Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Eiður Þór Árnason skrifar 20. október 2025 20:40 Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki kemba nú allir skilmála sína og íhuga breytingar. Vísir Arion banki, Landsbankinn og minnst þrír lífeyrissjóðir hafa takmarkað afgreiðslu nýrra íbúðalána í kjölfar dóms Hæstaréttar þar sem ákveðnir lánaskilmálar Íslandsbanka voru dæmdir ólögmætir. Arion banki og Landsbankinn bíða þess að Hæstiréttur dæmi í svipuðum málum höfðuð gegn þeim. Landsbankinn staðfestir að breytingar verði gerðar á lánaframboði bankans og vonast til að þær liggi fyrir síðar í þessari viku. Á sama tíma íhugar Kvika að auka fyrirsjáanleika þegar kemur að lánakjörum Auðar. Ekki hafa fengist svör frá Íslandsbanka um stöðu lánveitinga hjá bankanum. Kvika hóf síðasta vor að veita íbúðalán undir merkjum Auðar. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir þau halda áfram að afgreiða ný lán á meðan stjórnendur meta áhrif dómsins. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku.Aðsend Ólíkt skilmálum annarra banka miðist vextir á lánum Auðar með breytilegum vöxtum einungis við stýrivexti Seðlabankans sem Hæstiréttur sagði leyfilegt að byggja á í vaxtaákvörðunarskilmálum. Vaxtakjör Auðar byggi á gildandi stýrivöxtum að viðbættu föstu álagi. „Hins vegar er það þannig að álagið sem lánin bera ofan á stýrivextina eru bara föst til þriggja ára og ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að það geta náttúrulega komið alltaf einhverjar ákvarðanir sem við höfum ekki stjórn á, eins og frá Seðlabanka og stjórnvöldum varðandi bindiskyldu og bankaskatta sem geta haft mikil áhrif á hvað álagið ofan á stýrivexti sé eðlilegt. Þess vegna vorum við bara að binda okkur í þrjú ár en við erum aðeins að skoða núna hvort álagið liggi fyrir til lengri tíma í einhverri mynd.“ Ákveðið að breyta lánaframboði sínu Síðasta miðvikudag, daginn eftir að dómur Hæstaréttar var kveðinn upp, tilkynnti Landsbankinn að hlé yrði gert á móttöku nýrra umsókna um íbúðalán „fram yfir helgi“. Þetta væri gert í ljósi þess að stjórnendur töldu dóminn gefa tilefni til að fara yfir skilmála um breytilega vexti á nýjum íbúðalánum. Ólíkt hinum fjármálastofnununum nær hléið til allra íbúðalána. Landsbankinn segir orðalag sinna skilmála ólíkt þeim sem Hæstiréttur dæmdi ólögmæta en dómstóllinn á enn eftir að dæma í sambærilegu máli sem höfðað var gegn Landsbankanum. Landsbankinn tekur áfram við umsóknum um lán en veitir þau ekki eins og er.Vísir/Vilhelm Í svari til fréttastofu staðfestir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi bankans, að umsækjendur um ný lán þurfi að bíða eitthvað lengur. „Á meðan við erum að uppfæra skilmála veitum við ekki ný íbúðalán en við tökum engu að síður á móti umsóknum.“ Á sama tíma verði unnið að afgreiðslu þeirra lánsumsókna sem þegar voru í vinnslu hjá bankanum þegar dómurinn féll. Rúnar bætir við að ákveðið hafi verið að breyta lánaframboði bankans í kjölfar dómsins en aðrar fjármálastofnanir hafa ekki enn boðað slíkar breytingar. Vonast Landsbankinn til að geta kynnt uppfært framboð lána síðar í þessari viku. Lífeyrissjóðir reikna með óvissu í nokkurn tíma Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), Gildi lífeyrissjóður og Brú lífeyrissjóður hafa einnig gert hlé á afgreiðslu umsókna um lán með breytilegum vöxtum. Í tilkynningum frá Brú og Gildi er sagt ljóst að mat á áhrifum dóms Hæstaréttar muni taka nokkurn tíma. „Þar til niðurstaða liggur fyrir er starfsfólki sjóðsins ekki unnt að gefa skýr svör til lántaka um hvort þeir eigi mögulega rétt til endurreiknings á lánum,“ segir á vef Brúar. Telja stjórnendur sjóðsins einnig þörf á að endurskoða skilmála veðskuldabréfa sem notuð eru við lánveitingar. Veita ekki verðtryggð íbúðalán Arion banki gaf út fyrr í dag að engin verðtryggð íbúðalán yrðu veitt um óákveðinn tíma, óháð því hvort þau væru með fasta eða breytilega vexti. Þrátt fyrir að skilmálar Arion væru ólíkir þeim sem voru dæmdir ólögmætir eigi Hæstiréttur eftir að taka fyrir sambærilegt mál sem snúi að láni Arion banka með breytilegum verðtryggðum vöxtum. Landsréttur hafi dæmt bankanum í vil í febrúar en óvissa ríki um lögmæti vaxtabreytingarskilmála verðtryggðra lána á meðan beðið er niðurstöðu Hæstaréttar í málinu gegn Arion. Málið gegn Íslandsbanka varðar óljósa skilmála Áðurnefndar takmarkanir á lánveitingum tengjast allar dómi Hæstaréttar sem féllst í síðustu viku á kröfur neytenda að hluta í Vaxtamálinu svokallaða. Dómsmálið varðaði skilmála í skuldabréfi sem fól í sér heimild Íslandsbanka til að hækka vexti á óverðtryggðu láni. Allir sjö dómarar Hæstaréttar voru sammála um að skilmálar í lánasamningi Íslandsbanka um breytilega vexti hafi verið ólögmætir. Í málinu kröfðust lánþegar ógildingar á skilmálum um breytilega vexti óverðtryggðs húsnæðisláns. Samkvæmt þeim skyldu breytingar á vöxtum „meðal annars taka mið af breytingum á fjármögnunarkostnaði (lánskjörum) bankans, rekstrarkostnaði, opinberum álögum og/eða öðrum ófyrirséðum kostnaði, stýrivöxtum Seðlabanka Íslands, breytingum á vísitölu neysluverðs o.s.frv.“ Hæstiréttur taldi að Íslandsbanka hafi verið heimilt að miða vaxtakjör við stýrivexti Seðlabankans en ekki vísitölu neysluverðs þar sem óljóst væri hvert vægi vísitölunnar væri þegar kom að vaxtaákvörðunum Íslandsbanka. Jafnframt taldi Hæstiréttur að aðrir þættir skilmálans uppfylltu ekki skilyrði laga enda vísuðu þeir til þátta sem neytandi gæti ekki sannreynt og veittu Íslandsbanka þannig opna og ófyrirsjáanlega heimild til vaxtabreytinga. Skilmálinn raskaði því til muna jafnvægi milli réttinda og skyldna aðila samningsins neytendunum í óhag og teldist ósanngjarn í skilningi samningalaga. Þrátt fyrir þetta var Íslandsbanki sýknaður af fjárkröfu lánþeganna með vísan til þess að vextir á láni þeirra hafi hækkað minna en stýrivextir Seðlabankans á því tímabili sem ágreiningur málsins tók til. Hafi takmörkuð áhrif á rekstur Íslandsbanka Í tilkynningu Íslandsbanka til Kauphallar þann 15. október sagði að samkvæmt frummati bankans á fjárhagslegum áhrifum dóms Hæstaréttar væri gert ráð fyrir að þau yrðu innan við einn milljarður króna fyrir skatta. Að öðru leyti hefur bankinn gefið út að hann muni „kynna sér vandlega forsendur niðurstöðu Hæstaréttar og bregðast við með viðeigandi hætti eins fljótt og auðið er.“ Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, sagði í samtali við fréttastofu á miðvikudag að bankinn ætli að hafa frumkvæði að því að endurgreiða viðskiptavinum sem hafi greitt of mikið af fasteignalánum sínum samkvæmt dómi Hæstaréttar. Taldi hann ólíklegt að um væri að ræða stóran hóp viðskiptavina. Íslandsbanki Landsbankinn Arion banki Lífeyrissjóðir Dómsmál Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu segir of snemmt að segja til um hvaða áhrif nýuppkveðinn dómur í vaxtamálinu muni hafa fyrir fjármálakerfið. Hún segir nágrannalönd fylgjast grannt með málinu og banka á Norðurlöndum skoði hvort þeir þurfi að uppfæra skilmála í lánasamningum sínum í takt við regluverk. 15. október 2025 20:18 Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Arion banki hefur gert hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli gegn Íslandsbanka þar sem skilmálar óverðtryggðs láns voru að hluta dæmdir ólögmætir. 20. október 2025 15:12 Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu hefur fordæmisgildi í sambærilegum málum gegn Arion banka og Landsbankanum að mati lögmanns Neytendasamtakanna. Þá geti dómurinn haft áhrif á fasteignalán lífeyrissjóða, bílalán og önnur neytendalán á svipuðum kjörum. 15. október 2025 19:13 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Landsbankinn staðfestir að breytingar verði gerðar á lánaframboði bankans og vonast til að þær liggi fyrir síðar í þessari viku. Á sama tíma íhugar Kvika að auka fyrirsjáanleika þegar kemur að lánakjörum Auðar. Ekki hafa fengist svör frá Íslandsbanka um stöðu lánveitinga hjá bankanum. Kvika hóf síðasta vor að veita íbúðalán undir merkjum Auðar. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir þau halda áfram að afgreiða ný lán á meðan stjórnendur meta áhrif dómsins. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku.Aðsend Ólíkt skilmálum annarra banka miðist vextir á lánum Auðar með breytilegum vöxtum einungis við stýrivexti Seðlabankans sem Hæstiréttur sagði leyfilegt að byggja á í vaxtaákvörðunarskilmálum. Vaxtakjör Auðar byggi á gildandi stýrivöxtum að viðbættu föstu álagi. „Hins vegar er það þannig að álagið sem lánin bera ofan á stýrivextina eru bara föst til þriggja ára og ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að það geta náttúrulega komið alltaf einhverjar ákvarðanir sem við höfum ekki stjórn á, eins og frá Seðlabanka og stjórnvöldum varðandi bindiskyldu og bankaskatta sem geta haft mikil áhrif á hvað álagið ofan á stýrivexti sé eðlilegt. Þess vegna vorum við bara að binda okkur í þrjú ár en við erum aðeins að skoða núna hvort álagið liggi fyrir til lengri tíma í einhverri mynd.“ Ákveðið að breyta lánaframboði sínu Síðasta miðvikudag, daginn eftir að dómur Hæstaréttar var kveðinn upp, tilkynnti Landsbankinn að hlé yrði gert á móttöku nýrra umsókna um íbúðalán „fram yfir helgi“. Þetta væri gert í ljósi þess að stjórnendur töldu dóminn gefa tilefni til að fara yfir skilmála um breytilega vexti á nýjum íbúðalánum. Ólíkt hinum fjármálastofnununum nær hléið til allra íbúðalána. Landsbankinn segir orðalag sinna skilmála ólíkt þeim sem Hæstiréttur dæmdi ólögmæta en dómstóllinn á enn eftir að dæma í sambærilegu máli sem höfðað var gegn Landsbankanum. Landsbankinn tekur áfram við umsóknum um lán en veitir þau ekki eins og er.Vísir/Vilhelm Í svari til fréttastofu staðfestir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi bankans, að umsækjendur um ný lán þurfi að bíða eitthvað lengur. „Á meðan við erum að uppfæra skilmála veitum við ekki ný íbúðalán en við tökum engu að síður á móti umsóknum.“ Á sama tíma verði unnið að afgreiðslu þeirra lánsumsókna sem þegar voru í vinnslu hjá bankanum þegar dómurinn féll. Rúnar bætir við að ákveðið hafi verið að breyta lánaframboði bankans í kjölfar dómsins en aðrar fjármálastofnanir hafa ekki enn boðað slíkar breytingar. Vonast Landsbankinn til að geta kynnt uppfært framboð lána síðar í þessari viku. Lífeyrissjóðir reikna með óvissu í nokkurn tíma Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), Gildi lífeyrissjóður og Brú lífeyrissjóður hafa einnig gert hlé á afgreiðslu umsókna um lán með breytilegum vöxtum. Í tilkynningum frá Brú og Gildi er sagt ljóst að mat á áhrifum dóms Hæstaréttar muni taka nokkurn tíma. „Þar til niðurstaða liggur fyrir er starfsfólki sjóðsins ekki unnt að gefa skýr svör til lántaka um hvort þeir eigi mögulega rétt til endurreiknings á lánum,“ segir á vef Brúar. Telja stjórnendur sjóðsins einnig þörf á að endurskoða skilmála veðskuldabréfa sem notuð eru við lánveitingar. Veita ekki verðtryggð íbúðalán Arion banki gaf út fyrr í dag að engin verðtryggð íbúðalán yrðu veitt um óákveðinn tíma, óháð því hvort þau væru með fasta eða breytilega vexti. Þrátt fyrir að skilmálar Arion væru ólíkir þeim sem voru dæmdir ólögmætir eigi Hæstiréttur eftir að taka fyrir sambærilegt mál sem snúi að láni Arion banka með breytilegum verðtryggðum vöxtum. Landsréttur hafi dæmt bankanum í vil í febrúar en óvissa ríki um lögmæti vaxtabreytingarskilmála verðtryggðra lána á meðan beðið er niðurstöðu Hæstaréttar í málinu gegn Arion. Málið gegn Íslandsbanka varðar óljósa skilmála Áðurnefndar takmarkanir á lánveitingum tengjast allar dómi Hæstaréttar sem féllst í síðustu viku á kröfur neytenda að hluta í Vaxtamálinu svokallaða. Dómsmálið varðaði skilmála í skuldabréfi sem fól í sér heimild Íslandsbanka til að hækka vexti á óverðtryggðu láni. Allir sjö dómarar Hæstaréttar voru sammála um að skilmálar í lánasamningi Íslandsbanka um breytilega vexti hafi verið ólögmætir. Í málinu kröfðust lánþegar ógildingar á skilmálum um breytilega vexti óverðtryggðs húsnæðisláns. Samkvæmt þeim skyldu breytingar á vöxtum „meðal annars taka mið af breytingum á fjármögnunarkostnaði (lánskjörum) bankans, rekstrarkostnaði, opinberum álögum og/eða öðrum ófyrirséðum kostnaði, stýrivöxtum Seðlabanka Íslands, breytingum á vísitölu neysluverðs o.s.frv.“ Hæstiréttur taldi að Íslandsbanka hafi verið heimilt að miða vaxtakjör við stýrivexti Seðlabankans en ekki vísitölu neysluverðs þar sem óljóst væri hvert vægi vísitölunnar væri þegar kom að vaxtaákvörðunum Íslandsbanka. Jafnframt taldi Hæstiréttur að aðrir þættir skilmálans uppfylltu ekki skilyrði laga enda vísuðu þeir til þátta sem neytandi gæti ekki sannreynt og veittu Íslandsbanka þannig opna og ófyrirsjáanlega heimild til vaxtabreytinga. Skilmálinn raskaði því til muna jafnvægi milli réttinda og skyldna aðila samningsins neytendunum í óhag og teldist ósanngjarn í skilningi samningalaga. Þrátt fyrir þetta var Íslandsbanki sýknaður af fjárkröfu lánþeganna með vísan til þess að vextir á láni þeirra hafi hækkað minna en stýrivextir Seðlabankans á því tímabili sem ágreiningur málsins tók til. Hafi takmörkuð áhrif á rekstur Íslandsbanka Í tilkynningu Íslandsbanka til Kauphallar þann 15. október sagði að samkvæmt frummati bankans á fjárhagslegum áhrifum dóms Hæstaréttar væri gert ráð fyrir að þau yrðu innan við einn milljarður króna fyrir skatta. Að öðru leyti hefur bankinn gefið út að hann muni „kynna sér vandlega forsendur niðurstöðu Hæstaréttar og bregðast við með viðeigandi hætti eins fljótt og auðið er.“ Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, sagði í samtali við fréttastofu á miðvikudag að bankinn ætli að hafa frumkvæði að því að endurgreiða viðskiptavinum sem hafi greitt of mikið af fasteignalánum sínum samkvæmt dómi Hæstaréttar. Taldi hann ólíklegt að um væri að ræða stóran hóp viðskiptavina.
Íslandsbanki Landsbankinn Arion banki Lífeyrissjóðir Dómsmál Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu segir of snemmt að segja til um hvaða áhrif nýuppkveðinn dómur í vaxtamálinu muni hafa fyrir fjármálakerfið. Hún segir nágrannalönd fylgjast grannt með málinu og banka á Norðurlöndum skoði hvort þeir þurfi að uppfæra skilmála í lánasamningum sínum í takt við regluverk. 15. október 2025 20:18 Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Arion banki hefur gert hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli gegn Íslandsbanka þar sem skilmálar óverðtryggðs láns voru að hluta dæmdir ólögmætir. 20. október 2025 15:12 Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu hefur fordæmisgildi í sambærilegum málum gegn Arion banka og Landsbankanum að mati lögmanns Neytendasamtakanna. Þá geti dómurinn haft áhrif á fasteignalán lífeyrissjóða, bílalán og önnur neytendalán á svipuðum kjörum. 15. október 2025 19:13 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu segir of snemmt að segja til um hvaða áhrif nýuppkveðinn dómur í vaxtamálinu muni hafa fyrir fjármálakerfið. Hún segir nágrannalönd fylgjast grannt með málinu og banka á Norðurlöndum skoði hvort þeir þurfi að uppfæra skilmála í lánasamningum sínum í takt við regluverk. 15. október 2025 20:18
Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Arion banki hefur gert hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli gegn Íslandsbanka þar sem skilmálar óverðtryggðs láns voru að hluta dæmdir ólögmætir. 20. október 2025 15:12
Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu hefur fordæmisgildi í sambærilegum málum gegn Arion banka og Landsbankanum að mati lögmanns Neytendasamtakanna. Þá geti dómurinn haft áhrif á fasteignalán lífeyrissjóða, bílalán og önnur neytendalán á svipuðum kjörum. 15. október 2025 19:13