Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. október 2025 10:31 Samherjar Sennes Lammens fagna með honum eftir sigur Manchester United á Liverpool á Anfield. getty/Robbie Jay Barratt Sérfræðingar Sunndagsmessunnar hrósuðu Senne Lammens, nýjum markverði Manchester United, fyrir það hvernig hann hefur komið inn í lið Rauðu djöflana. Lammens þreytti frumraun sína með United í 2-0 sigri gegn Sunderland í síðasta leik fyrir landsleikjahlé og spilaði svo vel þegar United lagði Liverpool að velli, 1-2, í gær. Þetta var fyrsti sigur United á Anfield í níu ár. „Þetta eru tveir leikir. Hann var mjög flottur á móti Sunderland og hélt hreinu þar. Í þessum leik virkaði hann nokkuð öruggur og aftasta línan líka. Það er oft gott merki um hversu góður markvörður er,“ sagði Albert Brynjar Ingason í Messunni. Klippa: Messan - umræða um Lammens Ruben Amorim, knattspyrnustjóri United, henti Lammens ekki strax í byrjunarliðið eftir að belgíski markvörðurinn var keyptur frá Antwerp. „Miðað við fyrstu tvo leikina, hvort Amorim hafi verið að velja rétta augnablikið. Sunderland heima er fínn leikur. Ég skil alveg United-stuðningsmenn að hafa áhyggjur af því hvort hann væri ekki betri en [Altay] Bayindir en ég held að Amorim hafi bara verið að finna rétta augnablikið til að koma honum inn,“ sagði Albert. „Hann er með góða áru og virkilega öruggur í fyrirgjöfum og föstum leikatriðum. Þetta er eitthvað sem United-menn eru búnir að bíða eftir,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir um Lammens. Eftir sigurinn á Anfield í gær er United í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með þrettán stig, aðeins þremur stigum á eftir toppliði Arsenal. Næsti leikur United er gegn Brighton á Old Trafford á laugardaginn kemur. Innslagið úr Messunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Enski boltinn Messan Tengdar fréttir Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að réttast hefði verið að stöðva leikinn við Manchester United þegar Alexis Mac Allister meiddist á höfði, rétt áður en United skoraði fyrsta mark leiksins. 20. október 2025 08:32 Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Manchester United vann frækinn sigur á Liverpool í dag þegar liðið sótti Bítlaborgina heim. Þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. 19. október 2025 20:02 „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Liverpool tapaði sínum fjórða leik í röð í dag þegar liðið tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Arne Slot, stjóri liðsins, viðurkennir að gengi liðsins valdi honum áhyggjum. 19. október 2025 22:48 Dramatískur endurkomusigur United Manchester United vann frækinn 1-2 sigur á Liverpool nú rétt í þessu en þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn síðan elstu menn muna sem United nær að tengja saman tvo sigra í deildinni. 19. október 2025 15:01 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sjá meira
Lammens þreytti frumraun sína með United í 2-0 sigri gegn Sunderland í síðasta leik fyrir landsleikjahlé og spilaði svo vel þegar United lagði Liverpool að velli, 1-2, í gær. Þetta var fyrsti sigur United á Anfield í níu ár. „Þetta eru tveir leikir. Hann var mjög flottur á móti Sunderland og hélt hreinu þar. Í þessum leik virkaði hann nokkuð öruggur og aftasta línan líka. Það er oft gott merki um hversu góður markvörður er,“ sagði Albert Brynjar Ingason í Messunni. Klippa: Messan - umræða um Lammens Ruben Amorim, knattspyrnustjóri United, henti Lammens ekki strax í byrjunarliðið eftir að belgíski markvörðurinn var keyptur frá Antwerp. „Miðað við fyrstu tvo leikina, hvort Amorim hafi verið að velja rétta augnablikið. Sunderland heima er fínn leikur. Ég skil alveg United-stuðningsmenn að hafa áhyggjur af því hvort hann væri ekki betri en [Altay] Bayindir en ég held að Amorim hafi bara verið að finna rétta augnablikið til að koma honum inn,“ sagði Albert. „Hann er með góða áru og virkilega öruggur í fyrirgjöfum og föstum leikatriðum. Þetta er eitthvað sem United-menn eru búnir að bíða eftir,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir um Lammens. Eftir sigurinn á Anfield í gær er United í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með þrettán stig, aðeins þremur stigum á eftir toppliði Arsenal. Næsti leikur United er gegn Brighton á Old Trafford á laugardaginn kemur. Innslagið úr Messunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Enski boltinn Messan Tengdar fréttir Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að réttast hefði verið að stöðva leikinn við Manchester United þegar Alexis Mac Allister meiddist á höfði, rétt áður en United skoraði fyrsta mark leiksins. 20. október 2025 08:32 Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Manchester United vann frækinn sigur á Liverpool í dag þegar liðið sótti Bítlaborgina heim. Þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. 19. október 2025 20:02 „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Liverpool tapaði sínum fjórða leik í röð í dag þegar liðið tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Arne Slot, stjóri liðsins, viðurkennir að gengi liðsins valdi honum áhyggjum. 19. október 2025 22:48 Dramatískur endurkomusigur United Manchester United vann frækinn 1-2 sigur á Liverpool nú rétt í þessu en þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn síðan elstu menn muna sem United nær að tengja saman tvo sigra í deildinni. 19. október 2025 15:01 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sjá meira
Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að réttast hefði verið að stöðva leikinn við Manchester United þegar Alexis Mac Allister meiddist á höfði, rétt áður en United skoraði fyrsta mark leiksins. 20. október 2025 08:32
Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Manchester United vann frækinn sigur á Liverpool í dag þegar liðið sótti Bítlaborgina heim. Þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. 19. október 2025 20:02
„Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Liverpool tapaði sínum fjórða leik í röð í dag þegar liðið tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Arne Slot, stjóri liðsins, viðurkennir að gengi liðsins valdi honum áhyggjum. 19. október 2025 22:48
Dramatískur endurkomusigur United Manchester United vann frækinn 1-2 sigur á Liverpool nú rétt í þessu en þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn síðan elstu menn muna sem United nær að tengja saman tvo sigra í deildinni. 19. október 2025 15:01