Innlent

Við gætum farið að aka Sunda­braut eftir sjö ár

Kristján Már Unnarsson skrifar
Tenging Sundabrautar við Grafarvogshverfi yrði á svæði gömlu öskuhauganna í Gufunesi. Þar lægi Sundabrautin undir hringtorgi. Fjær er brúin yfir Kleppsvík, Sundabrúin, sýnd sem hábrú.
Tenging Sundabrautar við Grafarvogshverfi yrði á svæði gömlu öskuhauganna í Gufunesi. Þar lægi Sundabrautin undir hringtorgi. Fjær er brúin yfir Kleppsvík, Sundabrúin, sýnd sem hábrú. Efla

Framkvæmdir við Sundabraut gætu hafist eftir tvö ár, gangi áform stjórnvalda eftir. Þeir sem vilja lýsa skoðun sinni hafa núna sex vikna frest, til 30. nóvember, til að koma áliti sínu á framfæri.

Langstærsti og dýrasti verkþátturinn verður þverun Kleppsvíkur, milli Sundahafnar og Gufuness, hvort sem hún verður með jarðgöngum eða brú. Sjá má umhverfismatsskýrsluna og koma athugasemdum á framfæri í skipulagsgátt.

Sundabrú séð úr Elliðavogi. Hún yrði lengsta brú Íslands, nærri 1,2 kílómetra löng. Hér er hún sýnd sem hábrú.Efla

Í matsskýrslu Vegagerðarinnar er sýnd bæði lágbrú frá Holtagörðum en einnig hábrú til að skip gætu siglt undir, eins og lýst er hér í kvöldfréttum Sýnar:

Þessi nærri tólfhundruð metra langa brú yrði sú lengsta á Íslandi. Miðað er við að hábrú milli Holtagarða og Gufuness yrði þrjátíu metra há.

Svona gæti jarðgangamunni litið út suðaustan Laugarness.Efla

Ef jarðgöng yrðu valin myndi gangamunni suðaustan Laugarness líta svona út en gangamunni nær Holtagörðum myndi tengjast inn í Sæbrautarstokk og sæist ekki á yfirborði.

Tenging Sundabrautar við Grafarvog.Efla

Tenging við Grafarvogshverfið er sýnd með hringtorgi á svæði gömlu öskuhauganna í Gufunesi. 

Veglínan um Gufunes.Efla

Til norðurs frá Gufuneshöfða lægi Sundbrautin yfir gömlu öskuhaugana og síðan áfram til norðurs til Geldinganess.

Veglínan yfir Eiðsvík milli Gufuness og Geldinganess.Efla

Tengingin yfir á Geldinganes væri á grjótfyllingu yfir Eiðsvíkina með stuttum brúm. Þar sést til hægri sést hvernig vegurinn yrði sprengdur niður í gegnum bunguna á Geldinganesi.

Veglínan yfir Leiruvog milli Geldinganess og Álfsness.Efla

Frá Geldinganesi yfir á Gunnunes og Álfsnes yrði Sundabrautin bæði á grjótfyllingu yfir Leiruvog en einnig með nokkuð stórri brú og annarri minni.

Veglínan um Álfsnes. Fjær er Geldinganes. Hér sést vel það mikla byggingarland sem verður aðgengilegra með Sundabraut.Efla

Þegar komið er yfir á Álfsnes sjá hönnuðir fyrir sér að svona myndi brautin líta út þar. Þarna sést líka dæmi um byggingarlandið sem opnast með Sundabraut bæði á Álfsnesi og í Víðinesi sem og á Geldinganesi.

Séð yfir KollafjörðEfla

Nyrsti áfanginn yrði svo þvert yfir Kollafjörð, milli Álfsness og Kjalarness. Þar yrði að mestu grjótfylling með tveimur samsíða brúm í miðju.

Horft frá bílastæðinu við Esjurætur.Efla

Eitt sjónarhornið í matsskýrslunni er frá bílastæðinu við Esjurætur. Þar sjáum við betur grjótgarðinn og brúaropið í miðju þegar horft er út Kollafjörð.

Veglína Sundabrautar, samkvæmt umhverfismatsskýrslu. Við þverun Kleppsvíkur er boðið upp á tvo aðalvalkosti, jarðgöng eða hábrú.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson

Vegagerðin vonast til að hægt verði að bjóða verkið út á næsta ári og ljúka samningum síðla árs 2027. Framkvæmdir gætu þá hafist eftir tvö ár. Verktími yrði sennilega fimm ár þannig að Sundabraut gæti öll verið tilbúin árið 2032.

Svona gæti 30 metra há Sundabrú litið út.Efla

Það færi eftir útfærslu hvað Sundabraut myndi kosta. Brúarleiðin er talin kosta vel á annað hundrað milljarða króna. Jarðgöng eru talin 10 til 25 milljörðum dýrari. En hvor leiðin sem yrði valin yrði þetta dýrasta einstaka vegaframkvæmd Íslandssögunnar.

Fjögur ár eru frá því samgönguráðherra og borgarstjóri undirrituðu viljayfirlýsingu sem kom verkefninu í núverandi farveg:


Tengdar fréttir

Búið að birta um­hverfis­mats­skýrslu fyrir Sunda­braut

Við lagningu Sundabrautar eru brúarkostir töluvert hagkvæmari í framkvæmd og rekstri en göng og uppfylla markmið framkvæmdarinnar betur. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýútkominni umhverfismatsskýrslu vegna Sundabrautar. Vegagerðin og Reykjavíkurborg standa samanlagt að sex kynningarfundum vegna verkefnisins næstu vikurnar.

Styttist í stóra ákvörðun vegna Sunda­brautar

Formaður verkefnastjórnar hjá Vegagerðinni segir eitt af markmiðum Sundabrautar að auka ekki umferð í íbúagötum. Von er á umhverfismati vegna Sundabrautar á næstu dögum og mun Reykjavíkurborg í kjölfarið auglýsa tillögu að breyttu aðalskipulagi þar sem fram kemur hvort göng eða brú yfir Kleppsvík verður fyrir valinu.

Vega­gerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng

Vegagerðin telur að markmið um bættar samgöngur fyrir alla ferðamáta með lagningu Sundabrautar náist að mestu með því að byggja brú yfir Kleppsvík, jarðgöng nái síður að uppfylla þau markmið, þau útiloki samgöngumöguleika hjólandi og gangandi. Í undirbúningi séu opnir kynningarfundir vegna væntanlegrar umhverfismatsskýrslu um brautina, sem von er á í samráðsgátt Skipulagsstofnunar í næstu viku.

Yfirlýsing um Sundabraut: „Má segja að framkvæmdin sé hafin þótt engin sjáist grafan“

Framkvæmdir við Sundabraut eiga að hefjast eftir fimm ár og brautin að vera tilbúin eftir tíu ár, samkvæmt yfirlýsingu sem samgönguráðherra og borgarstjóri undirrituðu á Vogabakka í Sundahöfn síðdegis. Leggja á brautina alla leið í einni samfelldri framkvæmd og efna til alþjóðlegrar hönnunarsamkeppni um útlit Sundabrúar, verði hún fyrir valinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×