Innlent

Einn vistaður vegna slags­mála ung­menna í Breið­holti

Lovísa Arnardóttir skrifar
Ungmenni í Breiðholti, í hverfi 109, slógust í gær og lögreglan tók einn í sitt hald vegna þess.
Ungmenni í Breiðholti, í hverfi 109, slógust í gær og lögreglan tók einn í sitt hald vegna þess. Vísir/Anton Brink

Einn var vistaður í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti í gærkvöldi eða nótt. Alls gistu fjórir í fangaklefum lögreglunnar í nótt eða gærkvöldi og voru alls 45 mál skráð í kerfið lögreglunnar frá klukkan 17 og til fimm í morgun.

Í dagbók lögreglunnar kemur einnig fram að lögregla hafi haft afskipti af töluverðum fjölda vegna gruns um akstur undir áhrifum, vegna umferðaróhappa eða vegna annarra umferðarlagabrota eins og að aka án ökuréttinda.

Einnig var tilkynnt um þjófnað í matvöruverslun í hverfi 104 og tilkynnt um mann eða konu sem kom sér undan því að greiða fyrir far leigubíls. Maðurinn eða konan eiga yfir höfði sér kæru vegna fjársvika samkvæmt dagbók lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×