Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar 22. október 2025 08:30 Það hefur orðið bakslag í réttindabaráttu kvenna, eða svo er okkur talin trú um þessa dagana. Tímasetningin er forvitnileg. Því svo samstillt eru orð og áherslur að ætla mætti að um væri að ræða sérstakt markaðsátak í aðdraganda Kvenna- og kváraverkfallsins. „Við gerum ráð fyrir því að þær konur og þau kvár sem geta séu í verkfalli allan daginn og að strákarnir beri byrðarnar sem þarf að bera.“ Framangreint er tilvísun í verkefnastýru Kvennaverkfallsins. Því eins og við öll vitum þá er það alltaf konur og kvár, en aldrei karlar og kvár. Í Morgunblaðinu lýsa baráttukonur áhyggjum af bakslagi meðal ungs fólks. Þær segja ungt fólk orðið íhaldssamara en afar þess og ömmur og vísa til Reykjavík Index-rannsóknarinnar. Því veganismi og kakó-athafnir séu á undanhaldi, en beinasoð og trúin á hina hefðbundnu fjölskyldu sækir fram. Þær hafa áhyggjur af þessu, gjalda varhug við hugsjónum ungu kynslóðarinnar, sem þær segja bruggaðar með beinasoðinu í faraldrinum. Þær segja okkur hafa skriðið fram úr hellum okkar eftir faraldurinn með nýja og verri sýn á heiminn. Já, þær sem selja naglasúpu hræðast beinaseyðið. Það er vert að nefna að ömmurnar og afarnir sem voru dregin til samanburðar eru hippakynslóðin. Fólk sem lifði sín uppvaxtarár á félagsmenningarlegri óöld sem raungerðist á grundvelli róttækrar framfarahyggju og skaðlegra hugmynda um að fjölskylda, hjónaband og móðurhlutverkið væru kúgandi afl. Efri stéttir og menntaðri skildu hins vegar aldrei við þessi gildi, þrátt fyrir að breiða þau út eins og gospel. Hugmyndafræðin normvæddi upplausn fjölskyldunnar í þágu frjálsari og ábyrgðarlausari ásta. Gott á meðan það hentar verður nýja mantran. Því við erum öll eyland í þessum nýja veruleika. Ekkert má vera heilagt lengur, ekki einu sinni móðureðlið. Því þó að rannsóknir sýni endurtekið hvernig niðurbrot fjölskyldunnar eykur misskiptingu og framleiðir fyrirsjáanleg félagsleg vandamál. Þá keppast jafnréttissinnar enn þann dag í dag við að viðhalda hugmyndafræðinni. En kvenréttindabarátta sem gerir út af við móðurhlutverkið í þágu eigin hugsjóna er barátta sem hefur gengið fram úr sér. Staðreyndin er að kjarnafjölskyldan er nú orðin hin sanna lúxus-vara. Ef markmið annarrar bylgju femínisma var að frelsa konur frá heimilinu, hefur þeim sannarlega tekist ætlunarverk sitt. Árið 2024 náði fæðingartíðni á Íslandi nýjum botni. Íslenskar konur eignast að meðaltali 1,56 börn á lífsleið sinni og þá fyrst um þrítugt. Ísland hefur verið dásamað sem jafnréttisparadís af erlendum miðlum og alþjóðastofnunum. En á bak við glansmyndina leynist þversögn, við erum þjóð sem er hætt að fjölga sér. Hagvöxtur er drifinn áfram af almennri neyslu og vinnandi höndum annarra þjóða. Láglaunastéttum sem mega éta það sem úti frýs svo lengi sem það þjónar atvinnulífinu. Fólki sem mun eflaust leita á önnur mið þegar í harðbakkann slær, ásamt öllum þeim Íslendingum sem þegar hafa glatað tengingu við land og þjóð. Það sjálfsblekking að kalla þetta sjálfbæra þróun. Við lifum á lánstíma. Fjármögnum vitleysu með yfirdrætti sem verður skuldfærður á komandi kynslóðir. Er furða að ungt fólk sé að verða íhaldssamt? En rétttrúnaðarriddarar eru á útleið og þeir kalla það bakslag. Því líkt og keisarinn kviknakti gekk sperrtur um göturnar gera þeir hið sama. Þeir segja okkur að upp sé niður og niður sé upp. Að veruleikinn sem blasir fyrir augum okkar sé öfugt við það sem hann er. Himininn er ekki blár. Blár er afstætt hugtak. Þú ert ekki að sjá blátt. Heldur flókinn veruleika himinhvolfsins sem er í hættu á farast og skammastu þín fyrir að spyrja. Því vandamálið er ekki vandamálið. Vandamálið ert þú. Höfundur er félagsfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Jafnréttismál Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það hefur orðið bakslag í réttindabaráttu kvenna, eða svo er okkur talin trú um þessa dagana. Tímasetningin er forvitnileg. Því svo samstillt eru orð og áherslur að ætla mætti að um væri að ræða sérstakt markaðsátak í aðdraganda Kvenna- og kváraverkfallsins. „Við gerum ráð fyrir því að þær konur og þau kvár sem geta séu í verkfalli allan daginn og að strákarnir beri byrðarnar sem þarf að bera.“ Framangreint er tilvísun í verkefnastýru Kvennaverkfallsins. Því eins og við öll vitum þá er það alltaf konur og kvár, en aldrei karlar og kvár. Í Morgunblaðinu lýsa baráttukonur áhyggjum af bakslagi meðal ungs fólks. Þær segja ungt fólk orðið íhaldssamara en afar þess og ömmur og vísa til Reykjavík Index-rannsóknarinnar. Því veganismi og kakó-athafnir séu á undanhaldi, en beinasoð og trúin á hina hefðbundnu fjölskyldu sækir fram. Þær hafa áhyggjur af þessu, gjalda varhug við hugsjónum ungu kynslóðarinnar, sem þær segja bruggaðar með beinasoðinu í faraldrinum. Þær segja okkur hafa skriðið fram úr hellum okkar eftir faraldurinn með nýja og verri sýn á heiminn. Já, þær sem selja naglasúpu hræðast beinaseyðið. Það er vert að nefna að ömmurnar og afarnir sem voru dregin til samanburðar eru hippakynslóðin. Fólk sem lifði sín uppvaxtarár á félagsmenningarlegri óöld sem raungerðist á grundvelli róttækrar framfarahyggju og skaðlegra hugmynda um að fjölskylda, hjónaband og móðurhlutverkið væru kúgandi afl. Efri stéttir og menntaðri skildu hins vegar aldrei við þessi gildi, þrátt fyrir að breiða þau út eins og gospel. Hugmyndafræðin normvæddi upplausn fjölskyldunnar í þágu frjálsari og ábyrgðarlausari ásta. Gott á meðan það hentar verður nýja mantran. Því við erum öll eyland í þessum nýja veruleika. Ekkert má vera heilagt lengur, ekki einu sinni móðureðlið. Því þó að rannsóknir sýni endurtekið hvernig niðurbrot fjölskyldunnar eykur misskiptingu og framleiðir fyrirsjáanleg félagsleg vandamál. Þá keppast jafnréttissinnar enn þann dag í dag við að viðhalda hugmyndafræðinni. En kvenréttindabarátta sem gerir út af við móðurhlutverkið í þágu eigin hugsjóna er barátta sem hefur gengið fram úr sér. Staðreyndin er að kjarnafjölskyldan er nú orðin hin sanna lúxus-vara. Ef markmið annarrar bylgju femínisma var að frelsa konur frá heimilinu, hefur þeim sannarlega tekist ætlunarverk sitt. Árið 2024 náði fæðingartíðni á Íslandi nýjum botni. Íslenskar konur eignast að meðaltali 1,56 börn á lífsleið sinni og þá fyrst um þrítugt. Ísland hefur verið dásamað sem jafnréttisparadís af erlendum miðlum og alþjóðastofnunum. En á bak við glansmyndina leynist þversögn, við erum þjóð sem er hætt að fjölga sér. Hagvöxtur er drifinn áfram af almennri neyslu og vinnandi höndum annarra þjóða. Láglaunastéttum sem mega éta það sem úti frýs svo lengi sem það þjónar atvinnulífinu. Fólki sem mun eflaust leita á önnur mið þegar í harðbakkann slær, ásamt öllum þeim Íslendingum sem þegar hafa glatað tengingu við land og þjóð. Það sjálfsblekking að kalla þetta sjálfbæra þróun. Við lifum á lánstíma. Fjármögnum vitleysu með yfirdrætti sem verður skuldfærður á komandi kynslóðir. Er furða að ungt fólk sé að verða íhaldssamt? En rétttrúnaðarriddarar eru á útleið og þeir kalla það bakslag. Því líkt og keisarinn kviknakti gekk sperrtur um göturnar gera þeir hið sama. Þeir segja okkur að upp sé niður og niður sé upp. Að veruleikinn sem blasir fyrir augum okkar sé öfugt við það sem hann er. Himininn er ekki blár. Blár er afstætt hugtak. Þú ert ekki að sjá blátt. Heldur flókinn veruleika himinhvolfsins sem er í hættu á farast og skammastu þín fyrir að spyrja. Því vandamálið er ekki vandamálið. Vandamálið ert þú. Höfundur er félagsfræðingur
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun