Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 21. október 2025 16:02 Viðreisn í Reykjavík leggur í dag fram tillögu í borgarstjórn sem miðar að því að bæta þjónustu við alla íbúa höfuðborgarsvæðisins, án þess að það hafi í för með sér aukinn kostnað fyrir sveitarfélögin. Tillagan er einföld í framkvæmd, en gæti haft veruleg áhrif á daglegt líf mörg þúsund íbúa. Hún felur í sér að allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu geti notað sundkortin sín, árskort eða aðgangskort í hvaða sundlaug sem er, óháð sveitarfélagsmörkum. Með öðrum orðum: Sameiginlegt sundkort fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Ef tillagan verður samþykkt í borgarstjórn er næsta skref að hefja formlegt samtal við nágrannasveitarfélögin á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), með það að markmiði að koma á slíku sameiginlegu korti. Þetta er hvorki flókin né dýr tillaga, heldur málefnaleg leið til að auka gæði þjónustu, samnýta innviði og auðvelda fólki að nýta þá fjölbreyttu sundmenningu sem svæðið býður upp á. Sundmenningin sameinar svæðið Höfuðborgarsvæðið er í raun eitt atvinnu- og íbúasvæði. Fólk býr í einu sveitarfélagi, vinnur í öðru og nýtir þjónustu í því þriðja. Það á jafnt við um sundlaugar eins og aðra þjónustu. Margir velja laug eftir aðstæðum, stemningu eða aðstöðu fyrir börn, stundum í Mosfellsbæ, Kópavogi eða Reykjavík. Í dag gilda sundkortin aðeins innan marka þess sveitarfélags sem þau eru keypt í. Það er hvorki í takt við nútímann né raunverulegt líf fólksins sem býr á svæðinu. Það er mikilvægt að undirstrika að tillaga Viðreisnar felur ekki í sér sameiningu sundlauga. Hér er ekki verið að breyta stjórn eða ábyrgð þeirra, aðeins að samræma aðgengi og bæta þjónustu við íbúana. Þetta er þjónustuleg nýbreytni, ekki stjórnsýsluleg breyting. Við vinnum nú þegar saman – af hverju ekki í sundi? Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa í áratugi átt í öflugu samstarfi á mörgum sviðum. Við erum saman með Strætó, Sorpu og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Við vinnum saman að almannavörnum, velferðarmálum, ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk og skólum fyrir börn með sérþarfir. Við höfum búið til kerfi þar sem þjónusta fer þvert á sveitarfélagamörk og kostnaður er einfaldlega reiknaður út og deilt milli aðila. Þetta er löngu þekkt og vel útfært. Að innleiða sameiginlegt sundkort væri því ekki bylting, aðeins rökrétt framhald af því samstarfi sem þegar er í gangi. Tæknileg atriði sem áður þóttu hindrun eru í dag auðleyst, og greiðslukerfi sveitarfélaganna geta auðveldlega sinnt uppgjöri milli aðila. Fimm ár liðin – tími til að taka skrefið Viðreisn lagði þegar árið 2020 fram sambærilega tillögu á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þá var lagt til að svokallað höfuðborgarkort yrði tekið upp, kort sem gilda myndi sameiginlega í sundlaugar, bókasöfn og menningarhús. Tillögunni var vísað til stjórnar SSH. Þá var því haldið fram að verkefnið væri tæknilega flókið. En nú, fimm árum síðar, hefur tækninni fleygt fram. Það sem var einu sinni flókið er í dag sjálfsagt og einfalt. Þess vegna er tími til kominn að stíga þetta næsta skref. Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið er einföld, góð og gagnleg hugmynd til hagsbóta fyrir íbúa, án aukins kostnaðar en felur í sér aukin gæði. Sundið sameinar okkur – það ætti kortið okkar líka að gera. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Sundlaugar og baðlón Reykjavík Viðreisn Borgarstjórn Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Viðreisn í Reykjavík leggur í dag fram tillögu í borgarstjórn sem miðar að því að bæta þjónustu við alla íbúa höfuðborgarsvæðisins, án þess að það hafi í för með sér aukinn kostnað fyrir sveitarfélögin. Tillagan er einföld í framkvæmd, en gæti haft veruleg áhrif á daglegt líf mörg þúsund íbúa. Hún felur í sér að allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu geti notað sundkortin sín, árskort eða aðgangskort í hvaða sundlaug sem er, óháð sveitarfélagsmörkum. Með öðrum orðum: Sameiginlegt sundkort fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Ef tillagan verður samþykkt í borgarstjórn er næsta skref að hefja formlegt samtal við nágrannasveitarfélögin á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), með það að markmiði að koma á slíku sameiginlegu korti. Þetta er hvorki flókin né dýr tillaga, heldur málefnaleg leið til að auka gæði þjónustu, samnýta innviði og auðvelda fólki að nýta þá fjölbreyttu sundmenningu sem svæðið býður upp á. Sundmenningin sameinar svæðið Höfuðborgarsvæðið er í raun eitt atvinnu- og íbúasvæði. Fólk býr í einu sveitarfélagi, vinnur í öðru og nýtir þjónustu í því þriðja. Það á jafnt við um sundlaugar eins og aðra þjónustu. Margir velja laug eftir aðstæðum, stemningu eða aðstöðu fyrir börn, stundum í Mosfellsbæ, Kópavogi eða Reykjavík. Í dag gilda sundkortin aðeins innan marka þess sveitarfélags sem þau eru keypt í. Það er hvorki í takt við nútímann né raunverulegt líf fólksins sem býr á svæðinu. Það er mikilvægt að undirstrika að tillaga Viðreisnar felur ekki í sér sameiningu sundlauga. Hér er ekki verið að breyta stjórn eða ábyrgð þeirra, aðeins að samræma aðgengi og bæta þjónustu við íbúana. Þetta er þjónustuleg nýbreytni, ekki stjórnsýsluleg breyting. Við vinnum nú þegar saman – af hverju ekki í sundi? Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa í áratugi átt í öflugu samstarfi á mörgum sviðum. Við erum saman með Strætó, Sorpu og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Við vinnum saman að almannavörnum, velferðarmálum, ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk og skólum fyrir börn með sérþarfir. Við höfum búið til kerfi þar sem þjónusta fer þvert á sveitarfélagamörk og kostnaður er einfaldlega reiknaður út og deilt milli aðila. Þetta er löngu þekkt og vel útfært. Að innleiða sameiginlegt sundkort væri því ekki bylting, aðeins rökrétt framhald af því samstarfi sem þegar er í gangi. Tæknileg atriði sem áður þóttu hindrun eru í dag auðleyst, og greiðslukerfi sveitarfélaganna geta auðveldlega sinnt uppgjöri milli aðila. Fimm ár liðin – tími til að taka skrefið Viðreisn lagði þegar árið 2020 fram sambærilega tillögu á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þá var lagt til að svokallað höfuðborgarkort yrði tekið upp, kort sem gilda myndi sameiginlega í sundlaugar, bókasöfn og menningarhús. Tillögunni var vísað til stjórnar SSH. Þá var því haldið fram að verkefnið væri tæknilega flókið. En nú, fimm árum síðar, hefur tækninni fleygt fram. Það sem var einu sinni flókið er í dag sjálfsagt og einfalt. Þess vegna er tími til kominn að stíga þetta næsta skref. Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið er einföld, góð og gagnleg hugmynd til hagsbóta fyrir íbúa, án aukins kostnaðar en felur í sér aukin gæði. Sundið sameinar okkur – það ætti kortið okkar líka að gera. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun