Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. október 2025 20:00 Af næstum áttatíu starfsmönnum Fly Play Europe eru aðeins fimm eftir. Efnisveitan Öllu starfsfólki Play Europe hefur verið sagt upp nema nokkrum á Möltu sem þurfa að vera á staðnum vegna flugrekstrarleyfis í landinu. Enn er vonast til þess að leiguflug geti hafist þar á ný. Skiptastjóri þrotabús Play segir í skoðun hvort búið muni gera kröfu í dótturfélagið. Skuldabréfaeigendur í Play hafa frá gjaldþroti íslenska félagsins í lok september, reynt að halda rekstri dótturfélagsins Fly Play Europe gangandi samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Félagið er með flugrekstrarleyfi á Möltu. Við gjaldþrot félagsins hér heima losnuðu allir leigusamningar við írska flugvélaleigufyrirtækið Air Cap og kínverska fyrirtækið CALC. Frá þeim tíma hefur verið reynt að semja á ný fyrir dótturfélagið um leigu flugvéla. Slíkt geti tekið mánuði. Uppsagnir fyrir um hálfum mánuði Þegar Play á Íslandi fór í þrot störfuðu um áttatíu manns hjá Fly Play Europe, þar af tæplega 20 á skrifstofunni á Möltu og 30 á skrifstofu í Litháen. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var öllu starfsfólkinu sagt upp fyrir rúmum tveimur vikum fyrir utan fimm manns á Möltu sem þurfa að starfa þar svo að flugrekstrarleyfi félagsins verði ekki gert ógilt. Alls tók það félagið fimm mánuði að fá flugrekstrarleyfi á Möltu á sínum tíma. Leiguflug kynnt á vefsíðu Fly Play Europe Fly Play Europe hefur hins vegar enn ekki uppfært heimasíðuna sína miðað við núverandi stöðu en þar kemur m.a. fram að félagið bjóði upp á leiguflug. Í boði séu tvær tegundir flugvéla. Þá er flugflotinn kynntur sem þægilegur og sveigjanlegur. Vefsíðu Play á Íslandi hefur hins vegar verið lokað enda félagið gjaldþrota. Vefsíða Fly Play Europe í dag.Vísir Enn óákveðið með kröfu í dótturfélagið Í samtali við annan skiptastjóra Play á Íslandi í dag kom fram að enn eigi eftir að ákveða hvort þrotabúið geri kröfu í dótturfélagið á Möltu. Nú þegar hafi hundruðum krafna verið lýst í búið. Launakröfur starfsfólks liggja þó enn ekki fyrir. Skiptastjóri telur líklegt að þrotabúið óski eftir riftun hafi félagið greitt óeðlilegar greiðslur einhverjar vikur fyrir gjaldþrotið. Play Gjaldþrot Play Ferðaþjónusta Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Skuldabréfaeigendur í Play hafa frá gjaldþroti íslenska félagsins í lok september, reynt að halda rekstri dótturfélagsins Fly Play Europe gangandi samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Félagið er með flugrekstrarleyfi á Möltu. Við gjaldþrot félagsins hér heima losnuðu allir leigusamningar við írska flugvélaleigufyrirtækið Air Cap og kínverska fyrirtækið CALC. Frá þeim tíma hefur verið reynt að semja á ný fyrir dótturfélagið um leigu flugvéla. Slíkt geti tekið mánuði. Uppsagnir fyrir um hálfum mánuði Þegar Play á Íslandi fór í þrot störfuðu um áttatíu manns hjá Fly Play Europe, þar af tæplega 20 á skrifstofunni á Möltu og 30 á skrifstofu í Litháen. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var öllu starfsfólkinu sagt upp fyrir rúmum tveimur vikum fyrir utan fimm manns á Möltu sem þurfa að starfa þar svo að flugrekstrarleyfi félagsins verði ekki gert ógilt. Alls tók það félagið fimm mánuði að fá flugrekstrarleyfi á Möltu á sínum tíma. Leiguflug kynnt á vefsíðu Fly Play Europe Fly Play Europe hefur hins vegar enn ekki uppfært heimasíðuna sína miðað við núverandi stöðu en þar kemur m.a. fram að félagið bjóði upp á leiguflug. Í boði séu tvær tegundir flugvéla. Þá er flugflotinn kynntur sem þægilegur og sveigjanlegur. Vefsíðu Play á Íslandi hefur hins vegar verið lokað enda félagið gjaldþrota. Vefsíða Fly Play Europe í dag.Vísir Enn óákveðið með kröfu í dótturfélagið Í samtali við annan skiptastjóra Play á Íslandi í dag kom fram að enn eigi eftir að ákveða hvort þrotabúið geri kröfu í dótturfélagið á Möltu. Nú þegar hafi hundruðum krafna verið lýst í búið. Launakröfur starfsfólks liggja þó enn ekki fyrir. Skiptastjóri telur líklegt að þrotabúið óski eftir riftun hafi félagið greitt óeðlilegar greiðslur einhverjar vikur fyrir gjaldþrotið.
Play Gjaldþrot Play Ferðaþjónusta Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent