Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar 22. október 2025 08:01 Konur á Íslandi lögðu niður störf 24. október 1975, settu samfélagið á hliðina og sameinuðust á útifundi á Lækjartorgi þar sem þær kröfðust kvenfrelsis og kjarajafnréttis. Fimmtíu ár eru liðin frá þessum tímamótafundi, og síðan þá höfum við náð langt (en alls ekki nógu langt) í að skapa samfélag þar sem jafnrétti kynjanna er í heiðrum haft. Í dag blása kaldir vindar beggja vegna Atlantshafsins í átt að ströndum okkar, heiftarlegt bakslag í mannréttindum og kvenréttindum, og bera með sér pólitíska strauma sem íslenskt samfélag ætti ekki að kæra sig um að þrífist hér. Bakslag í kvenréttindum á Íslandi og á heimsvísu Sumum kann að finnast að jafnrétti á Íslandi hafi verið náð en það er tálsýn. Vissulega njótum við góðs af þrotlausri og aldalangri baráttu kvenna fyrir betri heimi, og heimurinn hefur batnað, en stórir hópar samfélagsins eru enn jaðarsettir. Margt fólk í samfélaginu nýtur ekki góðs af árangri jafnréttisbaráttunar, þrátt fyrir að hafa svo sannarlega tekið þátt í henni í gegnum árin. Bakslagið bitnar fyrst og mest á konum af erlendum uppruna, hinsegin konum, fötluðum konum og láglaunakonum. Kynjamisrétti gengur á heilsu og velferð kvenna, launamunur kynjanna er enn til staðar og faraldur kynbundins ofbeldis geisar ennþá í samfélaginu. Ungt fólk upplifir sig berskjaldað og er að kljást við allt aðrar ógnir en við sem eldri erum. Við skuldum yngri kynslóðum að á þær sé hlustað og að þær njóti meiri jafnréttis og lífsgæða en formæður þeirra. Ábyrgðin er okkar allra, alls samfélags, en stjórnvöld verða að tryggja að traust ungs fólks á stofnunum samfélagsins minnki ekki á tímum upplýsingaóreiðu og sjálfskipaðra áhrifavalda með vafasamar skoðanir. Stjórnvöld á Íslandi þurfa að gera betur Fyrir tveimur árum, 24. október 2023, safnaðist fjórðungur þjóðarinnar saman á baráttufundum á 20 stöðum um allt land og krafðist breytinga. Lesnar voru upp kröfur Kvennaverkfallsins og þær sendar á stjórnvöld. Krafist var leiðréttingar á vanmati kvennastarfa, að launamisrétti og mismunun verði útrýmt, sem og kynbundnu ofbeldi. Krafist var að stjórnvöld gerðu kröfur Kvennaverkfalls að forgangsmáli. Í dag hafa stjórnvöld enn ekki orðið við þessum kröfum. 50 árum eftir kvennafrídaginn 1975, eru augun heimsins aftur á Íslandi og landinu enn og aftur hampað sem jafnréttisparadís. Og vissulega erum við jafnréttisparadís þegar við berum okkur saman við flest önnur ríki í heiminum, en við sem búum hér vitum betur. Jafnrétti kynjanna er ekki náð og þrátt fyrir fögur loforð stjórnmálafólks í kosningabaráttu er skortur á raunverulegri fjárfestingu og áþreifanlegum framförum í jafnréttismálum. Í ljósi þess bakslags í jafnréttis- og mannréttindamálum á heimsvísu, er það skýlaus krafa okkar í Kvenréttindafélagi Íslands að íslensk stjórnvöld, íslenskt atvinnulíf og íslenskt samfélag sameinist um að tryggja kvenréttindi og mannréttindi hér á landi og séu sterkir málsvarar jafnréttis á alþjóðavettvangi. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tatjana Latinovic Kvennaverkfall Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Konur á Íslandi lögðu niður störf 24. október 1975, settu samfélagið á hliðina og sameinuðust á útifundi á Lækjartorgi þar sem þær kröfðust kvenfrelsis og kjarajafnréttis. Fimmtíu ár eru liðin frá þessum tímamótafundi, og síðan þá höfum við náð langt (en alls ekki nógu langt) í að skapa samfélag þar sem jafnrétti kynjanna er í heiðrum haft. Í dag blása kaldir vindar beggja vegna Atlantshafsins í átt að ströndum okkar, heiftarlegt bakslag í mannréttindum og kvenréttindum, og bera með sér pólitíska strauma sem íslenskt samfélag ætti ekki að kæra sig um að þrífist hér. Bakslag í kvenréttindum á Íslandi og á heimsvísu Sumum kann að finnast að jafnrétti á Íslandi hafi verið náð en það er tálsýn. Vissulega njótum við góðs af þrotlausri og aldalangri baráttu kvenna fyrir betri heimi, og heimurinn hefur batnað, en stórir hópar samfélagsins eru enn jaðarsettir. Margt fólk í samfélaginu nýtur ekki góðs af árangri jafnréttisbaráttunar, þrátt fyrir að hafa svo sannarlega tekið þátt í henni í gegnum árin. Bakslagið bitnar fyrst og mest á konum af erlendum uppruna, hinsegin konum, fötluðum konum og láglaunakonum. Kynjamisrétti gengur á heilsu og velferð kvenna, launamunur kynjanna er enn til staðar og faraldur kynbundins ofbeldis geisar ennþá í samfélaginu. Ungt fólk upplifir sig berskjaldað og er að kljást við allt aðrar ógnir en við sem eldri erum. Við skuldum yngri kynslóðum að á þær sé hlustað og að þær njóti meiri jafnréttis og lífsgæða en formæður þeirra. Ábyrgðin er okkar allra, alls samfélags, en stjórnvöld verða að tryggja að traust ungs fólks á stofnunum samfélagsins minnki ekki á tímum upplýsingaóreiðu og sjálfskipaðra áhrifavalda með vafasamar skoðanir. Stjórnvöld á Íslandi þurfa að gera betur Fyrir tveimur árum, 24. október 2023, safnaðist fjórðungur þjóðarinnar saman á baráttufundum á 20 stöðum um allt land og krafðist breytinga. Lesnar voru upp kröfur Kvennaverkfallsins og þær sendar á stjórnvöld. Krafist var leiðréttingar á vanmati kvennastarfa, að launamisrétti og mismunun verði útrýmt, sem og kynbundnu ofbeldi. Krafist var að stjórnvöld gerðu kröfur Kvennaverkfalls að forgangsmáli. Í dag hafa stjórnvöld enn ekki orðið við þessum kröfum. 50 árum eftir kvennafrídaginn 1975, eru augun heimsins aftur á Íslandi og landinu enn og aftur hampað sem jafnréttisparadís. Og vissulega erum við jafnréttisparadís þegar við berum okkur saman við flest önnur ríki í heiminum, en við sem búum hér vitum betur. Jafnrétti kynjanna er ekki náð og þrátt fyrir fögur loforð stjórnmálafólks í kosningabaráttu er skortur á raunverulegri fjárfestingu og áþreifanlegum framförum í jafnréttismálum. Í ljósi þess bakslags í jafnréttis- og mannréttindamálum á heimsvísu, er það skýlaus krafa okkar í Kvenréttindafélagi Íslands að íslensk stjórnvöld, íslenskt atvinnulíf og íslenskt samfélag sameinist um að tryggja kvenréttindi og mannréttindi hér á landi og séu sterkir málsvarar jafnréttis á alþjóðavettvangi. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun