Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. október 2025 22:08 Jørgen Watne Frydnes er formaður Nóbelsnefndarinnar. AP Nóbelsstofnunin í Ósló hefur hafið rannsókn á mögulegum leka og innherjaviðskiptun eftir að óvenjuleg veðmál bárust á að María Corina Machado hlyti Friðarverðlaun Nóbels, nokkrum klukkutímum áður en hún hlaut þau. Maríu Corina Machado voru veitt Friðarverðlaun Nóbels í gær fyrir baráttu sína í þágu lýðræðis í heimalandi sínu Venesúela. Hún er fyrsti Venesúelabúinn til að hreppa verðlaunin. Skömmu eftir miðnætti í gær að norskum tíma mat veðbankinn Polymarket sigurlíkur Machado upp á 3,75 prósent. Innan við tveimur tímum síðar hins vegar höfðu líkurnar rokið upp í 72,8 prósent sem ber þess merki að nafni sigurvegarans hafi verið lekið. Samkvæmt umfjöllun Guardian og Financial Times hafði Júlía Navalnaja, hagfræðingurinn og ekkja rússneska andspyrnuleiðtogans Aleksejs Navalní, verið sigurstrangslegust fram á gærdaginn á síðu Polymarket sem er vinsæl veðmálasíða meðal þeirra sem veðja á stjórnmál. Stuðlar síðunnar eru sjálfvirkt unnir út frá veðmálum notenda og því er skyndilegt stökk Machado til marks um óvenjulegar hreyfingar á veðmálum. Að því er fram kemur í umfjöllun Finansavisen vann einn notandi síðuna tæplega átta milljón íslenskar krónur á því að veðja á Machado en hann hafði búið reikninginn til samdægurs. Í samtali við Aftenposten sagði forstöðumaður Nóbelsstofnunarinnar að ekki væri hægt að fullyrða enn um hvort nafni sigurvegarans hafi verið lekið en að rannsókn yrði hleypt af stað. Umfang eða eðli rannsóknarinnar liggur ekki fyrir en af umfjöllun ofangreindra miðla að ráða er um fordæmalausan leka að ræða, ef rétt reynist. Nóbelsverðlaun Noregur Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Innlent Fleiri fréttir Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Maríu Corina Machado voru veitt Friðarverðlaun Nóbels í gær fyrir baráttu sína í þágu lýðræðis í heimalandi sínu Venesúela. Hún er fyrsti Venesúelabúinn til að hreppa verðlaunin. Skömmu eftir miðnætti í gær að norskum tíma mat veðbankinn Polymarket sigurlíkur Machado upp á 3,75 prósent. Innan við tveimur tímum síðar hins vegar höfðu líkurnar rokið upp í 72,8 prósent sem ber þess merki að nafni sigurvegarans hafi verið lekið. Samkvæmt umfjöllun Guardian og Financial Times hafði Júlía Navalnaja, hagfræðingurinn og ekkja rússneska andspyrnuleiðtogans Aleksejs Navalní, verið sigurstrangslegust fram á gærdaginn á síðu Polymarket sem er vinsæl veðmálasíða meðal þeirra sem veðja á stjórnmál. Stuðlar síðunnar eru sjálfvirkt unnir út frá veðmálum notenda og því er skyndilegt stökk Machado til marks um óvenjulegar hreyfingar á veðmálum. Að því er fram kemur í umfjöllun Finansavisen vann einn notandi síðuna tæplega átta milljón íslenskar krónur á því að veðja á Machado en hann hafði búið reikninginn til samdægurs. Í samtali við Aftenposten sagði forstöðumaður Nóbelsstofnunarinnar að ekki væri hægt að fullyrða enn um hvort nafni sigurvegarans hafi verið lekið en að rannsókn yrði hleypt af stað. Umfang eða eðli rannsóknarinnar liggur ekki fyrir en af umfjöllun ofangreindra miðla að ráða er um fordæmalausan leka að ræða, ef rétt reynist.
Nóbelsverðlaun Noregur Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Innlent Fleiri fréttir Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira