„Ákveðið sjokk“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. október 2025 11:30 Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks. Vísir/Sigurjón Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir leikmenn liðsins ákveðna í því að vinna sinn fyrsta leik í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar gegn KuPS frá Finnlandi á Laugardalsvelli í dag. Vikan hefur vægast sagt verið viðburðarrík. Leikmenn Blika fengu ákveðið sjokk á mánudaginn var þegar Halldóri Árnasyni var sagt upp störfum sem þjálfari liðsins, aðeins ári eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum. „Auðvitað eru þetta mikil viðbrigði og ákveðið sjokk. En svo er bara það stutt í þennan risa leik að fókusinn neyðist til að vera á morgundeginum og að undirbúa hann. Fyrst og fremst finnst mér hópurinn vera einbeittur á leikinn,“ segir Höskuldur. Ólafur Ingi Skúlason hætti sem þjálfari U21 landsliðs karla til að taka við þjálfarastarfinu hjá Blikum. Hann er í fyrsta sinn aðalþjálfari hjá félagsliði en Höskuldur segir hann hafa komið ágætlega inn - þó hann hafi haft skamman tíma að vinna með liðinu fyrir leik dagsins. „Þetta eru tvær heilar æfingar. Hann hefur komið fínt inn í þetta og fundið gott jafnvægi í því að innleiða ekki of mikið of fljótt. Teymið hefur unnið í því að greina andstæðinginn og hvernig við getum sært þá í þessum leik. Núna er að gíra upp stemninguna og fá góðan skriðþunga í þessari keppni,“ segir Höskuldur. Skammt er stórra högga á milli en Blikar spila hreinan úrslitaleik við Stjörnuna á sunnudaginn kemur sem ræður því hvort liðanna leikur í Evrópukeppni á næsta ári. Eftir það tekur restin af deildarkeppni Sambandsdeildarinnar við. „Þetta eru stórir leikir sem eru fram undan í þessari viku, tveir risa leikir. Það er lygilega mikið eftir af tímabilinu hjá okkur. Að einhverju leyti er deildarkeppnina að hefjast og við erum sannarlega í færi að gera gott mót hér. Allir sjá að við horfum í að sækja stig í þessum heimaleikjum. Vonandi gerum við það og komum okkur í góða stöðu,“ segir Höskuldur. „Við ætlum að sækja til sigurs. Það er ásetningur okkar fyrir leikinn, án þess að ég kannist mikið við þetta lið eða finnsku deildina, þá held ég að þetta sé lið á svipuðum stað og við. Þú þarft að fara í alla leiki með virkilega trú á því að þú getir sótt til sigurs og tengt saman góða frammistöðu og úrslitin með. Það er það sem við þurfum að knýja fram,“ segir Höskuldur enn fremur. Klippa: Ákveðið sjokk en fullur fókus Viðtalið má sjá í spilaranum. Breiðablik og KuPS mætast klukkan 16:45 í dag. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Enn tapa Albert og félagar Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Sjá meira
Leikmenn Blika fengu ákveðið sjokk á mánudaginn var þegar Halldóri Árnasyni var sagt upp störfum sem þjálfari liðsins, aðeins ári eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum. „Auðvitað eru þetta mikil viðbrigði og ákveðið sjokk. En svo er bara það stutt í þennan risa leik að fókusinn neyðist til að vera á morgundeginum og að undirbúa hann. Fyrst og fremst finnst mér hópurinn vera einbeittur á leikinn,“ segir Höskuldur. Ólafur Ingi Skúlason hætti sem þjálfari U21 landsliðs karla til að taka við þjálfarastarfinu hjá Blikum. Hann er í fyrsta sinn aðalþjálfari hjá félagsliði en Höskuldur segir hann hafa komið ágætlega inn - þó hann hafi haft skamman tíma að vinna með liðinu fyrir leik dagsins. „Þetta eru tvær heilar æfingar. Hann hefur komið fínt inn í þetta og fundið gott jafnvægi í því að innleiða ekki of mikið of fljótt. Teymið hefur unnið í því að greina andstæðinginn og hvernig við getum sært þá í þessum leik. Núna er að gíra upp stemninguna og fá góðan skriðþunga í þessari keppni,“ segir Höskuldur. Skammt er stórra högga á milli en Blikar spila hreinan úrslitaleik við Stjörnuna á sunnudaginn kemur sem ræður því hvort liðanna leikur í Evrópukeppni á næsta ári. Eftir það tekur restin af deildarkeppni Sambandsdeildarinnar við. „Þetta eru stórir leikir sem eru fram undan í þessari viku, tveir risa leikir. Það er lygilega mikið eftir af tímabilinu hjá okkur. Að einhverju leyti er deildarkeppnina að hefjast og við erum sannarlega í færi að gera gott mót hér. Allir sjá að við horfum í að sækja stig í þessum heimaleikjum. Vonandi gerum við það og komum okkur í góða stöðu,“ segir Höskuldur. „Við ætlum að sækja til sigurs. Það er ásetningur okkar fyrir leikinn, án þess að ég kannist mikið við þetta lið eða finnsku deildina, þá held ég að þetta sé lið á svipuðum stað og við. Þú þarft að fara í alla leiki með virkilega trú á því að þú getir sótt til sigurs og tengt saman góða frammistöðu og úrslitin með. Það er það sem við þurfum að knýja fram,“ segir Höskuldur enn fremur. Klippa: Ákveðið sjokk en fullur fókus Viðtalið má sjá í spilaranum. Breiðablik og KuPS mætast klukkan 16:45 í dag. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Enn tapa Albert og félagar Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Sjá meira