„Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. október 2025 10:32 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla, segir ljóst að íslenska liðið þurfi að vera 110 prósent. Arnar Gunnlaugsson vonast til að fjarvera Kylian Mbappé reynist íslenska landsliðinu vel er Frakkar heimsækja Laugardalsvöll í undankeppni HM í kvöld. Ljóst er að sterkur maður kemur í manns stað í breiðum frönskum hópi. Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport í opinni dagskrá. Bein útsending hefst klukkan 18:00. Staða Íslands í riðlinum versnaði töluvert vegna taps fyrir Úkraínu á föstudagskvöldið var. Úkraína vann 5-3 en átti aðeins sex skot í leiknum. Arnar stendur fastur á því að Ísland hafi leikið afar vel í leiknum, þrátt fyrir úrslitin. Klippa: Arnar ræðir Frakkana, fjarveru Mbappé og góðan leik á föstudag „Ég svaf eins og ungabarn. Ég horfði aftur á leikinn, vopnaður tölfræði eins og ég geri vanalega. Ég stend ennþá við það sem ég sagði eftir leikinn, að mín tilfinning var, þetta var frábær leikur að mörgu leyti,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild um hvernig honum hafi gengið að sofna eftir erfitt tap fyrir Úkraínu á föstudagskvöldið var. „Það var ekki bara skemmtanagildi, heldur hvernig við vorum á boltann, pressan okkar og opinn varnarleikur mjög góður. Auðvitað var svekkjandi að tapa. Við viljum alltaf vinna leiki, sérstaklega á heimavelli. Það voru barnaleg mistök sem kostuðu okkur. Það þarf að læra af því. Ég held það sé kostur hjá elítuíþróttamönnum að þeir þrífast á því að læra af mistökum til að taka skref áfram,“ segir Arnar. Verjast eins og þeir eigi lífið að leysa Ísland gerði mjög vel gegn Frökkum í fyrri leik liðanna í París og var hársbreidd frá því að koma þaðan með stig í pokahorninu. Myndbandsdómari tók jöfnunarmark Andra Lucasar Guðjohnsen af Íslandi undir lok leiks. „Vonandi náum við að færa okkur aðeins framar á völlinn, oftar en við gerðum í Frakklandi. Vonandi höldum við betur í boltann en í Frakklandi. En það er ljóst að við þurfum að verjast eins og við eigum lífið að leysa,“ segir Arnar. Allir leikmenn séu klárir í slaginn, fyrir utan Andra Lucas Guðjohnsen, sem er í leikbanni. „Það eru allir ótrúlega ferskir. Breytingar verða líklega frekar taktísks eðlis, að fá öðruvísi dýnamík inn í lífið. Kannski komum þeim á óvart með prófílum sem Frakkarnir þekkja ekki eins vel. Það er hausverkur að velja liðið,“ segir Arnar. Fjarvera Mbappé geti brugðið til beggja vona Kylian Mbappé, fyrirliði Frakka og einn besti leikmaður heims, heltist úr lestinni eftir sigur Frakka á Aserum á föstudag. Hann bætist á meiðslalista þeirra frönsku sem telur leikmenn á við Ousmané Dembélé, Desiré Doué, Bradley Barcola, Aurélien Tchouameni og Ibrahima Konaté. En hvaða áhrif hefur fjarvera Mbappé? „Það gæti verið gott og gæti verið slæmt. Þetta er einn besti leikmaður heims í dag. Hann er ótrúlegur leiðtogi, að vera nálægt honum á vellinum í Frakklandi þá sá maður það. Hann er fyrsti maðurinn til að röfla í dómurunum ef eitthvað bjátaði á,“ segir Arnar. „Svo er hann óútreiknanlegur og tekur sér stöður á vellinum sem enginn annar tekur sér upp. Það getur verið að Frakkarnir fari í betri strúktúr og verði beinskeyttari. Svo má ekki gleyma því að það koma klassaleikmenn í staðinn fyrir hann sem vilja sanna sig fyrir HM. Auðvitað er leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn að sjá ekki einn besta leikmann heims á Laugardalsvelli. En Frakkarnir eru það stóran og sterkan hóp að þeir verða mjög sterkir,“ bætir Arnar við. 110 prósent Líkt og fram kemur að ofan gerði íslenska liðið vel í París. Má búast við keimlíkri nálgun í kvöld? „Við þurfum að verjast mjög vel og nýta augnablikin sem gefast. Elías átti líka mjög góðan leik í París og vonandi verður ekki jafn mikið fyrir hann að gera. Það voru ýmis augnablik sem við gátum gert betur. Við vorum ca 90 prósent taktískt sterkir í París en það vantaði tíu prósent. Við þurfum að vera hundrað prósent, jafnvel 110. Eins og sást gegn Úkraínu að þeir refsuðu þegar þeir fundu blóðbragð. Þá gengur þeir á lagið og refsuðu. Frakkarnir gera það líklega enn betur en Úkraínumenn svo þetta verður erfitt, en gaman,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport í opinni dagskrá. Bein útsending hefst klukkan 18:00. Staða Íslands í riðlinum versnaði töluvert vegna taps fyrir Úkraínu á föstudagskvöldið var. Úkraína vann 5-3 en átti aðeins sex skot í leiknum. Arnar stendur fastur á því að Ísland hafi leikið afar vel í leiknum, þrátt fyrir úrslitin. Klippa: Arnar ræðir Frakkana, fjarveru Mbappé og góðan leik á föstudag „Ég svaf eins og ungabarn. Ég horfði aftur á leikinn, vopnaður tölfræði eins og ég geri vanalega. Ég stend ennþá við það sem ég sagði eftir leikinn, að mín tilfinning var, þetta var frábær leikur að mörgu leyti,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild um hvernig honum hafi gengið að sofna eftir erfitt tap fyrir Úkraínu á föstudagskvöldið var. „Það var ekki bara skemmtanagildi, heldur hvernig við vorum á boltann, pressan okkar og opinn varnarleikur mjög góður. Auðvitað var svekkjandi að tapa. Við viljum alltaf vinna leiki, sérstaklega á heimavelli. Það voru barnaleg mistök sem kostuðu okkur. Það þarf að læra af því. Ég held það sé kostur hjá elítuíþróttamönnum að þeir þrífast á því að læra af mistökum til að taka skref áfram,“ segir Arnar. Verjast eins og þeir eigi lífið að leysa Ísland gerði mjög vel gegn Frökkum í fyrri leik liðanna í París og var hársbreidd frá því að koma þaðan með stig í pokahorninu. Myndbandsdómari tók jöfnunarmark Andra Lucasar Guðjohnsen af Íslandi undir lok leiks. „Vonandi náum við að færa okkur aðeins framar á völlinn, oftar en við gerðum í Frakklandi. Vonandi höldum við betur í boltann en í Frakklandi. En það er ljóst að við þurfum að verjast eins og við eigum lífið að leysa,“ segir Arnar. Allir leikmenn séu klárir í slaginn, fyrir utan Andra Lucas Guðjohnsen, sem er í leikbanni. „Það eru allir ótrúlega ferskir. Breytingar verða líklega frekar taktísks eðlis, að fá öðruvísi dýnamík inn í lífið. Kannski komum þeim á óvart með prófílum sem Frakkarnir þekkja ekki eins vel. Það er hausverkur að velja liðið,“ segir Arnar. Fjarvera Mbappé geti brugðið til beggja vona Kylian Mbappé, fyrirliði Frakka og einn besti leikmaður heims, heltist úr lestinni eftir sigur Frakka á Aserum á föstudag. Hann bætist á meiðslalista þeirra frönsku sem telur leikmenn á við Ousmané Dembélé, Desiré Doué, Bradley Barcola, Aurélien Tchouameni og Ibrahima Konaté. En hvaða áhrif hefur fjarvera Mbappé? „Það gæti verið gott og gæti verið slæmt. Þetta er einn besti leikmaður heims í dag. Hann er ótrúlegur leiðtogi, að vera nálægt honum á vellinum í Frakklandi þá sá maður það. Hann er fyrsti maðurinn til að röfla í dómurunum ef eitthvað bjátaði á,“ segir Arnar. „Svo er hann óútreiknanlegur og tekur sér stöður á vellinum sem enginn annar tekur sér upp. Það getur verið að Frakkarnir fari í betri strúktúr og verði beinskeyttari. Svo má ekki gleyma því að það koma klassaleikmenn í staðinn fyrir hann sem vilja sanna sig fyrir HM. Auðvitað er leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn að sjá ekki einn besta leikmann heims á Laugardalsvelli. En Frakkarnir eru það stóran og sterkan hóp að þeir verða mjög sterkir,“ bætir Arnar við. 110 prósent Líkt og fram kemur að ofan gerði íslenska liðið vel í París. Má búast við keimlíkri nálgun í kvöld? „Við þurfum að verjast mjög vel og nýta augnablikin sem gefast. Elías átti líka mjög góðan leik í París og vonandi verður ekki jafn mikið fyrir hann að gera. Það voru ýmis augnablik sem við gátum gert betur. Við vorum ca 90 prósent taktískt sterkir í París en það vantaði tíu prósent. Við þurfum að vera hundrað prósent, jafnvel 110. Eins og sást gegn Úkraínu að þeir refsuðu þegar þeir fundu blóðbragð. Þá gengur þeir á lagið og refsuðu. Frakkarnir gera það líklega enn betur en Úkraínumenn svo þetta verður erfitt, en gaman,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira