Trylltust við taktinn í barokkbúningum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. október 2025 16:02 Það var truflað stuð á viðburðinum Barokk á klúbbnum. Kjartan Hreinsson Færri komust að en vildu á næturklúbbnum Auto síðastliðinn laugardag þegar tónleikarnir Barokk á klúbbnum fóru fram í annað sinn. Þakið ætlaði að rifna af þegar helstu slagarar barokk tímabilsins 1600-1750 voru fluttir í raftónlistarbúningi. Tónleikarnir voru hluti af tónlistarhátíðinni State of the Art sem fór fram víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í síðustu viku. Þar kenndi ýmissa grasa en á meðal viðburða var boðhlaup Söngvaskálda þar sem tónlistarfólkið KK, Bríet, Mugison, Jón Jónsson, GDRN, Una Torfa, Bjarni Daníel og Elín Hall sömdu öll nýtt lag fyrir hvort annað og fluttu í hring ásamt hljómsveit. Sömuleiðis má nefna að pólska píanóstjarnan Hania Rani lék fyrir troðfullri Fríkirkju, fjórir hljóðgervlaleikarar léku tónlist fyrir plöntur í Garðheimum af plötunni Plantasíu, Karitas Lotta, Íris Ásmundar og Magnús Jóhann frumfluttu dansverkið See Instructions í TBR og Floni og sveitin Supersport leiddu saman hesta sína fyrir fullu húsi í Iðnó. „Það gekk allt frábærlega vel og það var meiri meðbyr með hátíðinni í ár miðað við fyrstu hátíðina okkar í fyrra. Hátíðarpassarnir seldust upp og það var uppselt á flesta viðburðina. Við aðstandendur hátíðarinnar erum í skýjunum með viðtökurnar og allt það frábæra fólk sem kom að hátíðinni og hjálpaði henni að verða að veruleika,“ segir Magnús Jóhann í sjöunda himni með liðna viku. View this post on Instagram A post shared by State of the Art (@state.of.the.art.festival) Á tónleikunum Barokk á klúbbnum voru helstu slagarar barokk tímabilsins fluttir í raftónlistarbúningi. Strengjakvartett, plötusnúður og hljómborðsleikari önnuðust flutninginn auk þess að vera klædd í barokkbúninga með hárkollur og andlitsfarða. Raftónlistarbúningur laganna var ekki af verri endanum en nokkrir helstu taktsmiðir Íslands lögðu hönd á plóg Young Nazareth, Mistersir og Floni. „Stemningin á Auto var frábær og Barokk á klúbbnum er komið til að vera og verður endurtekið að ári liðnu. Þannig að öll þau sem misstu af þessu í ár geta byrjað að hlakka til október á næsta ári. Við endurtökum leikinn á sama tíma á næsta ári og erum þegar byrjaðir að selja Super early bird hátíðarpassa á góðum prís. Þannig að þeir einstaklingar sem vilja gulltryggja það að komast á Barokk á klúbbnum að ári liðnu geta gert góð kaup, strax í dag.“ Hér má sjá vel valdar myndir frá hátíðinni: Barokk fyrir fólkið.Kjartan Hreinsson Bjarni Frímann tryllti lýðinn ekkert eðlilega flottur.Kjartan Hreinsson Afturgangan á Auto eða Magnús Jóhann? Kjartan Hreinsson Supersport og Flóni í Iðnó.Ingibjörg Friðriksdóttir Boðhlauparar í fíling. Ingibjörg Friðriksdóttir Guðbjartur Hákonarson Barokk prins. Ingibjörg Friðriksdóttir Plantasia í Garðheimum.Ingibjörg Friðriksdóttir Magnús Jóhann og Bjarni Frímann barokka feitt.Ingibjörg Friðriksdóttir Hania Rani með truflaða sýningu.Ingibjörg Friðriksdóttir Nilli ber á bumbur á barokkinu.Kjartan Hreinsson Magnús Jóhann og Karítas Lotta í dansverkinu See Instructions í TBR.Ingibjörg Friðriksdóttir Trompetleikarinn Pétur Arnþórsson. Kjartan Hreinsson KK undirbýrt sig fyrir sviðið. Ingibjörg Friðriksdóttir Anna Elísabet Sigurðardóttir glæsileg. Ingibjörg Friðriksdóttir Það var stappað stuð á barokkinu.Ingibjörg Friðriksdóttir Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir barokkari. Ingibjörg Friðriksdóttir Blöðrum grýtt í fólkið.Kjartan Hreinsson Tónleikar á Íslandi Sýningar á Íslandi Tónlist Samkvæmislífið Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Tónleikarnir voru hluti af tónlistarhátíðinni State of the Art sem fór fram víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í síðustu viku. Þar kenndi ýmissa grasa en á meðal viðburða var boðhlaup Söngvaskálda þar sem tónlistarfólkið KK, Bríet, Mugison, Jón Jónsson, GDRN, Una Torfa, Bjarni Daníel og Elín Hall sömdu öll nýtt lag fyrir hvort annað og fluttu í hring ásamt hljómsveit. Sömuleiðis má nefna að pólska píanóstjarnan Hania Rani lék fyrir troðfullri Fríkirkju, fjórir hljóðgervlaleikarar léku tónlist fyrir plöntur í Garðheimum af plötunni Plantasíu, Karitas Lotta, Íris Ásmundar og Magnús Jóhann frumfluttu dansverkið See Instructions í TBR og Floni og sveitin Supersport leiddu saman hesta sína fyrir fullu húsi í Iðnó. „Það gekk allt frábærlega vel og það var meiri meðbyr með hátíðinni í ár miðað við fyrstu hátíðina okkar í fyrra. Hátíðarpassarnir seldust upp og það var uppselt á flesta viðburðina. Við aðstandendur hátíðarinnar erum í skýjunum með viðtökurnar og allt það frábæra fólk sem kom að hátíðinni og hjálpaði henni að verða að veruleika,“ segir Magnús Jóhann í sjöunda himni með liðna viku. View this post on Instagram A post shared by State of the Art (@state.of.the.art.festival) Á tónleikunum Barokk á klúbbnum voru helstu slagarar barokk tímabilsins fluttir í raftónlistarbúningi. Strengjakvartett, plötusnúður og hljómborðsleikari önnuðust flutninginn auk þess að vera klædd í barokkbúninga með hárkollur og andlitsfarða. Raftónlistarbúningur laganna var ekki af verri endanum en nokkrir helstu taktsmiðir Íslands lögðu hönd á plóg Young Nazareth, Mistersir og Floni. „Stemningin á Auto var frábær og Barokk á klúbbnum er komið til að vera og verður endurtekið að ári liðnu. Þannig að öll þau sem misstu af þessu í ár geta byrjað að hlakka til október á næsta ári. Við endurtökum leikinn á sama tíma á næsta ári og erum þegar byrjaðir að selja Super early bird hátíðarpassa á góðum prís. Þannig að þeir einstaklingar sem vilja gulltryggja það að komast á Barokk á klúbbnum að ári liðnu geta gert góð kaup, strax í dag.“ Hér má sjá vel valdar myndir frá hátíðinni: Barokk fyrir fólkið.Kjartan Hreinsson Bjarni Frímann tryllti lýðinn ekkert eðlilega flottur.Kjartan Hreinsson Afturgangan á Auto eða Magnús Jóhann? Kjartan Hreinsson Supersport og Flóni í Iðnó.Ingibjörg Friðriksdóttir Boðhlauparar í fíling. Ingibjörg Friðriksdóttir Guðbjartur Hákonarson Barokk prins. Ingibjörg Friðriksdóttir Plantasia í Garðheimum.Ingibjörg Friðriksdóttir Magnús Jóhann og Bjarni Frímann barokka feitt.Ingibjörg Friðriksdóttir Hania Rani með truflaða sýningu.Ingibjörg Friðriksdóttir Nilli ber á bumbur á barokkinu.Kjartan Hreinsson Magnús Jóhann og Karítas Lotta í dansverkinu See Instructions í TBR.Ingibjörg Friðriksdóttir Trompetleikarinn Pétur Arnþórsson. Kjartan Hreinsson KK undirbýrt sig fyrir sviðið. Ingibjörg Friðriksdóttir Anna Elísabet Sigurðardóttir glæsileg. Ingibjörg Friðriksdóttir Það var stappað stuð á barokkinu.Ingibjörg Friðriksdóttir Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir barokkari. Ingibjörg Friðriksdóttir Blöðrum grýtt í fólkið.Kjartan Hreinsson
Tónleikar á Íslandi Sýningar á Íslandi Tónlist Samkvæmislífið Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira