Handbolti

Meira harpix á milli Ís­lands, Fær­eyja og Græn­lands

Sindri Sverrisson skrifar
Jón Halldórsson, formaður HSÍ, handsalar viljayfirlýsinguna með kollegum sínum frá Færeyjum og Grænlandi.
Jón Halldórsson, formaður HSÍ, handsalar viljayfirlýsinguna með kollegum sínum frá Færeyjum og Grænlandi. HSÍ

Forkólfar handknattleikssambanda Íslands, Grænlands og Færeyja undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um aukið samstarf þjóðanna í handbolta, á landsleik Íslands og Færeyja í undankeppni EM kvenna.

Í tilkynningu HSÍ segir að viljayfirlýsingin nái til næstu tveggja ára, með möguleika á framlengingu, og er ætlunin að efla handbolta í löndunum í gegnum samvinnu, miðlun þekkingar og með gagnkvæmum stuðningi. 

Saman hyggjast samböndin þrjú stuðla að enn betri þróun leikmanna, styrkingu innviða og sköpun dýrmætrar reynslu fyrir leikmenn beggja kynja af öllum aldri.

HSÍ segir að samstarfið muni meðal annars fela í sér:

  • Sameiginlegar æfingabúðir og vináttuleiki milli landsliða og ungmennaliða.
  • Eflingu menntunar þjálfara, dómara og stjórnenda innan hreyfingarinnar.
  • Þróun innviða handboltans og hæfileikamótun ungra leikmanna.
  • Samræmda þátttöku í alþjóðlegum handboltaviðburðum og mótum.

Eins og fyrr segir mættust Ísland og Færeyjar í undankeppni EM kvenna í gær, þar sem Færeyingar höfðu betur. U20-kvennalandslið Íslands og Grænlands mætast svo í vináttulandsleik í Safamýri klukkan 19:30 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×