Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Valur Páll Eiríksson skrifar 14. október 2025 11:20 Lagerback hefur starfað í sjónvarpi í Svíþjóð í kringum landsleiki þeirra. Michael Campanella/Getty Images Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og Svíþjóðar, hefur ekki áhuga á að taka við sem þjálfari heimaþjóðarinnar öðru sinni. Svíar hafa tapað þremur leikjum í röð og staða Danans Jon Dahl Tomassonar í þjálfarasætinu völt. „Það eru gæði í þessu liði en það þarf að stilla það saman,“ sagði Lagerbäck eftir 1-0 tap Svía fyrir Kósóvó á heimavelli í gær. Svíar eru aðeins með eitt stig í riðli sínum í undankeppni HM eftir að hafa tapað fyrir Sviss í Stokkhólmi á föstudag. „Það er full mikið einblínt á að Alexander Isak og Viktor Gyökeres geri hlutina sjálfir. Þetta virkar ekki svoleiðis í liðsíþróttum, að einn eða tveir leikmenn ráði úrslitum ítrekað,“ bætti Lagerbäck við. Tomasson tók við af Janne Andersson í febrúar í fyrra. Svíþjóð hefur unnið níu leiki af 18 undir hans stjórn en tapað sjö. Svíar hafa gert eitt jafntefli og tapað þremur í undankeppni HM, þar á meðal eru tvö töp fyrir Kósóvó en eina stigið kom í 2-2 jafntefli við Slóveníu í byrjun september. Sænskir miðlar segja neyðarfund vera á dagskrá hjá sænska knattspyrnusambandinu í dag þar sem næstu skref verða rædd, þar á meðal framtíð Tomasson í starfi. Lagerbäck var spurður út í möguleikann á því að taka aftur við sænska liðinu. „Nei, ég get fullyrt að ég tek ekki við. Það er klárt að ég verð ekki þjálfari liðsins. Ég sé það reglulega þegar ég lít í spegilinn að ég er orðinn gamall,“ segir hinn 77 ára gamli Lagerbäck. „Ég loka almennt ekki dyrum í lífinu, en í þessu tilfelli geri ég það.“ Lagerbäck stýrði íslenska landsliðinu frá 2011 til 2016 og fór það undir hans stjórn, og Heimis Hallgrímssonar, á stórmót í fyrsta skipti, á EM 2016 í Frakklandi. Hann stýrði áður Svíþjóð frá 2000 til 2009 og var einnig þjálfari Nígeríu á HM 2010. Lagerbäck tók við norska landsliðinu árið 2017 en hætti 2020 eftir að hafa mistekist að koma þeim norsku á stórmót. Sænski boltinn HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
„Það eru gæði í þessu liði en það þarf að stilla það saman,“ sagði Lagerbäck eftir 1-0 tap Svía fyrir Kósóvó á heimavelli í gær. Svíar eru aðeins með eitt stig í riðli sínum í undankeppni HM eftir að hafa tapað fyrir Sviss í Stokkhólmi á föstudag. „Það er full mikið einblínt á að Alexander Isak og Viktor Gyökeres geri hlutina sjálfir. Þetta virkar ekki svoleiðis í liðsíþróttum, að einn eða tveir leikmenn ráði úrslitum ítrekað,“ bætti Lagerbäck við. Tomasson tók við af Janne Andersson í febrúar í fyrra. Svíþjóð hefur unnið níu leiki af 18 undir hans stjórn en tapað sjö. Svíar hafa gert eitt jafntefli og tapað þremur í undankeppni HM, þar á meðal eru tvö töp fyrir Kósóvó en eina stigið kom í 2-2 jafntefli við Slóveníu í byrjun september. Sænskir miðlar segja neyðarfund vera á dagskrá hjá sænska knattspyrnusambandinu í dag þar sem næstu skref verða rædd, þar á meðal framtíð Tomasson í starfi. Lagerbäck var spurður út í möguleikann á því að taka aftur við sænska liðinu. „Nei, ég get fullyrt að ég tek ekki við. Það er klárt að ég verð ekki þjálfari liðsins. Ég sé það reglulega þegar ég lít í spegilinn að ég er orðinn gamall,“ segir hinn 77 ára gamli Lagerbäck. „Ég loka almennt ekki dyrum í lífinu, en í þessu tilfelli geri ég það.“ Lagerbäck stýrði íslenska landsliðinu frá 2011 til 2016 og fór það undir hans stjórn, og Heimis Hallgrímssonar, á stórmót í fyrsta skipti, á EM 2016 í Frakklandi. Hann stýrði áður Svíþjóð frá 2000 til 2009 og var einnig þjálfari Nígeríu á HM 2010. Lagerbäck tók við norska landsliðinu árið 2017 en hætti 2020 eftir að hafa mistekist að koma þeim norsku á stórmót.
Sænski boltinn HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira