Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. október 2025 16:29 Tölvugerð mynd af því hvernig hjúkrunarheimilið átti að líta út eftir framkvæmdir. BASALt Arkitekrar Framkvæmdasýslan - ríkiseignir, rifti síðastliðinn föstudag verksamningi við verktakafyrirtækið Húsheild ehf. um byggingu hjúkrunarheimilis að Höfn í Hornafirði, og er riftunin sögð byggja á skýrum vanefndum verktaka. Húsheild ehf. segir að Framkvæmdasýslan hafi með háttalagi sínu siglt verkinu í strand og hyggst félagið leita réttar síns eftir riftunina. Í stuttri tilkynningu Framkvæmdasýslunnar segir að verksamningi við Húsheild hafi verið rift á föstudaginn. „FSRE fylgir lögum og reglum um verksamninga, riftunin byggir á skýrum vanefndum verktaka og markmiðið er að tryggja áframhaldandi framgang verkefnisins og byggja glæsilegt hjúkrunarheimili fyrir samfélagið í Hornafirði,“ segir í tilkynningunni. Vísa málinu til dómstóla ef þörf krefur Í tilkynningu frá Húsheild ehf., segir að umgjörð verksins af hálfu Framkvæmdasýslunnar hafi frá upphafi verið með miklum eindæmum. „Hönnunargögn voru ófullnægjandi og ókláruð þegar verk var boðið út og hefur það hamlað framgangi verksins frá upphafi. Nú, þremur árum síðar, eru hönnunargögn enn ófullnægjandi.“ „Það er frumskylda verkkaupa að leggja til fullnægjandi gögn. Verkið hefur tafist mjög vegna þessa alls og verkkaupi hefur brugðist við með því að draga háar tafabætur af greiðslum og hóta riftun.“ „Framkvæmdasýslan og starfsmenn hennar hafa með háttalagi sínu og framkomu siglt verkinu í strand og reyna nú að klóra yfir eigin mistök með því að rifta verksamningi. Húsheild mun leita réttar síns og verður málinu vísað til dómstóla ef þörf krefur,“ segir í tilkynningu Húsheildar. Framkvæmdir tafist og kostnaður fram úr áætlun Fyrsta skóflustungan var tekin að nýju hjúkrunarheimili á Höfn í september 2022, og var þá áætlað að húsnæðið yrði tekið í notkun 2024. Í nóvember 2024 var fjallað um það á vettvangi Ríkisútvarpsins að framkvæmdir við hjúkrunarheimilið væru komnar 700 milljónum fram úr áætlun. Miklar tafir hefðu orðið á verkinu vegna þess hve hönnun hússins væri flókin og teikningar hefðu ekki verið tilbúnar þegar framkvæmdir hófust. Sveitarfélagið Hornafjörður Hjúkrunarheimili Byggingariðnaður Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Sjá meira
Í stuttri tilkynningu Framkvæmdasýslunnar segir að verksamningi við Húsheild hafi verið rift á föstudaginn. „FSRE fylgir lögum og reglum um verksamninga, riftunin byggir á skýrum vanefndum verktaka og markmiðið er að tryggja áframhaldandi framgang verkefnisins og byggja glæsilegt hjúkrunarheimili fyrir samfélagið í Hornafirði,“ segir í tilkynningunni. Vísa málinu til dómstóla ef þörf krefur Í tilkynningu frá Húsheild ehf., segir að umgjörð verksins af hálfu Framkvæmdasýslunnar hafi frá upphafi verið með miklum eindæmum. „Hönnunargögn voru ófullnægjandi og ókláruð þegar verk var boðið út og hefur það hamlað framgangi verksins frá upphafi. Nú, þremur árum síðar, eru hönnunargögn enn ófullnægjandi.“ „Það er frumskylda verkkaupa að leggja til fullnægjandi gögn. Verkið hefur tafist mjög vegna þessa alls og verkkaupi hefur brugðist við með því að draga háar tafabætur af greiðslum og hóta riftun.“ „Framkvæmdasýslan og starfsmenn hennar hafa með háttalagi sínu og framkomu siglt verkinu í strand og reyna nú að klóra yfir eigin mistök með því að rifta verksamningi. Húsheild mun leita réttar síns og verður málinu vísað til dómstóla ef þörf krefur,“ segir í tilkynningu Húsheildar. Framkvæmdir tafist og kostnaður fram úr áætlun Fyrsta skóflustungan var tekin að nýju hjúkrunarheimili á Höfn í september 2022, og var þá áætlað að húsnæðið yrði tekið í notkun 2024. Í nóvember 2024 var fjallað um það á vettvangi Ríkisútvarpsins að framkvæmdir við hjúkrunarheimilið væru komnar 700 milljónum fram úr áætlun. Miklar tafir hefðu orðið á verkinu vegna þess hve hönnun hússins væri flókin og teikningar hefðu ekki verið tilbúnar þegar framkvæmdir hófust.
Sveitarfélagið Hornafjörður Hjúkrunarheimili Byggingariðnaður Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Sjá meira