Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Siggeir Ævarsson skrifar 18. október 2025 19:58 Leikmenn Atletico Madrid og Osasuna stóðu hreyfingarlausir þrátt fyrir að leikur væri formlega farinn af stað EPA/SERGIO PEREZ Allir leikir í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag hófust með táknrænum mótmælum þar sem leikmenn stóðu hreyfingalausir fyrstu 15 sekúndurnar eftir að leikirnir voru flautaðir á. Tilefni mótmælanna er fyrirhugaður leikur Barcelona og Villarreal sem á að fara fram í Miami í Bandaríkjunum 20. desember næstkomandi. Leikmannasamtökin á Spáni skipulögðu mótmælin í samvinnu við fyrirliða allra liða í deildinni en þau saka deildina um skort á gegnsæi, samtali og samræmi. Deildin hefur brugðist við mótmælunum og hafnað ásökunum leikmannasamtakanna og að deildin sé viljug til að funda með samtökunum og útskýra hvað þeim gengur til með því að færa umræddan leik til Bandaríkjanna. Xabi Alonso, þjálfari Real Madrid, hefur tjáð sig um málið en hann segist vera mótfallinn því að leika erlendis. „Við erum mótfallnir þessum leik og teljum að þetta muni skekkja samkeppnina í deildinni. Þetta hefur ekki verið einróma samþykkt né samráð haft við alla um að spila á hlutlausum leikvangi. Mótmælin eru jákvæð og skilaboðin sem þau senda eru það einnig. Við teljum að þetta gæti orðið alveg að veruleika með samráði en það hefur ekki verið hingað til.“ Leikmenn Barcelona og Villareal hafa ekki verið beðnir um að taka þátt í mótmælunum til að koma í veg fyrir mögulegan hagsmunaárekstur eða að mótmælin séu á einhvern hátt túlkuð þannig að þau beinist gegn liðunum sem eiga að spila leikin í Miami en mótmælin fóru engu að síður fram í leik Barcelona og Girona í dag. Girona kick off and then everyone stays still for 15 seconds, including Barcelona players, in protest of LaLiga taking Villarreal-Barça to Miami pic.twitter.com/I3shILbE5w— Samuel Marsden (@samuelmarsden) October 18, 2025 Mótmælt var á öllum leikjum umferðinnar í spænsku deildinni í dag sem og í leik Real Oviedo og Espanyol sem fram fór í gær en sjónvarpsáhorfendur eru mögulega algjörlega grunlausir um mótmælin þar mótmælin voru ekki sýnd í sjónvarpi. Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Fleiri fréttir Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
Tilefni mótmælanna er fyrirhugaður leikur Barcelona og Villarreal sem á að fara fram í Miami í Bandaríkjunum 20. desember næstkomandi. Leikmannasamtökin á Spáni skipulögðu mótmælin í samvinnu við fyrirliða allra liða í deildinni en þau saka deildina um skort á gegnsæi, samtali og samræmi. Deildin hefur brugðist við mótmælunum og hafnað ásökunum leikmannasamtakanna og að deildin sé viljug til að funda með samtökunum og útskýra hvað þeim gengur til með því að færa umræddan leik til Bandaríkjanna. Xabi Alonso, þjálfari Real Madrid, hefur tjáð sig um málið en hann segist vera mótfallinn því að leika erlendis. „Við erum mótfallnir þessum leik og teljum að þetta muni skekkja samkeppnina í deildinni. Þetta hefur ekki verið einróma samþykkt né samráð haft við alla um að spila á hlutlausum leikvangi. Mótmælin eru jákvæð og skilaboðin sem þau senda eru það einnig. Við teljum að þetta gæti orðið alveg að veruleika með samráði en það hefur ekki verið hingað til.“ Leikmenn Barcelona og Villareal hafa ekki verið beðnir um að taka þátt í mótmælunum til að koma í veg fyrir mögulegan hagsmunaárekstur eða að mótmælin séu á einhvern hátt túlkuð þannig að þau beinist gegn liðunum sem eiga að spila leikin í Miami en mótmælin fóru engu að síður fram í leik Barcelona og Girona í dag. Girona kick off and then everyone stays still for 15 seconds, including Barcelona players, in protest of LaLiga taking Villarreal-Barça to Miami pic.twitter.com/I3shILbE5w— Samuel Marsden (@samuelmarsden) October 18, 2025 Mótmælt var á öllum leikjum umferðinnar í spænsku deildinni í dag sem og í leik Real Oviedo og Espanyol sem fram fór í gær en sjónvarpsáhorfendur eru mögulega algjörlega grunlausir um mótmælin þar mótmælin voru ekki sýnd í sjónvarpi.
Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Fleiri fréttir Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira