Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar 23. október 2025 13:32 Í ár fögnum við fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins sem eru stór tímamót í sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi. Við megum svo sannarlega vera stolt af því hve langt við höfum náð. Konur leiða nú ríkisstjórn Íslands, Reykjavíkurborg, forsetaembættið og kirkjuna og fleiri embætti. Þessir sigrar segja þó ekki alla söguna. Því þrátt fyrir þessa sigra eru enn greinileg merki þess að konur hafi ekki nærri því náð fullum jöfnuði á vinnumarkaði. Launamunur er enn til staðar, konur eru færri í framkvæmdastjórnum, fá minna fjármagn í frumkvöðlastarfi og eru sjaldnar í lykilhlutverkum í atvinnulífinu. Við höfum sannarlega fengið sæti við borðið en sætin okkar eru of fá. Konur sem sitja við borðið í dag bera mikla ábyrgð og þær hafa val. Þær geta valið að nota áhrif sín til að fjölga röddum, skapa rými og opna dyr fyrir aðrar konur. Sjálf hef ég tekið upp þann sið að segja alltaf já þegar mér er boðið að tala á opinberum vettvangi en jafnframt að stinga upp á annarri konu með mér eða í staðinn fyrir mig ef svo ber undir að ég komist ekki. Það eru ótal margar leiðir til að lyfta konum upp. Það er hægt að stinga upp á konum þegar leitað er að sérfræðingi, stjórnarmanni eða ræðumanni og deila sviðinu og nota athygli sína til að draga aðra fram í sviðsljósið. Bjóða ungri konu að fylgja sér á fund eða í verkefni til þess að miðla reynslu eða opna dyr. Mæla með konum opinberlega fyrir verkefni eða stöður í stað þess að hrósa þeim (oftar en ekki í hljóði). Spyrja af hverju engin kona sé boðuð þegar hópurinn við borðið er einsleitur. Og að muna að það sem kann að virðast lítið tækifæri fyrir þig getur verið stórt skref fyrir aðra konu. Ég er alls ekki að firra karlmenn ábyrgð, því jafnrétti er sameiginlegt verkefni okkar allra. En þegar boða þarf breytingar og kveikja nýja bylgju jafnréttis hafa konur sögulega sýnt að þær leiða slíkar byltingar best. Þær vita hvernig það er að þurfa að berjast fyrir plássi og þær vita líka nákvæmlega hvað þarf að gera til skapa það fyrir aðra. Við erum sannarlega mættar en okkur þarf að fjölga í efstu stöðum í atvinnulífinu. Kvennafrídagurinn minnir okkur á að jafnrétti er ekki áfangastaður heldur ferli. Við eigum ekki aðeins að mæta þegar röðin kemur að okkur, heldur verðum við að beita okkur fyrir því að fá fleiri konur við borðið. En þori ég, vil ég, get ég. Já ég þori get og vil. Höfundur er fyrrum stjórnarmaður WomenTechIceland og stjórnarformaður Rafal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Í ár fögnum við fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins sem eru stór tímamót í sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi. Við megum svo sannarlega vera stolt af því hve langt við höfum náð. Konur leiða nú ríkisstjórn Íslands, Reykjavíkurborg, forsetaembættið og kirkjuna og fleiri embætti. Þessir sigrar segja þó ekki alla söguna. Því þrátt fyrir þessa sigra eru enn greinileg merki þess að konur hafi ekki nærri því náð fullum jöfnuði á vinnumarkaði. Launamunur er enn til staðar, konur eru færri í framkvæmdastjórnum, fá minna fjármagn í frumkvöðlastarfi og eru sjaldnar í lykilhlutverkum í atvinnulífinu. Við höfum sannarlega fengið sæti við borðið en sætin okkar eru of fá. Konur sem sitja við borðið í dag bera mikla ábyrgð og þær hafa val. Þær geta valið að nota áhrif sín til að fjölga röddum, skapa rými og opna dyr fyrir aðrar konur. Sjálf hef ég tekið upp þann sið að segja alltaf já þegar mér er boðið að tala á opinberum vettvangi en jafnframt að stinga upp á annarri konu með mér eða í staðinn fyrir mig ef svo ber undir að ég komist ekki. Það eru ótal margar leiðir til að lyfta konum upp. Það er hægt að stinga upp á konum þegar leitað er að sérfræðingi, stjórnarmanni eða ræðumanni og deila sviðinu og nota athygli sína til að draga aðra fram í sviðsljósið. Bjóða ungri konu að fylgja sér á fund eða í verkefni til þess að miðla reynslu eða opna dyr. Mæla með konum opinberlega fyrir verkefni eða stöður í stað þess að hrósa þeim (oftar en ekki í hljóði). Spyrja af hverju engin kona sé boðuð þegar hópurinn við borðið er einsleitur. Og að muna að það sem kann að virðast lítið tækifæri fyrir þig getur verið stórt skref fyrir aðra konu. Ég er alls ekki að firra karlmenn ábyrgð, því jafnrétti er sameiginlegt verkefni okkar allra. En þegar boða þarf breytingar og kveikja nýja bylgju jafnréttis hafa konur sögulega sýnt að þær leiða slíkar byltingar best. Þær vita hvernig það er að þurfa að berjast fyrir plássi og þær vita líka nákvæmlega hvað þarf að gera til skapa það fyrir aðra. Við erum sannarlega mættar en okkur þarf að fjölga í efstu stöðum í atvinnulífinu. Kvennafrídagurinn minnir okkur á að jafnrétti er ekki áfangastaður heldur ferli. Við eigum ekki aðeins að mæta þegar röðin kemur að okkur, heldur verðum við að beita okkur fyrir því að fá fleiri konur við borðið. En þori ég, vil ég, get ég. Já ég þori get og vil. Höfundur er fyrrum stjórnarmaður WomenTechIceland og stjórnarformaður Rafal.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar