„Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. október 2025 10:32 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla, segir ljóst að íslenska liðið þurfi að vera 110 prósent. Arnar Gunnlaugsson vonast til að fjarvera Kylian Mbappé reynist íslenska landsliðinu vel er Frakkar heimsækja Laugardalsvöll í undankeppni HM í kvöld. Ljóst er að sterkur maður kemur í manns stað í breiðum frönskum hópi. Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport í opinni dagskrá. Bein útsending hefst klukkan 18:00. Staða Íslands í riðlinum versnaði töluvert vegna taps fyrir Úkraínu á föstudagskvöldið var. Úkraína vann 5-3 en átti aðeins sex skot í leiknum. Arnar stendur fastur á því að Ísland hafi leikið afar vel í leiknum, þrátt fyrir úrslitin. Klippa: Arnar ræðir Frakkana, fjarveru Mbappé og góðan leik á föstudag „Ég svaf eins og ungabarn. Ég horfði aftur á leikinn, vopnaður tölfræði eins og ég geri vanalega. Ég stend ennþá við það sem ég sagði eftir leikinn, að mín tilfinning var, þetta var frábær leikur að mörgu leyti,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild um hvernig honum hafi gengið að sofna eftir erfitt tap fyrir Úkraínu á föstudagskvöldið var. „Það var ekki bara skemmtanagildi, heldur hvernig við vorum á boltann, pressan okkar og opinn varnarleikur mjög góður. Auðvitað var svekkjandi að tapa. Við viljum alltaf vinna leiki, sérstaklega á heimavelli. Það voru barnaleg mistök sem kostuðu okkur. Það þarf að læra af því. Ég held það sé kostur hjá elítuíþróttamönnum að þeir þrífast á því að læra af mistökum til að taka skref áfram,“ segir Arnar. Verjast eins og þeir eigi lífið að leysa Ísland gerði mjög vel gegn Frökkum í fyrri leik liðanna í París og var hársbreidd frá því að koma þaðan með stig í pokahorninu. Myndbandsdómari tók jöfnunarmark Andra Lucasar Guðjohnsen af Íslandi undir lok leiks. „Vonandi náum við að færa okkur aðeins framar á völlinn, oftar en við gerðum í Frakklandi. Vonandi höldum við betur í boltann en í Frakklandi. En það er ljóst að við þurfum að verjast eins og við eigum lífið að leysa,“ segir Arnar. Allir leikmenn séu klárir í slaginn, fyrir utan Andra Lucas Guðjohnsen, sem er í leikbanni. „Það eru allir ótrúlega ferskir. Breytingar verða líklega frekar taktísks eðlis, að fá öðruvísi dýnamík inn í lífið. Kannski komum þeim á óvart með prófílum sem Frakkarnir þekkja ekki eins vel. Það er hausverkur að velja liðið,“ segir Arnar. Fjarvera Mbappé geti brugðið til beggja vona Kylian Mbappé, fyrirliði Frakka og einn besti leikmaður heims, heltist úr lestinni eftir sigur Frakka á Aserum á föstudag. Hann bætist á meiðslalista þeirra frönsku sem telur leikmenn á við Ousmané Dembélé, Desiré Doué, Bradley Barcola, Aurélien Tchouameni og Ibrahima Konaté. En hvaða áhrif hefur fjarvera Mbappé? „Það gæti verið gott og gæti verið slæmt. Þetta er einn besti leikmaður heims í dag. Hann er ótrúlegur leiðtogi, að vera nálægt honum á vellinum í Frakklandi þá sá maður það. Hann er fyrsti maðurinn til að röfla í dómurunum ef eitthvað bjátaði á,“ segir Arnar. „Svo er hann óútreiknanlegur og tekur sér stöður á vellinum sem enginn annar tekur sér upp. Það getur verið að Frakkarnir fari í betri strúktúr og verði beinskeyttari. Svo má ekki gleyma því að það koma klassaleikmenn í staðinn fyrir hann sem vilja sanna sig fyrir HM. Auðvitað er leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn að sjá ekki einn besta leikmann heims á Laugardalsvelli. En Frakkarnir eru það stóran og sterkan hóp að þeir verða mjög sterkir,“ bætir Arnar við. 110 prósent Líkt og fram kemur að ofan gerði íslenska liðið vel í París. Má búast við keimlíkri nálgun í kvöld? „Við þurfum að verjast mjög vel og nýta augnablikin sem gefast. Elías átti líka mjög góðan leik í París og vonandi verður ekki jafn mikið fyrir hann að gera. Það voru ýmis augnablik sem við gátum gert betur. Við vorum ca 90 prósent taktískt sterkir í París en það vantaði tíu prósent. Við þurfum að vera hundrað prósent, jafnvel 110. Eins og sást gegn Úkraínu að þeir refsuðu þegar þeir fundu blóðbragð. Þá gengur þeir á lagið og refsuðu. Frakkarnir gera það líklega enn betur en Úkraínumenn svo þetta verður erfitt, en gaman,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Fleiri fréttir San Marínó gæti tryggt sig í umspil HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Sjá meira
Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport í opinni dagskrá. Bein útsending hefst klukkan 18:00. Staða Íslands í riðlinum versnaði töluvert vegna taps fyrir Úkraínu á föstudagskvöldið var. Úkraína vann 5-3 en átti aðeins sex skot í leiknum. Arnar stendur fastur á því að Ísland hafi leikið afar vel í leiknum, þrátt fyrir úrslitin. Klippa: Arnar ræðir Frakkana, fjarveru Mbappé og góðan leik á föstudag „Ég svaf eins og ungabarn. Ég horfði aftur á leikinn, vopnaður tölfræði eins og ég geri vanalega. Ég stend ennþá við það sem ég sagði eftir leikinn, að mín tilfinning var, þetta var frábær leikur að mörgu leyti,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild um hvernig honum hafi gengið að sofna eftir erfitt tap fyrir Úkraínu á föstudagskvöldið var. „Það var ekki bara skemmtanagildi, heldur hvernig við vorum á boltann, pressan okkar og opinn varnarleikur mjög góður. Auðvitað var svekkjandi að tapa. Við viljum alltaf vinna leiki, sérstaklega á heimavelli. Það voru barnaleg mistök sem kostuðu okkur. Það þarf að læra af því. Ég held það sé kostur hjá elítuíþróttamönnum að þeir þrífast á því að læra af mistökum til að taka skref áfram,“ segir Arnar. Verjast eins og þeir eigi lífið að leysa Ísland gerði mjög vel gegn Frökkum í fyrri leik liðanna í París og var hársbreidd frá því að koma þaðan með stig í pokahorninu. Myndbandsdómari tók jöfnunarmark Andra Lucasar Guðjohnsen af Íslandi undir lok leiks. „Vonandi náum við að færa okkur aðeins framar á völlinn, oftar en við gerðum í Frakklandi. Vonandi höldum við betur í boltann en í Frakklandi. En það er ljóst að við þurfum að verjast eins og við eigum lífið að leysa,“ segir Arnar. Allir leikmenn séu klárir í slaginn, fyrir utan Andra Lucas Guðjohnsen, sem er í leikbanni. „Það eru allir ótrúlega ferskir. Breytingar verða líklega frekar taktísks eðlis, að fá öðruvísi dýnamík inn í lífið. Kannski komum þeim á óvart með prófílum sem Frakkarnir þekkja ekki eins vel. Það er hausverkur að velja liðið,“ segir Arnar. Fjarvera Mbappé geti brugðið til beggja vona Kylian Mbappé, fyrirliði Frakka og einn besti leikmaður heims, heltist úr lestinni eftir sigur Frakka á Aserum á föstudag. Hann bætist á meiðslalista þeirra frönsku sem telur leikmenn á við Ousmané Dembélé, Desiré Doué, Bradley Barcola, Aurélien Tchouameni og Ibrahima Konaté. En hvaða áhrif hefur fjarvera Mbappé? „Það gæti verið gott og gæti verið slæmt. Þetta er einn besti leikmaður heims í dag. Hann er ótrúlegur leiðtogi, að vera nálægt honum á vellinum í Frakklandi þá sá maður það. Hann er fyrsti maðurinn til að röfla í dómurunum ef eitthvað bjátaði á,“ segir Arnar. „Svo er hann óútreiknanlegur og tekur sér stöður á vellinum sem enginn annar tekur sér upp. Það getur verið að Frakkarnir fari í betri strúktúr og verði beinskeyttari. Svo má ekki gleyma því að það koma klassaleikmenn í staðinn fyrir hann sem vilja sanna sig fyrir HM. Auðvitað er leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn að sjá ekki einn besta leikmann heims á Laugardalsvelli. En Frakkarnir eru það stóran og sterkan hóp að þeir verða mjög sterkir,“ bætir Arnar við. 110 prósent Líkt og fram kemur að ofan gerði íslenska liðið vel í París. Má búast við keimlíkri nálgun í kvöld? „Við þurfum að verjast mjög vel og nýta augnablikin sem gefast. Elías átti líka mjög góðan leik í París og vonandi verður ekki jafn mikið fyrir hann að gera. Það voru ýmis augnablik sem við gátum gert betur. Við vorum ca 90 prósent taktískt sterkir í París en það vantaði tíu prósent. Við þurfum að vera hundrað prósent, jafnvel 110. Eins og sást gegn Úkraínu að þeir refsuðu þegar þeir fundu blóðbragð. Þá gengur þeir á lagið og refsuðu. Frakkarnir gera það líklega enn betur en Úkraínumenn svo þetta verður erfitt, en gaman,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Fleiri fréttir San Marínó gæti tryggt sig í umspil HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Sjá meira