Annar andstæðingur Trumps ákærður Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2025 21:17 Letitia James, ríkissaskóknari New York. AP/Bebeto Matthews Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur verið ákærð í Virginíu fyrir fjársvik. Hún stóð fyrir lögsókn gegn Trump þar sem hann var sakfelldur fyrir umfangsmikil fjársvik og skjalafals. James var þar að auki meðal þeirra sem Trump fór fyrir mistök opinberlega fram á að Pam Bondi, dómsmálaráðherra, myndi ákæra. Trump var í september 2023 sakfelldur fyrir fjársvik, með því að hafa um árabil logið um ríkidæmi sitt. Hann var fundinn sekur um að hafa frá árinu 2011 til 2021, platað banka og tryggingafyrirtæki til að fá hagstæðari lán og tryggingar. Á þessu mun Trump og fjölskylda hans hafa grætt margar milljónir dala í gegnum árin. Það var Letita James sem rak það mál gegn Trump en nú hefur ákærudómstóll í Virginíu ákært hana fyrir fjársvik, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í yfirlýsingu frá Lindsey Halligan, alríkissaksóknara í Virginíu, segir að James sá ákærð fyrir bankasvik og skjalafals. Halligan, segir alla jafna fyrir lögum og að James standi frammi fyrir allt að þrjátíu ára fangelsisvist. Ákærudómstólar eru sérstakt bandarískt fyrirbæri þar sem tólf kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir sönnunargögn og vitnisburð sem saksóknarar hafa tekið saman í ákveðnum málum. Þeir kviðdómendur eiga svo að kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur á grunni þeirra vísbendinga sem fyrir þá eru lögð. Trump hefur beint spjótum sínum að James um nokkuð skeið og meðal annars vegna þess að hún á að hafa logið á lánaumsókn vegna húsakaupa. Hún hefur lýst því yfir að hún hafi gert mistök við lánaumsókn en það hafi strax verið leiðrétt og hafi ekki komið niður á lánaveitanda hennar. Málið hefur ratað á borð dómara sem Joe Biden, forveri Trumps, skipaði í embætti árið 2023. Sami nýi saksóknarinn Áður hafði James Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, verið ákærður fyrir að eiga að hafa logið að þingmönnum. Lindsey Halligan, sami saksóknari og ákærði Comey, sem Trump skipaði nýverið eftir að hafa bolað forvera hennar úr starfi þegar hann neitaði að ákæra Comey, hefur nú ákært James. Halligan hafði fyrir það enga reynslu af saksóknarastörfum en hún starfaði áður sem einkalögmaður Trumps. Lindsey Halligan, fyrrverandi einkalögmaður Trumps og núverandi alríkissaksóknari.AP/Jacquelyn Martin Samkvæmt heimildum AP flutti Halligan sjálf málið fyrir ákærudómstólnum, eins og hún gerði í máli Comey. Comey var ákærður nokkrum dögum áður en meint brot hans fyrndist. Sjá einnig: Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Comey fór fyrir dómara í gær og lýsti yfir sakleysi sínu. Lögmaður hans fór þar að auki fram á að málinu yrði vísað frá dómi á þeim grunni að um pólitískar ofsóknir væri að ræða. Krafðist ákæra opinberlega, fyrir mistök Þann 20. september birti Trump færslu á samfélagsmiðli sínum þar sem hann talaði beint til Bondi. Forsetinn krafðist þess meðal annars að Bondi ákærði Letitiu James, James Comey og Adam Schiff, þingmann Demókrataflokksins. Í færslunni kvartaði Trump sáran yfir því að það hefði ekki verið gert þegar. Trump nefndi sérstaklega að hann hefði sjálfur verið tvisvar sinnum ákærður fyrir embættisbrot og fimm sinnum af saksóknurum fyrir meinta glæpi. „ÚT AF ENGU. RÉTTLÆTI SKAL NÁÐ, NÚNA!!!“ Ráðuneytið hafði þegar rannsakað bæði James og Comey á þessu ári og hafði verið ákveðið að ákæra þau ekki. Wall Street Journal sagði frá því á dögunum að færslan sem nefnd er hér að ofan hafi átt að vera einkaskilaboð til Bondi. Heimildarmenn miðilsins segja það hafa komið Trump á óvart þegar honum var sagt að hann hefði birt færsluna opinberlega. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Trump var í september 2023 sakfelldur fyrir fjársvik, með því að hafa um árabil logið um ríkidæmi sitt. Hann var fundinn sekur um að hafa frá árinu 2011 til 2021, platað banka og tryggingafyrirtæki til að fá hagstæðari lán og tryggingar. Á þessu mun Trump og fjölskylda hans hafa grætt margar milljónir dala í gegnum árin. Það var Letita James sem rak það mál gegn Trump en nú hefur ákærudómstóll í Virginíu ákært hana fyrir fjársvik, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í yfirlýsingu frá Lindsey Halligan, alríkissaksóknara í Virginíu, segir að James sá ákærð fyrir bankasvik og skjalafals. Halligan, segir alla jafna fyrir lögum og að James standi frammi fyrir allt að þrjátíu ára fangelsisvist. Ákærudómstólar eru sérstakt bandarískt fyrirbæri þar sem tólf kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir sönnunargögn og vitnisburð sem saksóknarar hafa tekið saman í ákveðnum málum. Þeir kviðdómendur eiga svo að kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur á grunni þeirra vísbendinga sem fyrir þá eru lögð. Trump hefur beint spjótum sínum að James um nokkuð skeið og meðal annars vegna þess að hún á að hafa logið á lánaumsókn vegna húsakaupa. Hún hefur lýst því yfir að hún hafi gert mistök við lánaumsókn en það hafi strax verið leiðrétt og hafi ekki komið niður á lánaveitanda hennar. Málið hefur ratað á borð dómara sem Joe Biden, forveri Trumps, skipaði í embætti árið 2023. Sami nýi saksóknarinn Áður hafði James Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, verið ákærður fyrir að eiga að hafa logið að þingmönnum. Lindsey Halligan, sami saksóknari og ákærði Comey, sem Trump skipaði nýverið eftir að hafa bolað forvera hennar úr starfi þegar hann neitaði að ákæra Comey, hefur nú ákært James. Halligan hafði fyrir það enga reynslu af saksóknarastörfum en hún starfaði áður sem einkalögmaður Trumps. Lindsey Halligan, fyrrverandi einkalögmaður Trumps og núverandi alríkissaksóknari.AP/Jacquelyn Martin Samkvæmt heimildum AP flutti Halligan sjálf málið fyrir ákærudómstólnum, eins og hún gerði í máli Comey. Comey var ákærður nokkrum dögum áður en meint brot hans fyrndist. Sjá einnig: Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Comey fór fyrir dómara í gær og lýsti yfir sakleysi sínu. Lögmaður hans fór þar að auki fram á að málinu yrði vísað frá dómi á þeim grunni að um pólitískar ofsóknir væri að ræða. Krafðist ákæra opinberlega, fyrir mistök Þann 20. september birti Trump færslu á samfélagsmiðli sínum þar sem hann talaði beint til Bondi. Forsetinn krafðist þess meðal annars að Bondi ákærði Letitiu James, James Comey og Adam Schiff, þingmann Demókrataflokksins. Í færslunni kvartaði Trump sáran yfir því að það hefði ekki verið gert þegar. Trump nefndi sérstaklega að hann hefði sjálfur verið tvisvar sinnum ákærður fyrir embættisbrot og fimm sinnum af saksóknurum fyrir meinta glæpi. „ÚT AF ENGU. RÉTTLÆTI SKAL NÁÐ, NÚNA!!!“ Ráðuneytið hafði þegar rannsakað bæði James og Comey á þessu ári og hafði verið ákveðið að ákæra þau ekki. Wall Street Journal sagði frá því á dögunum að færslan sem nefnd er hér að ofan hafi átt að vera einkaskilaboð til Bondi. Heimildarmenn miðilsins segja það hafa komið Trump á óvart þegar honum var sagt að hann hefði birt færsluna opinberlega.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira