Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar 22. október 2025 07:01 Fyrir helgi fór Arctic circle ráðstefnan fram í Reykjavík. Þar kom ýmislegt áhugavert fram en það sem heltók mig voru nýjustu niðurstöður varðandi veltihringrásina. Það eru blikur á lofti yfir Norður-Atlantshafi. Nýjustu rannsóknir sýna að Golfstraumurinn (veltihringrásin eða AMOC), eitt af hafstraumakerfum jarðar sé í hættu. Það er þessu kerfi að þakka að Ísland er byggilegt því það flytur hlýjan sjó norður á bóginn og kaldan suður. Ef þetta kerfi stöðvast mun kólna allverulega á Íslandi. Þróunin í rannsóknum hefur verið hröð undanfarið en nú eru töluvert hærri líkur en áður voru taldar að þetta verði að veruleika. Ef við drögum verulega úr losun eru nú taldar 25% líkur á að kerfið stöðvist en ef losun heldur áfram að aukast eru 70% líkur á því. Ef við pælum aðeins í þessum líkum, þá eru þær svakalegar. Flest tryggingarfélög myndu líklega ekki tryggja mig ef 25% líkur væru á því að ég myndi lenda í lífshættulegu slysi. Ekki fjarlæg ógn Helstu vísindamenn heims í loftslagsmálum vara nú eindregið við þessari hættu og því er augljóslega þörf á hraðari minnkun útblásturs koltvísýrings í andrúmsloftið. Hrun þessa kerfis mun hafa alvarleg áhrif á loftslag og líffræðilegan fjölbreytileika á Íslandi og á Norðurslóðum og í raun víðar. Ískaldir vetur á Norðurslóðum auk hækkaðs sjávarborðs og breytinga í regnskógum eru dæmi um þau áhrif sem við munum sjá. Og það er málið, við munum mögulega lifa til að sjá þessar breytingar, ef ekki þá að minnsta kosti börnin okkar. Nú þegar hefur hamfarahlýnunin haft mælanleg áhrif en straumurinn hefur ekki verið minni í 1600 ár. Misheppnaður Parísarsamningur Frá því að skrifað var undir Parísarsamninginn 2015 hefur Ísland, þvert á markmið samningsins, aukið útblástur gróðurhúsalofttegunda. Við erum langt á eftir þessum markmiðum og nýlega voru sett ný, raunhæfari markmið. Þetta þurfti að gera því stjórnvöld höfðu ekki fylgt eftir þeim metnaðarfullu markmiðum sem þau höfðu sett sér. Mörg lönd hafa reyndar ekki staðið sig, sum eru talin hafa skilað of metnaðarlitlum markmiðum og nýlega drógu Bandaríkin sig út úr samningnum. Staðreyndirnar tala sínu máli. Síðustu tíu ár hafa verið þau heitustu frá því að mælingar hófust. Síðustu átta ár hafa verið slegin met árlega í sjávarhita. Aldrei hefur verið minni ís á Norðurskautinu. Aldrei hefur verið minni ís á Suðurskautinu. Aukning fellibylja hefur haft gríðarleg áhrif. Nú þarf að setja loftlagsmálin aftur á oddinn. Ísland þarf að standa fyrir sameiginlegu átaki þjóða á norðurslóðum og draga verulega úr losun á næstu árum með raunverulegum aðgerðum. Einhvern veginn er eins og í öllum hörmungunum sem eiga sér stað í heiminum í dag, þá hafi fólk alveg gleymt umhverfinu. Það væri skynsamlegt að endurvekja loftslagskvíðann. Hann er líklega einn af fáum kvíðum sem væri rökrétt að þjást af í dag. Höfundur er starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Fyrir helgi fór Arctic circle ráðstefnan fram í Reykjavík. Þar kom ýmislegt áhugavert fram en það sem heltók mig voru nýjustu niðurstöður varðandi veltihringrásina. Það eru blikur á lofti yfir Norður-Atlantshafi. Nýjustu rannsóknir sýna að Golfstraumurinn (veltihringrásin eða AMOC), eitt af hafstraumakerfum jarðar sé í hættu. Það er þessu kerfi að þakka að Ísland er byggilegt því það flytur hlýjan sjó norður á bóginn og kaldan suður. Ef þetta kerfi stöðvast mun kólna allverulega á Íslandi. Þróunin í rannsóknum hefur verið hröð undanfarið en nú eru töluvert hærri líkur en áður voru taldar að þetta verði að veruleika. Ef við drögum verulega úr losun eru nú taldar 25% líkur á að kerfið stöðvist en ef losun heldur áfram að aukast eru 70% líkur á því. Ef við pælum aðeins í þessum líkum, þá eru þær svakalegar. Flest tryggingarfélög myndu líklega ekki tryggja mig ef 25% líkur væru á því að ég myndi lenda í lífshættulegu slysi. Ekki fjarlæg ógn Helstu vísindamenn heims í loftslagsmálum vara nú eindregið við þessari hættu og því er augljóslega þörf á hraðari minnkun útblásturs koltvísýrings í andrúmsloftið. Hrun þessa kerfis mun hafa alvarleg áhrif á loftslag og líffræðilegan fjölbreytileika á Íslandi og á Norðurslóðum og í raun víðar. Ískaldir vetur á Norðurslóðum auk hækkaðs sjávarborðs og breytinga í regnskógum eru dæmi um þau áhrif sem við munum sjá. Og það er málið, við munum mögulega lifa til að sjá þessar breytingar, ef ekki þá að minnsta kosti börnin okkar. Nú þegar hefur hamfarahlýnunin haft mælanleg áhrif en straumurinn hefur ekki verið minni í 1600 ár. Misheppnaður Parísarsamningur Frá því að skrifað var undir Parísarsamninginn 2015 hefur Ísland, þvert á markmið samningsins, aukið útblástur gróðurhúsalofttegunda. Við erum langt á eftir þessum markmiðum og nýlega voru sett ný, raunhæfari markmið. Þetta þurfti að gera því stjórnvöld höfðu ekki fylgt eftir þeim metnaðarfullu markmiðum sem þau höfðu sett sér. Mörg lönd hafa reyndar ekki staðið sig, sum eru talin hafa skilað of metnaðarlitlum markmiðum og nýlega drógu Bandaríkin sig út úr samningnum. Staðreyndirnar tala sínu máli. Síðustu tíu ár hafa verið þau heitustu frá því að mælingar hófust. Síðustu átta ár hafa verið slegin met árlega í sjávarhita. Aldrei hefur verið minni ís á Norðurskautinu. Aldrei hefur verið minni ís á Suðurskautinu. Aukning fellibylja hefur haft gríðarleg áhrif. Nú þarf að setja loftlagsmálin aftur á oddinn. Ísland þarf að standa fyrir sameiginlegu átaki þjóða á norðurslóðum og draga verulega úr losun á næstu árum með raunverulegum aðgerðum. Einhvern veginn er eins og í öllum hörmungunum sem eiga sér stað í heiminum í dag, þá hafi fólk alveg gleymt umhverfinu. Það væri skynsamlegt að endurvekja loftslagskvíðann. Hann er líklega einn af fáum kvíðum sem væri rökrétt að þjást af í dag. Höfundur er starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun