist gríðarlega síðustu ár, en það sem fólk áttar sig oft ekki á er að þeir innihalda oft hátt magn nikótíns, oft allt að 20 mg/ml. Töluvert meira en í hefðbundnum sígarettum og nikótínlyfjum. Það sama á við um rafsígaretturnar. Þessar vörur voru ekki hannaðar sem aðstoð við að hætta tóbaksnotkun, heldur sem nýjar neysluvörur sem halda fólki í nikótínfíkn. Framleiðendur hafa ítrekað aðlagað sig að breyttri löggjöf með nýjum útfærslum, en efnið og áhættan er sú sama. Við sjáum nú söguna endurtaka sig, vörurnar í nýjum umbúðum með litríkum glansmyndum og bragðefnum sem höfðar ekki síst til kvenna og ungs fólks. Konur nota nikótín meira og á annan hátt en áður Gögn frá Embætti landlæknis og Íslensku æskulýðsrannsókninni sýna að þótt reykingar kvenna fari minnkandi, þá sé nikótínnotkun kvenna í öðrum formum í mikilli sókn, sérstaklega á aldrinum 18–34 ára. Athyglisverð staðreynd er að 27% kvenna í þessum aldurshópi nota nikótínpúða, sem er sambærilegt við notkun karla á sama aldri. Einnig kemur fram að ungar stúlkur í grunn- og framhaldsskólum nota nú rafsígarettur og púða í síauknum mæli. Þessi þróun vekur upp alvarlegar spurningar um langtímaáhrif nikótíns á taugakerfi, áhrif á fósturþroska og framtíðarheilsu kvenna. Konur kunna að vera sérstaklega viðkvæmar fyrir áhrifum nikótíns vegna hormónabreytinga, tengsla við hormónatengd krabbamein, og vegna áhrifa á frjósemi og fósturþroska. Nikótín fer auðveldlega yfir fylgju og getur haft varanleg áhrif á þroska barns, bæði fyrir og eftir fæðingu. Því er brýnt að varast nikótínnotkun á meðgöngu og meðan brjóstagjöf stendur yfir. Verum gagnrýnin og veljum heilsuna Það er engin „örugg“ leið til að neyta nikótíns. Hvorki rafsígarettur né nikótínpúðar eru lausn, heldur hluti af sama gamla vandamálinu. Þessar vörur viðhalda fíkn, auka krabbameinsáhættu og setja ungar konur í hættu á að skaða heilsu sína. Ef vilji er til að hætta, leitum þá aðstoðar og fræðslu, það eru til úrræði sem virka, en það þarf vilja og stuðning. Nýja tískan í nikótínnotkun er ekki frelsi, hún er gildra. Ekki falla fyrir gömlum brögðum, nýjar vörur eins og rafsígarettur og nikótínpúðar eru ekki lausnin, þær eru ný útgáfa af gömlu vandamáli. Leyfum þeim ekki að njóta vafans. Höfundur er sérfræðingur í tóbaks- og nikótínvörnum hjá Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun