Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar 16. október 2025 10:02 Eftir áramamót munu fyrri eigendur íbúðarhúsnæðis í Grindavík fá tækifæri til að kaupa heimili sín til baka samkvæmt endurkaupaáætlun Þórkötlu fasteignafélags. Áætlunin, sem kynnt verður í byrjun árs 2026, hefur vekur von um að hægt verði að endurheimta eðlilegt líf í bænum eftir langvarandi óvissu vegna náttúruhamfara. Þrátt fyrir góðan ásetning stjórnvalda og Þórkötlu, hef ég verulegar áhyggjur um ástand húsnæðis sem boðið verður til endurkaups. Hef verið mjög gagnrýnin á skýrslur og úttektir Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) sem í mörgum tilfellum endurspegla ekki raunverulegt ástand eigna eða kostnað við viðgerðir. Hef þvi til sönnunar ótal skýrslur sem mér voru sendar til skoðunar sem og ástandsmat sem gert var á mínu eigin húsi. Þar vantaði inn í t.d. ástand burðarvirkis sem var brotið og byrjað að halla. Það er því brýnt að ástandsskoðun óháðs fagaðila verði gerð að skilyrði fyrir endurkaup, líkt og tíðkast í hefðbundnum fasteignaviðskiptum. Slík skoðun tryggir að kaupendur fái skýra og faglega mynd af ástandi eignarinnar, þar sem metið er meðal annars ástand burðarvirkis, raflagnir,vatns og frárennslislagnir og rakaskemmdir og einnig hvort eignin uppfylli lengur almennar kröfur mannvirkja og byggingareglugerðar og hollustuhætti. Í ljósi þess að endurkaup eru ekki hefðbundin fasteignaviðskipti heldur hluti af opinberri endurreisnaráætlun, er enn mikilvægara að tryggja gagnsæi og traust. Fólk á ekki að þurfa að kaupa aftur heimili sem getur reynst óíbúðarhæft eða kostað verulegar fjárfestingar í viðgerðum. Ástandsskoðun er ekki bara tæki til að meta eign – hún er trygging fyrir réttlátri meðferð og upplýstri ákvörðun. Það er von greinarhöfundar að stjórnvöld og Þórkatla taki þessi sjónarmið til greina og geri ástandsskoðun að ófrávíkjanlegum hluta endurkaupaferlisins. Grindvíkingar eiga skilið að snúa aftur heim með reisn – ekki með óvissu og óvæntum kostnaði. Höfundur er byggingafræðingur og húsasmíðameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Sjá meira
Eftir áramamót munu fyrri eigendur íbúðarhúsnæðis í Grindavík fá tækifæri til að kaupa heimili sín til baka samkvæmt endurkaupaáætlun Þórkötlu fasteignafélags. Áætlunin, sem kynnt verður í byrjun árs 2026, hefur vekur von um að hægt verði að endurheimta eðlilegt líf í bænum eftir langvarandi óvissu vegna náttúruhamfara. Þrátt fyrir góðan ásetning stjórnvalda og Þórkötlu, hef ég verulegar áhyggjur um ástand húsnæðis sem boðið verður til endurkaups. Hef verið mjög gagnrýnin á skýrslur og úttektir Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) sem í mörgum tilfellum endurspegla ekki raunverulegt ástand eigna eða kostnað við viðgerðir. Hef þvi til sönnunar ótal skýrslur sem mér voru sendar til skoðunar sem og ástandsmat sem gert var á mínu eigin húsi. Þar vantaði inn í t.d. ástand burðarvirkis sem var brotið og byrjað að halla. Það er því brýnt að ástandsskoðun óháðs fagaðila verði gerð að skilyrði fyrir endurkaup, líkt og tíðkast í hefðbundnum fasteignaviðskiptum. Slík skoðun tryggir að kaupendur fái skýra og faglega mynd af ástandi eignarinnar, þar sem metið er meðal annars ástand burðarvirkis, raflagnir,vatns og frárennslislagnir og rakaskemmdir og einnig hvort eignin uppfylli lengur almennar kröfur mannvirkja og byggingareglugerðar og hollustuhætti. Í ljósi þess að endurkaup eru ekki hefðbundin fasteignaviðskipti heldur hluti af opinberri endurreisnaráætlun, er enn mikilvægara að tryggja gagnsæi og traust. Fólk á ekki að þurfa að kaupa aftur heimili sem getur reynst óíbúðarhæft eða kostað verulegar fjárfestingar í viðgerðum. Ástandsskoðun er ekki bara tæki til að meta eign – hún er trygging fyrir réttlátri meðferð og upplýstri ákvörðun. Það er von greinarhöfundar að stjórnvöld og Þórkatla taki þessi sjónarmið til greina og geri ástandsskoðun að ófrávíkjanlegum hluta endurkaupaferlisins. Grindvíkingar eiga skilið að snúa aftur heim með reisn – ekki með óvissu og óvæntum kostnaði. Höfundur er byggingafræðingur og húsasmíðameistari.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar