Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. október 2025 07:54 Keflavíkurflugvöllur. vísir/vilhelm Rauðu hættustigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli í gær og voru viðbragðsaðilar í viðbragðsstöðu vegna bilunar í hreyfli flugvélar með ríflega 220 farþega innanborðs sem fékk heimild til lendingar í Keflavík. Slökkviliði barst tilkynning frá Neyðarlínunni á fimmta tímanum síðdegis í gær og voru sjúkra- og dælubílar frá Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu í viðbragðsstöðu. Boðið var afturkallað þegar vélin lenti heilu og höldnu. „Það kemur tilkynning til okkar rétt fyrir klukkan hálf fimm frá Neyðarlínunni um að það sé hættustig rauður, það sé flugvél með 221 farþega í vandræðum með hreyfil. Við virkjuðum bara það sem við gerum í svona tilfellum og það fóru tveir sjúkrabílar í svokallað mót hjá okkur uppi á Keflavíkurflugvelli,“ segir Davíð Heimisson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja í samtali við Vísi. Mót vísar til þess að bílarnir eru í viðbragðsstöðu á svo skilgreindu svæði. „Svo er virkjað ákveðið ferli hjá okkur en svo lenti vélin bara og allt fór vel.“ Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var um að ræða vél flugfélagsins Delta sem var á leið frá Dublin á Írlandi til JFK flugvallar í New York í Bandaríkjunum. „Hún var á flugi og það kemur upp einhver vélarbilun sem verður þess valdandi að flugstjóri óskar eftir að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli sem nálægasti flugvöllur,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Það gerist reglulega að vélar sem ekki eru á leið til eða frá Íslandi komi inn til lendingar í Keflavík ef upp koma tæknileg vandamál eða veikindi farþega og Keflavíkurflugvöllur er næsti flugvöllur þar sem hægt er að lenda. Litakóðinn fyrir rautt hættustig miðar að sögn Guðjóns ekki við hættuna sem slíka, heldur umfang með tilliti til fjölda farþega um borð í vél. Vélin hafi lent heilu og höldnu um klukkan fimm síðdegis í gær og þá hafi boðunin verið afturkölluð. Áætlanir geri ráð fyrir að það komi önnur vél í dag og sæki farþegana samkvæmt þeim upplýsingum sem Isavia barst frá flugfélaginu síðdegis í gær. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk einnig tilkynningu vegna málsins þegar klukkan var um korter yfir fjögur í gær og var með nokkra bíla í viðbragðsstöðu við Straumsvík ef á þyrfti að halda. Fréttin hefur verið uppfærð. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Slökkvilið Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
„Það kemur tilkynning til okkar rétt fyrir klukkan hálf fimm frá Neyðarlínunni um að það sé hættustig rauður, það sé flugvél með 221 farþega í vandræðum með hreyfil. Við virkjuðum bara það sem við gerum í svona tilfellum og það fóru tveir sjúkrabílar í svokallað mót hjá okkur uppi á Keflavíkurflugvelli,“ segir Davíð Heimisson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja í samtali við Vísi. Mót vísar til þess að bílarnir eru í viðbragðsstöðu á svo skilgreindu svæði. „Svo er virkjað ákveðið ferli hjá okkur en svo lenti vélin bara og allt fór vel.“ Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var um að ræða vél flugfélagsins Delta sem var á leið frá Dublin á Írlandi til JFK flugvallar í New York í Bandaríkjunum. „Hún var á flugi og það kemur upp einhver vélarbilun sem verður þess valdandi að flugstjóri óskar eftir að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli sem nálægasti flugvöllur,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Það gerist reglulega að vélar sem ekki eru á leið til eða frá Íslandi komi inn til lendingar í Keflavík ef upp koma tæknileg vandamál eða veikindi farþega og Keflavíkurflugvöllur er næsti flugvöllur þar sem hægt er að lenda. Litakóðinn fyrir rautt hættustig miðar að sögn Guðjóns ekki við hættuna sem slíka, heldur umfang með tilliti til fjölda farþega um borð í vél. Vélin hafi lent heilu og höldnu um klukkan fimm síðdegis í gær og þá hafi boðunin verið afturkölluð. Áætlanir geri ráð fyrir að það komi önnur vél í dag og sæki farþegana samkvæmt þeim upplýsingum sem Isavia barst frá flugfélaginu síðdegis í gær. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk einnig tilkynningu vegna málsins þegar klukkan var um korter yfir fjögur í gær og var með nokkra bíla í viðbragðsstöðu við Straumsvík ef á þyrfti að halda. Fréttin hefur verið uppfærð.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Slökkvilið Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira