Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar 23. október 2025 14:00 Ungt fólk á Íslandi er að alast upp við þann veruleika að veðmál er að verða eðlilegur partur af hinu daglega lífi. Mögulegt er að stunda veðmál á örskotsstundu hvar og hvenær sem er án eftirlits. Með farsímanum hafa ólöglegar veðmálasíður rutt sér leið inn í daglegt líf fólks m.a. inn í kennslustofuna, inn í búningsklefa íþróttafélaga, inn á heimilið og inn í svefnherbergið. Við sjáum allt niður í 13–14 ára drengi prófa sig áfram í veðmálum án eftirlits eða skilnings á því hvað þeir eru að taka þátt í. Ekki er aðeins verið að elta auðfenginn gróða, heldur einnig spennuna, adrenalínið og að verða hluti af samfélaginu sem hefur myndast að einhverju leyti út frá samfélagsmiðlum og áhrifavöldum. Samkvæmt nýjustu úttekt Kveiks og bandaríska ráðgjafafyrirtækisins Yield Sec eyða Íslendingar allt að 36 milljörðum króna á erlendum veðmálasíðum á ári.Það gerir um 80% allra veðmála Íslendinga sem þrífst án eftirlits. Gríðarlegir fjármunir streyma daglega úr landi til fyrirtækja sem hvorki greiða skatta né leggja nokkuð af mörkum til samfélagsins. Þau fjárfesta ekki í íþróttum, velferð, menntun eða forvörnum. Þau fjárfesta frekar í grípandi auglýsingum í gegnum samfélagsmiðla og áhrifavalda. Á sama tíma fá íslensk fyrirtæki, sem eru með starfsleyfi, aðeins um fimmtung af markaðnum en sú starfsemi hefur það hlutverk að skila ágóðanum til góðra málefna. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra segir réttilega að óbreytt staða sé helsta vandamálið. Það skiptir máli að skapa heilbrigða og gagnsæja umgjörð í stað þess að banna. Í því sambandi er upplagt að skoða hvernig Norðurlöndin náð stjórn á veðmálastarfsemi með reglum, yfirsýn og eftirliti. Lausnin er ekki að loka augunum, heldur að mynda traust og gagnsætt umhverfi sem verndar börn, ungt fólk og samfélagið allt. Til að fjalla um þessa nýju áskorun í íslensku samfélagi hefur Viðreisn boðað til opins fundar laugardaginn 25. október kl. 11:00 í fundarsal Viðreisnar að Suðurlandsbraut 22 í Reykjavík, þar sem rætt verður um áhrif, ábyrgð og lausnir er varðar ólöglega veðmálastarfsemi á Íslandi. Framsögumenn verða meðal annars Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, sálfræðingur, Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, Sverrir Páll Einarsson, formaður Uppreisnar, og Grímur Grímsson, alþingismaður. Fundarstjóri verður Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar. Fundurinn er opinn öllum og um er að ræða gott tækifæri til að ræða brýnt samfélagsmál með opnum huga, ábyrgð og lausnamiðaðri sýn. Höfundur er stjórnarmaður í Viðreisn Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ungt fólk á Íslandi er að alast upp við þann veruleika að veðmál er að verða eðlilegur partur af hinu daglega lífi. Mögulegt er að stunda veðmál á örskotsstundu hvar og hvenær sem er án eftirlits. Með farsímanum hafa ólöglegar veðmálasíður rutt sér leið inn í daglegt líf fólks m.a. inn í kennslustofuna, inn í búningsklefa íþróttafélaga, inn á heimilið og inn í svefnherbergið. Við sjáum allt niður í 13–14 ára drengi prófa sig áfram í veðmálum án eftirlits eða skilnings á því hvað þeir eru að taka þátt í. Ekki er aðeins verið að elta auðfenginn gróða, heldur einnig spennuna, adrenalínið og að verða hluti af samfélaginu sem hefur myndast að einhverju leyti út frá samfélagsmiðlum og áhrifavöldum. Samkvæmt nýjustu úttekt Kveiks og bandaríska ráðgjafafyrirtækisins Yield Sec eyða Íslendingar allt að 36 milljörðum króna á erlendum veðmálasíðum á ári.Það gerir um 80% allra veðmála Íslendinga sem þrífst án eftirlits. Gríðarlegir fjármunir streyma daglega úr landi til fyrirtækja sem hvorki greiða skatta né leggja nokkuð af mörkum til samfélagsins. Þau fjárfesta ekki í íþróttum, velferð, menntun eða forvörnum. Þau fjárfesta frekar í grípandi auglýsingum í gegnum samfélagsmiðla og áhrifavalda. Á sama tíma fá íslensk fyrirtæki, sem eru með starfsleyfi, aðeins um fimmtung af markaðnum en sú starfsemi hefur það hlutverk að skila ágóðanum til góðra málefna. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra segir réttilega að óbreytt staða sé helsta vandamálið. Það skiptir máli að skapa heilbrigða og gagnsæja umgjörð í stað þess að banna. Í því sambandi er upplagt að skoða hvernig Norðurlöndin náð stjórn á veðmálastarfsemi með reglum, yfirsýn og eftirliti. Lausnin er ekki að loka augunum, heldur að mynda traust og gagnsætt umhverfi sem verndar börn, ungt fólk og samfélagið allt. Til að fjalla um þessa nýju áskorun í íslensku samfélagi hefur Viðreisn boðað til opins fundar laugardaginn 25. október kl. 11:00 í fundarsal Viðreisnar að Suðurlandsbraut 22 í Reykjavík, þar sem rætt verður um áhrif, ábyrgð og lausnir er varðar ólöglega veðmálastarfsemi á Íslandi. Framsögumenn verða meðal annars Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, sálfræðingur, Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, Sverrir Páll Einarsson, formaður Uppreisnar, og Grímur Grímsson, alþingismaður. Fundarstjóri verður Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar. Fundurinn er opinn öllum og um er að ræða gott tækifæri til að ræða brýnt samfélagsmál með opnum huga, ábyrgð og lausnamiðaðri sýn. Höfundur er stjórnarmaður í Viðreisn Reykjavík
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar