Refsing Kristjáns Markúsar milduð Árni Sæberg og Agnar Már Másson skrifa 16. október 2025 15:10 Kristján Markús í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Anton Brink Kristján Markús Sívarsson var í dag dæmdur í eins árs fangelsi í Landsrétti fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Hann hlaut sextán mánaða fangelsisdóm í héraði. Konan sem hann réðst á hlaut höfuðkúpubrot þegar hann kastaði ótilgreindum hlut í hana. Dómur Landsréttar þess efnis var kveðinn upp klukkan 15. Dómurinn hefur ekki verið birtur og því liggja forsendur hans ekki fyrir. Þegar hann var dæmdur í héraði fyrir líkamsárásina um miðjan nóvember í fyrra var það sjöundi dómurinn sem hann fékk fyrir ofbeldisbrot. Síðan þá hefur hann hlotið tveggja ára dóm fyrir aðra sérstaklega hættulega líkamsárás, sem hann framdi í lok árs í fyrra. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu sagði að hefði verið að kvöldi 22. janúar 2022 sem lögregla var kölluð út að heimili á höfuðborgarsvæðinu þar sem hún hitti fyrir kærustupar. Konan hefði sagt Kristján Markús hafa kastað kertastjaka í höfuð hennar með þeim afleiðingum að hún fékk gat á höfuðið. Þau hefðu verið í íbúð Kristjáns í Reykjavík. Með opið höfuðkúpubrot Síðar um nóttina hefði starfsfólk bráðamóttökunnar í Fossvogi haft samband við lögreglu og tilkynnt að konan væri þangað komin með opið höfuðkúpubrot. Þá hefðu tveir lögreglumenn farið að heimili Kristjáns og handtekið hann. Í íbúðinni hefði auk Kristjáns verið kona í mjög annarlegu ástandi. Konan hefði staðfest að kærustuparið hefði komið í heimsókn til þeirra fyrr um kvöldið og þau fjögur farið saman í göngutúr. Lagt hefði verið hald á fíkniefni og tvær axir í íbúðinni en enginn kertastjaki fundist. Konan sem var í íbúðinni með Kristjáni Markúsi hefði neitað að gefa skýrslu fyrir dómi vegna tengsla þeirra. Kannaðist ekki við neina árás Kristján sagðist fyrir dómi ekkert geta sagt til um umrædda líkamsárás og ekkert vita hvað hefði komið fyrir konuna. Hún hefði komið heim til hans með einhverja hluti sem hún hefði fengið lánaða en konurnar tvær hefðu þekkst. Hann sagðist ekki muna eftir neinum göngutúr. Hann hefði vaknað við að lögregla reyndi að brjóta upp hurðina á heimili hans um nóttina. Hann myndi ekki hvort þeir hefðu tjáð honum hvert tilefnið væri. Hann hefði talið að um eitthvert lyfjamisferli væri að ræða. Hann kannaðist við fíkniefnin sem fundust en sagðist ekki hafa vitað að axirnar sem voru haldlagðar væru ólöglegar. Löng brotasaga Kristján neitaði sök og sagðist ekkert vita hvað hefði komið fyrir. Héraðsdómur sagði framburð kærustuparsins hjá lögreglu og fyrir dómi hafa verið stöðugan um það sem máli skipti. Kristján hefði upphaflega neitað að konan hefði komið á heimili hans umrætt kvöld en breytt þeim framburði fyrir dómi. Taldi héraðsdómur sannað að Kristján hefði gerst sekur um árásina auk vörslu efna og vopna. Um hefði verið að ræða sérstaklega hættulega líkamsárás. Væri hann því sakfelldur og refsing hæfilega ákveðin sextán mánaða fangelsi. Við það mat horfði dómurinn til langrar refsisögu Kristjáns sem hefur frá árinu 1998 ítrekað verið dæmdur til refsingar. Sex sinnum hefur hann hlotið dóm fyrir ofbeldisbrot auk ítrekaðra brota á fíkniefnalögum. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Dómur Landsréttar þess efnis var kveðinn upp klukkan 15. Dómurinn hefur ekki verið birtur og því liggja forsendur hans ekki fyrir. Þegar hann var dæmdur í héraði fyrir líkamsárásina um miðjan nóvember í fyrra var það sjöundi dómurinn sem hann fékk fyrir ofbeldisbrot. Síðan þá hefur hann hlotið tveggja ára dóm fyrir aðra sérstaklega hættulega líkamsárás, sem hann framdi í lok árs í fyrra. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu sagði að hefði verið að kvöldi 22. janúar 2022 sem lögregla var kölluð út að heimili á höfuðborgarsvæðinu þar sem hún hitti fyrir kærustupar. Konan hefði sagt Kristján Markús hafa kastað kertastjaka í höfuð hennar með þeim afleiðingum að hún fékk gat á höfuðið. Þau hefðu verið í íbúð Kristjáns í Reykjavík. Með opið höfuðkúpubrot Síðar um nóttina hefði starfsfólk bráðamóttökunnar í Fossvogi haft samband við lögreglu og tilkynnt að konan væri þangað komin með opið höfuðkúpubrot. Þá hefðu tveir lögreglumenn farið að heimili Kristjáns og handtekið hann. Í íbúðinni hefði auk Kristjáns verið kona í mjög annarlegu ástandi. Konan hefði staðfest að kærustuparið hefði komið í heimsókn til þeirra fyrr um kvöldið og þau fjögur farið saman í göngutúr. Lagt hefði verið hald á fíkniefni og tvær axir í íbúðinni en enginn kertastjaki fundist. Konan sem var í íbúðinni með Kristjáni Markúsi hefði neitað að gefa skýrslu fyrir dómi vegna tengsla þeirra. Kannaðist ekki við neina árás Kristján sagðist fyrir dómi ekkert geta sagt til um umrædda líkamsárás og ekkert vita hvað hefði komið fyrir konuna. Hún hefði komið heim til hans með einhverja hluti sem hún hefði fengið lánaða en konurnar tvær hefðu þekkst. Hann sagðist ekki muna eftir neinum göngutúr. Hann hefði vaknað við að lögregla reyndi að brjóta upp hurðina á heimili hans um nóttina. Hann myndi ekki hvort þeir hefðu tjáð honum hvert tilefnið væri. Hann hefði talið að um eitthvert lyfjamisferli væri að ræða. Hann kannaðist við fíkniefnin sem fundust en sagðist ekki hafa vitað að axirnar sem voru haldlagðar væru ólöglegar. Löng brotasaga Kristján neitaði sök og sagðist ekkert vita hvað hefði komið fyrir. Héraðsdómur sagði framburð kærustuparsins hjá lögreglu og fyrir dómi hafa verið stöðugan um það sem máli skipti. Kristján hefði upphaflega neitað að konan hefði komið á heimili hans umrætt kvöld en breytt þeim framburði fyrir dómi. Taldi héraðsdómur sannað að Kristján hefði gerst sekur um árásina auk vörslu efna og vopna. Um hefði verið að ræða sérstaklega hættulega líkamsárás. Væri hann því sakfelldur og refsing hæfilega ákveðin sextán mánaða fangelsi. Við það mat horfði dómurinn til langrar refsisögu Kristjáns sem hefur frá árinu 1998 ítrekað verið dæmdur til refsingar. Sex sinnum hefur hann hlotið dóm fyrir ofbeldisbrot auk ítrekaðra brota á fíkniefnalögum.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira