Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. október 2025 14:32 Jens Garðar var ekki ánægður með ákvörðun Höllu um að vitna til Maós í ræðu sinni á jafnréttisráðstefnu í Peking. Framkoma Höllu á ráðstefnunni var hluti af nokkurra daga opinberri heimsókn til Kína, í boði Xi Jinping, forseta landsins. Jens Garðar Helgason, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi orð Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í ræðustól Alþingis í dag. Ummælin sem Jens Garðar var ósáttur við féllu í opinberri heimsókn forseta til Kína, þar sem Halla vitnaði í Maó Zedong. Hann sagði embætti forseta mögulega þurfa leiðbeiningar frá Stjórnarráðinu vegna málsins. Jens Garðar kvaddi sér hljóðs undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Þar rifjaði hann upp að Halla hefði verið í opinberri heimsókn til Kína á dögunum, en hún var þar í boði Xi Jinping, forseta landsins, dagana 12. til 17. október. Einræðisríki undir stjórn kommúnista „Landið er einræðisríki og undir stjórn þarlends kommúnistaflokks. Einhver hefði nú spurt sig hvort ekki hefði verið meira tilefni fyrir forseta Íslands, með heimild ríkisstjórnarinnar, að heimsækja frekar einhvert af fjölmörgum lýðræðisríkjum heimsins, og styrkja samstöðu og samstarf milli þeirra. Ekki er vanþörf á í þeim skautunarheimi sem við búum í í dag,“ sagði Jens Garðar. Hann sagði steininn hins vegar hafa tekið úr þegar Halla vitnaði í ræðu sinni á kvennaráðstefninu í Peking til Maós Zedong, formanns kínverska kommúnistaflokksins frá 1943 til 1976. Í ræðu sinni sagði Halla: „Maó Zedong sagði eitt sinn: „Konur halda uppi helmingi himinsins.“ Nú um stundir verðum við að ganga skrefinu lengra og bæta við: Í heimi þar sem ójafnvægi ríkir hafa konur styrk til að lækna, visku til að vísa veginn og hugrekki til að ýta undir þær breytingar sem eru aðkallandi.“ Mögulega heppilegra að vitna til annarra „Maó af öllum einræðisherrum veraldarsögunnar, er líklega afkastamestur þeirra allra. Talið er að 60 til 65 milljónir manna hafi dáið undir hans harðstjórn, manngerðum hungursneyðum og pólitískum ofsóknum. Ég hefði haldið að forseti Íslands, kyndilberi frelsis, mannréttinda og lýðræðis, gæti vitnað í aðra en einræðisherra eins og Maó,“ sagði Jens Garðar. Hann sagðist jafnframt vona að um einangrað dæmi væri að ræða, en mögulega væri ástæða til þess að Stjórnarráðið færi yfir það með embætti forseta að betur færi á því að vitnað yrði til annarra en helstu einræðisherra mannkynssögunnar á opinberum vettvangi. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Kína Tengdar fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Sérfræðingur í kínverskum stjórnmálum segir ekki óeðlilegt að forseti Íslands hafi boðið forseta Kína í heimsókn á fundi þeirra í Peking í vikunni. Eðlilegt sé að boðið veki spurningar en slík heimsókn þurfi ekki að vera pólitísk. 16. október 2025 14:10 Halla og Þorbjörg á leið til Kína Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, verður í opinberri heimsókn í Kína dagana 12. til 17. október í boði Xi Jingping forseta Kína. Í för með henni verður Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, en markmið ferðarinnar er að staðfesta góð tvíhliða samskipti ríkjanna tveggja, ræða áframhaldandi viðskipti og samskipti þjóðanna, og samstarf á sviði jarðvarma, jafnréttismála og sjálfbærrar þróunnar. 11. október 2025 08:04 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Jens Garðar kvaddi sér hljóðs undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Þar rifjaði hann upp að Halla hefði verið í opinberri heimsókn til Kína á dögunum, en hún var þar í boði Xi Jinping, forseta landsins, dagana 12. til 17. október. Einræðisríki undir stjórn kommúnista „Landið er einræðisríki og undir stjórn þarlends kommúnistaflokks. Einhver hefði nú spurt sig hvort ekki hefði verið meira tilefni fyrir forseta Íslands, með heimild ríkisstjórnarinnar, að heimsækja frekar einhvert af fjölmörgum lýðræðisríkjum heimsins, og styrkja samstöðu og samstarf milli þeirra. Ekki er vanþörf á í þeim skautunarheimi sem við búum í í dag,“ sagði Jens Garðar. Hann sagði steininn hins vegar hafa tekið úr þegar Halla vitnaði í ræðu sinni á kvennaráðstefninu í Peking til Maós Zedong, formanns kínverska kommúnistaflokksins frá 1943 til 1976. Í ræðu sinni sagði Halla: „Maó Zedong sagði eitt sinn: „Konur halda uppi helmingi himinsins.“ Nú um stundir verðum við að ganga skrefinu lengra og bæta við: Í heimi þar sem ójafnvægi ríkir hafa konur styrk til að lækna, visku til að vísa veginn og hugrekki til að ýta undir þær breytingar sem eru aðkallandi.“ Mögulega heppilegra að vitna til annarra „Maó af öllum einræðisherrum veraldarsögunnar, er líklega afkastamestur þeirra allra. Talið er að 60 til 65 milljónir manna hafi dáið undir hans harðstjórn, manngerðum hungursneyðum og pólitískum ofsóknum. Ég hefði haldið að forseti Íslands, kyndilberi frelsis, mannréttinda og lýðræðis, gæti vitnað í aðra en einræðisherra eins og Maó,“ sagði Jens Garðar. Hann sagðist jafnframt vona að um einangrað dæmi væri að ræða, en mögulega væri ástæða til þess að Stjórnarráðið færi yfir það með embætti forseta að betur færi á því að vitnað yrði til annarra en helstu einræðisherra mannkynssögunnar á opinberum vettvangi.
Í ræðu sinni sagði Halla: „Maó Zedong sagði eitt sinn: „Konur halda uppi helmingi himinsins.“ Nú um stundir verðum við að ganga skrefinu lengra og bæta við: Í heimi þar sem ójafnvægi ríkir hafa konur styrk til að lækna, visku til að vísa veginn og hugrekki til að ýta undir þær breytingar sem eru aðkallandi.“
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Kína Tengdar fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Sérfræðingur í kínverskum stjórnmálum segir ekki óeðlilegt að forseti Íslands hafi boðið forseta Kína í heimsókn á fundi þeirra í Peking í vikunni. Eðlilegt sé að boðið veki spurningar en slík heimsókn þurfi ekki að vera pólitísk. 16. október 2025 14:10 Halla og Þorbjörg á leið til Kína Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, verður í opinberri heimsókn í Kína dagana 12. til 17. október í boði Xi Jingping forseta Kína. Í för með henni verður Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, en markmið ferðarinnar er að staðfesta góð tvíhliða samskipti ríkjanna tveggja, ræða áframhaldandi viðskipti og samskipti þjóðanna, og samstarf á sviði jarðvarma, jafnréttismála og sjálfbærrar þróunnar. 11. október 2025 08:04 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Sérfræðingur í kínverskum stjórnmálum segir ekki óeðlilegt að forseti Íslands hafi boðið forseta Kína í heimsókn á fundi þeirra í Peking í vikunni. Eðlilegt sé að boðið veki spurningar en slík heimsókn þurfi ekki að vera pólitísk. 16. október 2025 14:10
Halla og Þorbjörg á leið til Kína Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, verður í opinberri heimsókn í Kína dagana 12. til 17. október í boði Xi Jingping forseta Kína. Í för með henni verður Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, en markmið ferðarinnar er að staðfesta góð tvíhliða samskipti ríkjanna tveggja, ræða áframhaldandi viðskipti og samskipti þjóðanna, og samstarf á sviði jarðvarma, jafnréttismála og sjálfbærrar þróunnar. 11. október 2025 08:04