Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. október 2025 15:39 Handritum rithöfundanna Nínu Ólafsdóttir og Þórdísi Helgadóttur var stolið. Samsett Á síðustu mánuðum hafa óútgefin handrit Þórdísar Helgadóttur og Nínu Ólafsdóttur lent í greipum bókaþjófs. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þjófurinn lætur til skarar skríða en ólíkt áður lætur hann nú vita að bókunum hafi verið stolið. Í leiðinni kallar hann höfunda og útgefendur skíthausa og tussu. Í gær var greint frá að Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur væri meðal þeirra sem hefðu fengið tölvupóst frá aðila sem þóttist vera Páll Valsson, útgefandi Bjarts & Veraldar. Ólafur Jóhann tók hins vegar eftir að í netfangi þrjótsins var föðurnafn Páls skrifað „Vallsson.“ Handrit Þórdísar Helgadóttur rithöfundar er meðal þeirra sem hafa fallið í hendur þjófsins en hún veit ekki hver féll í gildru hans. Að hennar mati er um furðurlegan glæp að ræða. „Ég upplifi ekki neina ógn, þetta er svo skrýtinn glæpur. Ég veit ekki hvað hann fær út úr þessu, hann getur ekki gert mér neinn skaða,“ segir Þórdís sem hlær að atvikinu. Lausaletur, bók Þórdísar, kemur út á föstudag.Aðsend „Núna sendi hann mér montpóst til að monta sig að hann hefði handritið undir höndum. Hann var rosalega dónalegur.“ Bókin hennar Lausaletur verður formlega gefin út í lok vikunnar og verður útgáfuhóf haldið í húsnæði Forlagsins seinnipart föstudags. Fyrir viku síðan fékk Þórdís tölvupóst frá þrjóti sem hafði með einhverjum leiðum komist yfir handrit bókarinnar. Pósturinn hófst á orðunum „hæ skíthaus“ og í honum var brot úr handriti bókarinnar en inn í handritið hafði þjófurinn skrifað orð eins og drusla og tussa. Þórdís veit ekki til þess að nokkur annar hafi fengið jafn harðskeyttan tölvupóst. Netfang sendandans var nafn Filippo Bernardini, manns sem hrellti útgefendur og rithöfunda út um allan heim, og stal yfir þúsund óútgefnum handritum. Bernardini þóttist vera einhver sem útgefandinn þekkti og sendi þeim tölvupóst með álíka netfangi, en breytti ef til vill einum staf. Jafnvel þótt netfang þrjótsins sé nafn Bernardini efast Þórdís að hann sé sökudólgurinn í raun. Þetta er þá ekki í fyrsta skipti sem einhver girnist bækur Þórdísar en fyrir tveimur árum þóttist ónefndur aðili vera þýskur útgefandi og bað hana um að senda sér PDF-skjal. „Hann þóttist vera einhver þýsk manneskja sem er til en þá var netfangið aðeins annað. Ég tók eftir því og síðan hafði upp á þessari manneskju og gerði henni viðvart að það væri verið að stela hennar identity. Það er líka ömurlegt að lenda í því,“ segir Þórdís. „Ég myndi vilja tala við bókaþjófinn, ef hann les viðtalið langar mig að tala við hann, og langar bara að taka viðtal við hann og vita hvað rekur hann áfram. Þetta er svo undarlegur glæpur, mér finnst það heillandi.“ Skemmtileg byrjun á ferlinum Handrit Nínu Ólafsdóttur fyrir bókina Þú sem ert á jörðu fór einnig í hendur þjófsins tveimur dögum fyrir útgáfuhófið í september. Um er að ræða fyrstu bók hennar. „Ég fékk meldingu frá Forlaginu að þetta hefði gerst. Ég er aldrei í samskiptum við þennan þjóf sjálf,“ segir hún. Fyrstu viðbrögð Nínu voru álíka og Þórdísar, hún skellti upp úr. Þú sem ert á jörðu er fyrsta bók Nínu.Aðsend „Mér fannst þetta svo fyndið. Ég hafði aldrei heyrt um þennan handritaþjóf. Þetta hafði allt farið framhjá mér,“ segir hún. „Mér fannst þessi hugmynd svolítið skemmtileg, að við ættum handritaþjóf á Íslandi, þessu litla landi.“ Starfsfólk Forlagsins tjáði henni að þetta væri ekkert sem hún þyrfti að hafa áhyggjur af þar sem þjófurinn hefði hingað til ekki lekið handritunum heldur einungis látið vita af sér. Hún undrar sig á að hann hafi yfirhöfuð vitað af bókinni þar sem um sé að ræða fyrsta verk hennar og hafði hún þá ekki auglýst bókina. „Ég var voðalega róleg fyrir þessu, kannski ef þetta hefði verið löngu fyrir útgáfu og það hefði verið mjög leiðinlegt ef henni hefði verið lekið. Ég tók þessu meira á léttu nótunum en þetta hlýtur að vera þreytandi fyrir fólk sem er í útgáfu og þarf stöðugt að vera vakandi fyrir þessu.“ Þjófnaðurinn hafði þó ekki slæm áhrif á hana og segist Nína vera komin með hugmynd að nýrri bók. Nú sé bara að setjast niður og hefja skrifin. „Þetta var fyndin og skemmtileg byrjun á útgáfunni í mínu tilviki.“ Einhver með óbilandi áhuga Hólmfríður Matthíasdóttir, útgefandi Forlagsins, segir að þau hafi haft samband við lögreglu vegna málsins. Fanney Benjamínsdóttir, kynningarstjóri Forlagsins, segir að slík mál komi upp á hverju ári en ólíkt áður lætur hann núna alltaf vita að hann hafi komist yfir handritin. „Þetta er einhver einstaklingur sem hefur óbilandi áhuga á íslenskum bókmenntum og getur ekki beðið eftir jólaútgáfunni heldur verður að komast í handritið,“ segir Fanney en svo þau viti til hefur þjófurinn aldrei deilt verkinu opinberlega. Bókmenntir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Í gær var greint frá að Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur væri meðal þeirra sem hefðu fengið tölvupóst frá aðila sem þóttist vera Páll Valsson, útgefandi Bjarts & Veraldar. Ólafur Jóhann tók hins vegar eftir að í netfangi þrjótsins var föðurnafn Páls skrifað „Vallsson.“ Handrit Þórdísar Helgadóttur rithöfundar er meðal þeirra sem hafa fallið í hendur þjófsins en hún veit ekki hver féll í gildru hans. Að hennar mati er um furðurlegan glæp að ræða. „Ég upplifi ekki neina ógn, þetta er svo skrýtinn glæpur. Ég veit ekki hvað hann fær út úr þessu, hann getur ekki gert mér neinn skaða,“ segir Þórdís sem hlær að atvikinu. Lausaletur, bók Þórdísar, kemur út á föstudag.Aðsend „Núna sendi hann mér montpóst til að monta sig að hann hefði handritið undir höndum. Hann var rosalega dónalegur.“ Bókin hennar Lausaletur verður formlega gefin út í lok vikunnar og verður útgáfuhóf haldið í húsnæði Forlagsins seinnipart föstudags. Fyrir viku síðan fékk Þórdís tölvupóst frá þrjóti sem hafði með einhverjum leiðum komist yfir handrit bókarinnar. Pósturinn hófst á orðunum „hæ skíthaus“ og í honum var brot úr handriti bókarinnar en inn í handritið hafði þjófurinn skrifað orð eins og drusla og tussa. Þórdís veit ekki til þess að nokkur annar hafi fengið jafn harðskeyttan tölvupóst. Netfang sendandans var nafn Filippo Bernardini, manns sem hrellti útgefendur og rithöfunda út um allan heim, og stal yfir þúsund óútgefnum handritum. Bernardini þóttist vera einhver sem útgefandinn þekkti og sendi þeim tölvupóst með álíka netfangi, en breytti ef til vill einum staf. Jafnvel þótt netfang þrjótsins sé nafn Bernardini efast Þórdís að hann sé sökudólgurinn í raun. Þetta er þá ekki í fyrsta skipti sem einhver girnist bækur Þórdísar en fyrir tveimur árum þóttist ónefndur aðili vera þýskur útgefandi og bað hana um að senda sér PDF-skjal. „Hann þóttist vera einhver þýsk manneskja sem er til en þá var netfangið aðeins annað. Ég tók eftir því og síðan hafði upp á þessari manneskju og gerði henni viðvart að það væri verið að stela hennar identity. Það er líka ömurlegt að lenda í því,“ segir Þórdís. „Ég myndi vilja tala við bókaþjófinn, ef hann les viðtalið langar mig að tala við hann, og langar bara að taka viðtal við hann og vita hvað rekur hann áfram. Þetta er svo undarlegur glæpur, mér finnst það heillandi.“ Skemmtileg byrjun á ferlinum Handrit Nínu Ólafsdóttur fyrir bókina Þú sem ert á jörðu fór einnig í hendur þjófsins tveimur dögum fyrir útgáfuhófið í september. Um er að ræða fyrstu bók hennar. „Ég fékk meldingu frá Forlaginu að þetta hefði gerst. Ég er aldrei í samskiptum við þennan þjóf sjálf,“ segir hún. Fyrstu viðbrögð Nínu voru álíka og Þórdísar, hún skellti upp úr. Þú sem ert á jörðu er fyrsta bók Nínu.Aðsend „Mér fannst þetta svo fyndið. Ég hafði aldrei heyrt um þennan handritaþjóf. Þetta hafði allt farið framhjá mér,“ segir hún. „Mér fannst þessi hugmynd svolítið skemmtileg, að við ættum handritaþjóf á Íslandi, þessu litla landi.“ Starfsfólk Forlagsins tjáði henni að þetta væri ekkert sem hún þyrfti að hafa áhyggjur af þar sem þjófurinn hefði hingað til ekki lekið handritunum heldur einungis látið vita af sér. Hún undrar sig á að hann hafi yfirhöfuð vitað af bókinni þar sem um sé að ræða fyrsta verk hennar og hafði hún þá ekki auglýst bókina. „Ég var voðalega róleg fyrir þessu, kannski ef þetta hefði verið löngu fyrir útgáfu og það hefði verið mjög leiðinlegt ef henni hefði verið lekið. Ég tók þessu meira á léttu nótunum en þetta hlýtur að vera þreytandi fyrir fólk sem er í útgáfu og þarf stöðugt að vera vakandi fyrir þessu.“ Þjófnaðurinn hafði þó ekki slæm áhrif á hana og segist Nína vera komin með hugmynd að nýrri bók. Nú sé bara að setjast niður og hefja skrifin. „Þetta var fyndin og skemmtileg byrjun á útgáfunni í mínu tilviki.“ Einhver með óbilandi áhuga Hólmfríður Matthíasdóttir, útgefandi Forlagsins, segir að þau hafi haft samband við lögreglu vegna málsins. Fanney Benjamínsdóttir, kynningarstjóri Forlagsins, segir að slík mál komi upp á hverju ári en ólíkt áður lætur hann núna alltaf vita að hann hafi komist yfir handritin. „Þetta er einhver einstaklingur sem hefur óbilandi áhuga á íslenskum bókmenntum og getur ekki beðið eftir jólaútgáfunni heldur verður að komast í handritið,“ segir Fanney en svo þau viti til hefur þjófurinn aldrei deilt verkinu opinberlega.
Bókmenntir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira