Innlent

Byggja þarf 5.500 í­búðir á Suður­landi á næstu 10 árum

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Ingunn Jónsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga var fundarstjóri fundarins.
Ingunn Jónsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga var fundarstjóri fundarins. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Íbúum á Suðurlandi er alltaf að fjölga og fjölga enda er íbúðaverð á svæðinu mun lægra en á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt greiningu sérfræðings hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Reiknað er með fimm þúsund og fimm hundruð nýjum byggingu á næstu 10 árum á Suðurlandi.

Í vikunni var haldinn opinn fundur um þróun og framtíðarhorfur íbúðamarkaðar á Suðurlandi á veitingastaðnum Fröken Selfoss í nýja miðbænum en fundurinn var haldin á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga.

Jón Örn Gunnarsson sérfræðingur í teymi húsnæðisáætlana hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun var einn af frummælendum og ræddi meðal annars húsnæðisstöðuna á Suðurlandi.

„Já staðan á Suðurlandi er nokkuð góð á Suðurlandi. Það er verið að byggja í takti við íbúðaþörfina miðað við mannfjölgunina. Ég myndi segja miðað við aðstæður, krefjandi markaðsaðstæður þá er hún bara þokkaleg hérna á Suðurlandinu,” segir Jón Örn.

Jón Örn Gunnarsson, sérfræðingur í teymi húsnæðisáætlana hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sem var einn af frummælendum á fundinum á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Er mikið af byggingu í byggingu á svæðinu núna?

„Já sögulega er alveg mikið af byggingum í byggingu en það var meira í byggingu fyrir svona tveimur árum en það er eðlilegt að það fari aðeins niður núna þegar vextir eru svona háir. Það er bara vonandi að aðstæður fari að batni að við sjáum meira líf koma svo aftur.”

Mikil íbúafjölgun hefur verið í Árborg síðustu ár og ekkert lát virðist vera á þeirri fjölgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Jón Örn segir að fasteignaveð sé mun, mun lægra á Suðurlandi en á höfuðborgarsvæðinu og það skýrir að miklu leyti fólksfjölgun á svæðinu.

„Já það er gífurleg fólksfjölgun á Suðurlandi. Við höfum verið að sjá í öðrum landshlutum að þá eru mannfjöldaspár sveitarfélaganna ekki að standast, allavega ekki miðspár sveitarfélaganna, sem hefur verið meira nær lágspánni en á Suðurlandi er hún alveg í takti við áformin og þessi gífurlega fjölgun,” segir Jón Örn.

En þarf að byggja mikið á Suðurlandi á næstu árum?

„Já ef af áætlanir hjá sveitarfélögum ætla að ganga eftir þá þarf að byggja talsvert og þá bara að halda í þeim takti, sem hefur verið síðustu ár í uppbyggingu, passa að hann detti ekki niður. Þetta eru um 3.000 íbúðir á Suðurlandi, sem þarf að byggja og um 5.500 á næstu tíu árum,” segir Jón Örn að lokum.

Góður rómur var gerður af fundinum enda gagnlegar upplýsingar sem komu þar fram. Hér eru tveir af fundargestunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×