Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Valur Páll Eiríksson skrifar 13. október 2025 12:01 Hér má sjá lið Frakka sem mætti Aserum á föstudaginn var. Sterka pósta vantar í liðið í kvöld. Xavier Laine/Getty Images Meiðsli herja á leikmannahóp franska landsliðsins sem sækir Ísland heim á Laugardalsvöll í undankeppni HM 2026 í kvöld. Kylian Mbappé heltist úr lestinni um helgina og eru þónokkrir framsæknir leikmenn frá vegna meiðsla. Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport í opinni dagskrá. Bein útsending hefst klukkan 18:00. Mbappé glímir við meiðsli á hægri ökkla og hélt hann til Madrídar eftir að hafa skorað eitt marka Frakka í 3-0 sigri á Aserbaídsjan á föstudagskvöldið var. Ibrahima Konaté, varnarmaður Liverpool, meiddist einnig í þeim leik og fór til Bítlaborgarinnar. Mbappé og Konaté réðu úrslitum þegar Ísland mætti Frökkum í París í síðasta mánuði. Mbappé skoraði og lagði upp í 2-1 sigri Frakka og Konaté fiskaði aukaspyrnu á Andra Lucas Guðjohnsen sem skoraði jöfnunarmark fyrir Ísland á 88. mínútu en það mark var dæmt af eftir endurskoðun myndbandsdómara. Adrien Rabiot tók þá ekki þátt í æfingu franska liðsins á Laugardalsvelli í gær. Didier Deschamps, þjálfari Frakka, sagði það vera varúðarráðstöfun og útilokar ekki þátttöku hans í kvöld. Rabiot skoraði eitt marka Frakka á föstudaginn var. Eduardo Camavinga gæti tekið sæti Rabiot á miðju Frakka og þá er búist við því að Jean-Phillippe Mateta byrji sem fremsti maður í stað Mbappé, á kostnað Hugo Ekitiké, framherja Liverpool, sem sitji á bekknum. Florian Thauvin skoraði einnig á föstudaginn var en sá er í franska liðinu í fyrsta sinn í nokkur ár. L'Equipé spáir því að Thauvin byrji fyrir aftan fremsta mann og þeir Michael Olise og Christopher Nkunku verði á köntunum. Þónokkra vantar í framliggjandi stöður franska liðsins. PSG-tríóið Bradley Barcola, Desiré Doué og Gullboltahafinn Ousmané Dembélé er frá vegna meiðsla, sem og miðjumaðurinn Aurelién Tchouameni, leikmaður Real Madrid auk Marcusar Thuram, framherja Inter Milan. L'Equipé spáir því að Deschamps stilli upp eftirfarandi liði í kvöld: Líklegt byrjunarlið Frakklands Markvörður: Mike Maignan (AC Milan) Hægri bakvörður: Jules Koundé (Barcelona) Miðvörður: William Saliba (Arsenal) Miðvörður: Dayot Upamecano (Bayern Munchen) Vinstri bakvörður: Lucas Digne (Aston Villa) Miðjumaður: Manu Koné (Roma) Miðjumaður: Eduardo Camavinga (Real Madrid) eða Adrien Rabiot (AC Milan) Hægri kantmaður: Michael Olise (Bayern Munchen) Framliggjandi miðjumaður: Florian Thauvin (Lens) Vinstri kantmaður: Christopher Nkunku (AC Milan) Framherji: Jean-Phillippe Mateta (Crystal Palace) Landslið karla í fótbolta Franski boltinn HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Sjá meira
Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport í opinni dagskrá. Bein útsending hefst klukkan 18:00. Mbappé glímir við meiðsli á hægri ökkla og hélt hann til Madrídar eftir að hafa skorað eitt marka Frakka í 3-0 sigri á Aserbaídsjan á föstudagskvöldið var. Ibrahima Konaté, varnarmaður Liverpool, meiddist einnig í þeim leik og fór til Bítlaborgarinnar. Mbappé og Konaté réðu úrslitum þegar Ísland mætti Frökkum í París í síðasta mánuði. Mbappé skoraði og lagði upp í 2-1 sigri Frakka og Konaté fiskaði aukaspyrnu á Andra Lucas Guðjohnsen sem skoraði jöfnunarmark fyrir Ísland á 88. mínútu en það mark var dæmt af eftir endurskoðun myndbandsdómara. Adrien Rabiot tók þá ekki þátt í æfingu franska liðsins á Laugardalsvelli í gær. Didier Deschamps, þjálfari Frakka, sagði það vera varúðarráðstöfun og útilokar ekki þátttöku hans í kvöld. Rabiot skoraði eitt marka Frakka á föstudaginn var. Eduardo Camavinga gæti tekið sæti Rabiot á miðju Frakka og þá er búist við því að Jean-Phillippe Mateta byrji sem fremsti maður í stað Mbappé, á kostnað Hugo Ekitiké, framherja Liverpool, sem sitji á bekknum. Florian Thauvin skoraði einnig á föstudaginn var en sá er í franska liðinu í fyrsta sinn í nokkur ár. L'Equipé spáir því að Thauvin byrji fyrir aftan fremsta mann og þeir Michael Olise og Christopher Nkunku verði á köntunum. Þónokkra vantar í framliggjandi stöður franska liðsins. PSG-tríóið Bradley Barcola, Desiré Doué og Gullboltahafinn Ousmané Dembélé er frá vegna meiðsla, sem og miðjumaðurinn Aurelién Tchouameni, leikmaður Real Madrid auk Marcusar Thuram, framherja Inter Milan. L'Equipé spáir því að Deschamps stilli upp eftirfarandi liði í kvöld: Líklegt byrjunarlið Frakklands Markvörður: Mike Maignan (AC Milan) Hægri bakvörður: Jules Koundé (Barcelona) Miðvörður: William Saliba (Arsenal) Miðvörður: Dayot Upamecano (Bayern Munchen) Vinstri bakvörður: Lucas Digne (Aston Villa) Miðjumaður: Manu Koné (Roma) Miðjumaður: Eduardo Camavinga (Real Madrid) eða Adrien Rabiot (AC Milan) Hægri kantmaður: Michael Olise (Bayern Munchen) Framliggjandi miðjumaður: Florian Thauvin (Lens) Vinstri kantmaður: Christopher Nkunku (AC Milan) Framherji: Jean-Phillippe Mateta (Crystal Palace)
Líklegt byrjunarlið Frakklands Markvörður: Mike Maignan (AC Milan) Hægri bakvörður: Jules Koundé (Barcelona) Miðvörður: William Saliba (Arsenal) Miðvörður: Dayot Upamecano (Bayern Munchen) Vinstri bakvörður: Lucas Digne (Aston Villa) Miðjumaður: Manu Koné (Roma) Miðjumaður: Eduardo Camavinga (Real Madrid) eða Adrien Rabiot (AC Milan) Hægri kantmaður: Michael Olise (Bayern Munchen) Framliggjandi miðjumaður: Florian Thauvin (Lens) Vinstri kantmaður: Christopher Nkunku (AC Milan) Framherji: Jean-Phillippe Mateta (Crystal Palace)
Landslið karla í fótbolta Franski boltinn HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Sjá meira