Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar 22. október 2025 08:15 Í liðinni viku lét nýr forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Willum Þór Þórsson, í ljósi þá skoðun sína í frétt á visir.is, að stjórnvöld ættu að ráðast sem fyrst í breytingar á umhverfi veðmálamarkaðar. Willum endurspeglar þar sjónarmið Íslandsspila sem lögð voru fram í aðsendri grein undirritaðsþann 30. september sl. um betri spilamenningu með einu spilakorti. „Við erum í þeirri stöðu að verða að horfa heildstætt á þetta og finna leið bæði til að verja og huga að lýðheilsu þjóðar. En tryggja það að íþróttahreyfingin geti verið tæki til forvarnar og lýðheilsu,“ sagði Willum í viðtalinu en hann talar þarna í samræmi við það sem Íslandsspil hafa haldið á lofti í samtölum við stjórnvöld um langt skeið. Íslandsspil taka undir með Willum að staðan er ekki boðleg. Nokkur fjöldi fólks glímir við spilavanda á sama tíma og um 20 milljarðar hverfa úr hagkerfinu árlega í netspilun sem íslensk lög ná ekki utan um. Happatalan þrettán? Íslandsspil hafa eins og áður segir átt í samtali við stjórnvöld um langt skeið vegna þessa umhverfis og nú er þrettándi dómsmálaráðherrann með boltann frá því að Íslandsspil reyndu fyrst að fá þessu umhverfi breytt. Óþarfi er á þessum tímapunkti að rekja alla þá sögu eða byrja hana upp á nýtt. Það er kominn tími á aðgerðir sem hafi að leiðarljósi annars vegar skaðaminnkun með heilbrigðara spilaumhverfi og hins vegar tekjuöflun í þágu almannaheilla eingöngu. Fyrra leiðarljósið skýrir sig nokkuð sjálft og er óumdeilt að það þarf að ná betur utan um fólk sem glímir við spilavanda. Hjá Íslandsspilum teljum við að farsælast sé að koma á einu spilakorti sem skapi jákvætt spilaumhverfi utan um öll peningaspil, þ.e. í því umhverfi séu virkar forvarnir, stjórn á spilamennsku fólks möguleg og allt sé það gert í spilaumhverfi sem verði samfélagslega viðurkennt. Það sé besta forvörnin. Seinna leiðarljósið lítur að því að stjórnvöld hafa markað almannaheillafélögunum þessa tekjustofna með lögum. Eigendur Íslandsspila, Rauði krossinn á Íslandi og Slysavarnarfélagið Landsbjörg, eru hluti af íslensku almannavarnarkerfi og eru mannúðar- og hjálparsamtök sem gegna veigamikilum og mikilvægum hlutverkum í íslensku samfélagi. Lagabreytinga er þörf Íslandsspil hafa í fjölda ára átt í samskiptum við dómsmálaráðuneytið og lagt áherslu á að innleiða þurfi breytingar á lagaumhverfi peningaspila. Markmið okkar með því að fá lögunum breytt er að koma í veg fyrir eða draga úr spilavanda, en einnig að bæta svokallaða rásarvæðingu (e. Channelisation) spilaumhverfisins. Það er gert með því að færa alla spilun með peninga undir einn hatt; eitt spilakort, og draga þannig úr misnotkun og glæpum. Algengasti vandinn eru spilavítisleikir og íþróttaveðmál á netinu, en samkvæmt gögnum frá SÁÁ eru það ungir karlmenn, eða karlmenn á aldrinum 18-35 ára, rétt tæplega 60% þeirra sem leita sér aðstoðar vegna spilavanda. Við deilum því hlutverki með stjórnvöldum að finna leið sem slær réttan tón á milli þess að forðast misnotkun og vandamál en stuðla að eðlilegri spilun. Vonandi verður þrettándi ráðherrann til happs fyrir þá hagaðila sem starfa í þágu almannaheilla. Höfundur er stjórnarmaður Íslandsspila sf. fyrir hönd Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingvar Örn Ingvarsson Fjárhættuspil ÍSÍ Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Í liðinni viku lét nýr forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Willum Þór Þórsson, í ljósi þá skoðun sína í frétt á visir.is, að stjórnvöld ættu að ráðast sem fyrst í breytingar á umhverfi veðmálamarkaðar. Willum endurspeglar þar sjónarmið Íslandsspila sem lögð voru fram í aðsendri grein undirritaðsþann 30. september sl. um betri spilamenningu með einu spilakorti. „Við erum í þeirri stöðu að verða að horfa heildstætt á þetta og finna leið bæði til að verja og huga að lýðheilsu þjóðar. En tryggja það að íþróttahreyfingin geti verið tæki til forvarnar og lýðheilsu,“ sagði Willum í viðtalinu en hann talar þarna í samræmi við það sem Íslandsspil hafa haldið á lofti í samtölum við stjórnvöld um langt skeið. Íslandsspil taka undir með Willum að staðan er ekki boðleg. Nokkur fjöldi fólks glímir við spilavanda á sama tíma og um 20 milljarðar hverfa úr hagkerfinu árlega í netspilun sem íslensk lög ná ekki utan um. Happatalan þrettán? Íslandsspil hafa eins og áður segir átt í samtali við stjórnvöld um langt skeið vegna þessa umhverfis og nú er þrettándi dómsmálaráðherrann með boltann frá því að Íslandsspil reyndu fyrst að fá þessu umhverfi breytt. Óþarfi er á þessum tímapunkti að rekja alla þá sögu eða byrja hana upp á nýtt. Það er kominn tími á aðgerðir sem hafi að leiðarljósi annars vegar skaðaminnkun með heilbrigðara spilaumhverfi og hins vegar tekjuöflun í þágu almannaheilla eingöngu. Fyrra leiðarljósið skýrir sig nokkuð sjálft og er óumdeilt að það þarf að ná betur utan um fólk sem glímir við spilavanda. Hjá Íslandsspilum teljum við að farsælast sé að koma á einu spilakorti sem skapi jákvætt spilaumhverfi utan um öll peningaspil, þ.e. í því umhverfi séu virkar forvarnir, stjórn á spilamennsku fólks möguleg og allt sé það gert í spilaumhverfi sem verði samfélagslega viðurkennt. Það sé besta forvörnin. Seinna leiðarljósið lítur að því að stjórnvöld hafa markað almannaheillafélögunum þessa tekjustofna með lögum. Eigendur Íslandsspila, Rauði krossinn á Íslandi og Slysavarnarfélagið Landsbjörg, eru hluti af íslensku almannavarnarkerfi og eru mannúðar- og hjálparsamtök sem gegna veigamikilum og mikilvægum hlutverkum í íslensku samfélagi. Lagabreytinga er þörf Íslandsspil hafa í fjölda ára átt í samskiptum við dómsmálaráðuneytið og lagt áherslu á að innleiða þurfi breytingar á lagaumhverfi peningaspila. Markmið okkar með því að fá lögunum breytt er að koma í veg fyrir eða draga úr spilavanda, en einnig að bæta svokallaða rásarvæðingu (e. Channelisation) spilaumhverfisins. Það er gert með því að færa alla spilun með peninga undir einn hatt; eitt spilakort, og draga þannig úr misnotkun og glæpum. Algengasti vandinn eru spilavítisleikir og íþróttaveðmál á netinu, en samkvæmt gögnum frá SÁÁ eru það ungir karlmenn, eða karlmenn á aldrinum 18-35 ára, rétt tæplega 60% þeirra sem leita sér aðstoðar vegna spilavanda. Við deilum því hlutverki með stjórnvöldum að finna leið sem slær réttan tón á milli þess að forðast misnotkun og vandamál en stuðla að eðlilegri spilun. Vonandi verður þrettándi ráðherrann til happs fyrir þá hagaðila sem starfa í þágu almannaheilla. Höfundur er stjórnarmaður Íslandsspila sf. fyrir hönd Rauða krossins á Íslandi.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar