Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar 17. október 2025 13:31 Umræða um faglegt starf í leikskólum á stundum erfitt uppdráttar í íslensku samfélagi og vill víkja fyrir mun fyrirferðarmeiri umræðu um sérstakt þjónustuhlutverk leikskóla gagnvart foreldrum og atvinnulífi. Samt er óumdeilt og lögbundið að eina „þjónustuhlutverk“ leikskóla snýr að börnum og felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska. Verkefni leikskólans er því fyrst og síðast að veita öllum börnum gæða menntun – og þá þjónustu vilja kennara veita, börnum og foreldrum til mikilla hagsbóta. Kennaraskortur helsta ógnin Stærsta verkefni sveitarfélaga er að fjölga leikskólakennurum. Við náum ekki í dag að viðhalda nægilega háum gæðum í námi á leikskólastigi vegna mikils skorts á kennurum. Í dag vantar 2.469 kennara til að uppfylla lagalegar skyldur. Starfsmannavelta meðal ófaglærðs starfsfólks er gríðarlega mikil, eða 33%. Það sama er ekki hægt að segja um starfsmannaveltu meðal kennara. Myndatexti við mynd 1: 2. mgr. 14. gr. laga nr. 95/2019 um um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Mynd með grein Haraldar Freys Gíslasonar 17. október 2025. Innleiðing styttingu vinnuvikunnar snúin Samið var um styttingu vinnuvikunnar í kjarasamningum árið 2020. Innleiðing hennar án kostnaðar eða þjónustuskerðingar er útilokuð í leikskólum. Vegna þessara takmarkana hefur innleiðingin í leikskólum verið erfið þar sem að meðaldvalartími barna í leikskólum hefur ekki styst samhliða. Sveitarfélög hafa brugðist mishratt við. Þó vissulega megi segja að betra hefði verið að Reykjavíkurborg hefði komið fram með markvissar tillögur til að stytta meðaldvalartíma barna í leikskólum fyrr þá er hin nýlega boðaða Reykjavikurleið, svokölluð, skref í rétta átt. Til að manna styttinguna svo hlutfall dvalartíma barna af vinnutíma starfsfólks verði það sama fyrir og eftir styttingu þarf að fjölga stöðugildum um 500-600 á landsvísu. Það starfsfólk er ekki til. Hvort sem um er að ræða leiðbeinendur eða kennara. Grunnhugsunin í tillögum Reykjavíkurborgar er að reyna að búa til hvata til að stytta meðaldvalartíma barna í leikskólum. Því fagnar Félag leikskólakennara. Það er mikilvægt bæði fyrir börn og kennara. Endalaus útþensla, vandi í veldisvexti Okkar stóra sameiginlega verkefni er að búa til starfsaðstæður í leikskólum sem eru góðar fyrir kennara og börn. Okkur vantar sannarlega fleira fagfólk inn í leikskólana og því þurfum við að búa til starfsaðstæður sem kennarar vilja starfa í. Að búa til hvata til að stytta meðaldvalartíma barna í leikskólum er eitt púsl á þeirri vegferð. Leikskólastigið hefur þróast hratt sem skólastig – í raun allt of hratt til þess að geta almennilega valdið verkefninu. Ákvarðanir samfélagsins um að taka við sífellt yngri og yngri börnum í leikskóla, án þess að hugsa málið til enda, hefur aukið á vandann og komið öllum í erfiða stöðu. Eina raunhæfa lausnin er að brúa bilið með lengra fæðingarorlofi. Það mætti til dæmis skoða að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með þrepaskiptu kerfi, sem talar við fæðingarorlofskerfið, þar sem dvalartími barna lengist í áföngum eftir því sem þau eldast. Við erum sannarlega á réttri leið Á síðustu árum hefur verið slegið hvert metið á fætur öðru í fjölda skráninga í leikskólakennaranám. Enn ein sprengjan varð í haust eftir nýgerða kjarasamninga. Þó mun nýliðunin taka tíma þar sem að kerfið hefur stækkað hraðar en við ráðum við lengi. Við höfum verið, og erum að vinna, ásamt viðsemjendum okkar, hörðum höndum að því að endurmeta virði kennarastarfsins. Það er ekki náttúrulögmál að sérfræðingar í fræðslustarfsemi séu ekki jafnmetnir og aðrir sérfræðingar og því ætlum við að breyta. Leikskólastigið þarf nauðsynlega rými til að anda og ná jafnvægi. Það er eina raunhæfa leiðin til framfara. Þannig mótum við framtíðina saman. Höfundur er formaður Félags leikskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Freyr Gíslason Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Umræða um faglegt starf í leikskólum á stundum erfitt uppdráttar í íslensku samfélagi og vill víkja fyrir mun fyrirferðarmeiri umræðu um sérstakt þjónustuhlutverk leikskóla gagnvart foreldrum og atvinnulífi. Samt er óumdeilt og lögbundið að eina „þjónustuhlutverk“ leikskóla snýr að börnum og felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska. Verkefni leikskólans er því fyrst og síðast að veita öllum börnum gæða menntun – og þá þjónustu vilja kennara veita, börnum og foreldrum til mikilla hagsbóta. Kennaraskortur helsta ógnin Stærsta verkefni sveitarfélaga er að fjölga leikskólakennurum. Við náum ekki í dag að viðhalda nægilega háum gæðum í námi á leikskólastigi vegna mikils skorts á kennurum. Í dag vantar 2.469 kennara til að uppfylla lagalegar skyldur. Starfsmannavelta meðal ófaglærðs starfsfólks er gríðarlega mikil, eða 33%. Það sama er ekki hægt að segja um starfsmannaveltu meðal kennara. Myndatexti við mynd 1: 2. mgr. 14. gr. laga nr. 95/2019 um um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Mynd með grein Haraldar Freys Gíslasonar 17. október 2025. Innleiðing styttingu vinnuvikunnar snúin Samið var um styttingu vinnuvikunnar í kjarasamningum árið 2020. Innleiðing hennar án kostnaðar eða þjónustuskerðingar er útilokuð í leikskólum. Vegna þessara takmarkana hefur innleiðingin í leikskólum verið erfið þar sem að meðaldvalartími barna í leikskólum hefur ekki styst samhliða. Sveitarfélög hafa brugðist mishratt við. Þó vissulega megi segja að betra hefði verið að Reykjavíkurborg hefði komið fram með markvissar tillögur til að stytta meðaldvalartíma barna í leikskólum fyrr þá er hin nýlega boðaða Reykjavikurleið, svokölluð, skref í rétta átt. Til að manna styttinguna svo hlutfall dvalartíma barna af vinnutíma starfsfólks verði það sama fyrir og eftir styttingu þarf að fjölga stöðugildum um 500-600 á landsvísu. Það starfsfólk er ekki til. Hvort sem um er að ræða leiðbeinendur eða kennara. Grunnhugsunin í tillögum Reykjavíkurborgar er að reyna að búa til hvata til að stytta meðaldvalartíma barna í leikskólum. Því fagnar Félag leikskólakennara. Það er mikilvægt bæði fyrir börn og kennara. Endalaus útþensla, vandi í veldisvexti Okkar stóra sameiginlega verkefni er að búa til starfsaðstæður í leikskólum sem eru góðar fyrir kennara og börn. Okkur vantar sannarlega fleira fagfólk inn í leikskólana og því þurfum við að búa til starfsaðstæður sem kennarar vilja starfa í. Að búa til hvata til að stytta meðaldvalartíma barna í leikskólum er eitt púsl á þeirri vegferð. Leikskólastigið hefur þróast hratt sem skólastig – í raun allt of hratt til þess að geta almennilega valdið verkefninu. Ákvarðanir samfélagsins um að taka við sífellt yngri og yngri börnum í leikskóla, án þess að hugsa málið til enda, hefur aukið á vandann og komið öllum í erfiða stöðu. Eina raunhæfa lausnin er að brúa bilið með lengra fæðingarorlofi. Það mætti til dæmis skoða að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með þrepaskiptu kerfi, sem talar við fæðingarorlofskerfið, þar sem dvalartími barna lengist í áföngum eftir því sem þau eldast. Við erum sannarlega á réttri leið Á síðustu árum hefur verið slegið hvert metið á fætur öðru í fjölda skráninga í leikskólakennaranám. Enn ein sprengjan varð í haust eftir nýgerða kjarasamninga. Þó mun nýliðunin taka tíma þar sem að kerfið hefur stækkað hraðar en við ráðum við lengi. Við höfum verið, og erum að vinna, ásamt viðsemjendum okkar, hörðum höndum að því að endurmeta virði kennarastarfsins. Það er ekki náttúrulögmál að sérfræðingar í fræðslustarfsemi séu ekki jafnmetnir og aðrir sérfræðingar og því ætlum við að breyta. Leikskólastigið þarf nauðsynlega rými til að anda og ná jafnvægi. Það er eina raunhæfa leiðin til framfara. Þannig mótum við framtíðina saman. Höfundur er formaður Félags leikskólakennara.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun