Tíska og hönnun

Sænskur og sjóð­heitur undir á­hrifum BDSM

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Sjóðheiti sænski folinn Alexander Skarsgard stal senunni á BFI London Film Festival í gær.
Sjóðheiti sænski folinn Alexander Skarsgard stal senunni á BFI London Film Festival í gær. Gareth Cattermole/Getty Images

„Mig langaði að vera kynþokkafullur,“ segir sænski folinn og leikarinn Alexander Skarsgård sem kom, sá og sigraði rauða dregilinn á kvikmyndahátíð í London í gær.  

Þessi stjarna fer með hlutverk í kvikmyndinni Pillion sem er væntanleg í kvikmyndahús í lok nóvember. 

Harry Melling leikur á móti honum samkynhneigðan lokaðann mann en Skarsgård leikur mótorhjólakappa. Eftir kynni kappanna hefst ástarsamband sem einkennist af BDSM. 

Skarsgård hefur notið þess að klæða sig upp í tengslum við hlutverk sitt og er stöðugt að kynna myndina. 

Leður, leggir, dildóskyrta og fleira hefur einkennt klæðaburðinn og má segja að hann hafi toppað sig í flottheitum í gærkvöldi. 

Stílistinn Harry Lambert sá um að setja klæðnaðinn saman en Skarsgård rokkaði franska tískumerkið Ludovic de Saint Sernin frá toppi til táar; hvíta skyrtu sem er alveg opin í bakið með krúttlegum kraga, mjótt leðurbelti, níðþröngar reimaðar leðurbuxur og gróf leðurstígvél frá skókónginum Jimmy Choo. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.