Erlent

Tugir látnir eftir úr­helli í Mexíkó

Samúel Karl Ólason skrifar
Skyndiflóð og aurksriður ollu miklum skemmdum.
Skyndiflóð og aurksriður ollu miklum skemmdum. AP/Felix Marquez

Að minnsta kosti 64 eru látnir eftir úrhelli í Mexíkó í lok síðustu viku. Skyndiflóð og aurskriður ollu miklum usla en að minnsta kosti 65 er enn saknað. Björgunarsveitir eru fyrst núna að ná til byggðarlaga sem lokuðust inni eftir úrhellið.

Úrhellið olli miklum skemmdum í fimm ríkjum Mexíkó. Í einu þeirra, Veracruz, mældist rigningin 54 sentímetrar á nokkrum dögum í síðustu viku, samkvæmt AP fréttaveitunni.

Þetta leiddi til mikilla flóða víða og flæddu ár yfir bakka sína. Margir eru sagðir hafa dáið í aurskriðum og skyndiflóðum. Flestir dóu í Veracruz og er það einnig þungamiðja björgunarstarfs. Samkvæmt frétt El País urðu bæirnir Álamo og Poza Rica sérstaklega illa úti.

Frá bænum Poza Rica í Veracrus í Mexíkó.AP/Felix Marquez

AFP fréttaveitan segir að ár hafi flætt í gegnum heilu þorpin og aurskriður hafi sópað vegum og brúm á brott.

Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, hefur kallað út þúsundir hermanna til að aðstoða við björgunarstörf og við að dreifa neyðaraðstoð til afskekktra byggða.

Hér að neðan má sjá myndefni frá Mexíkó sem AP birti í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×