Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar 25. október 2025 09:30 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur virðist staðföst í áformum um að hækka skatta á ferðamenn með nýjum álögum án þess að gera sér grein fyrir raunverulegum áhrifum ferðaþjónustunnar á íslenskt efnahagslíf. Erlendir ferðamenn greiða þegar gífurlegar fjárhæðir í ríkissjóð í formi virðisaukaskatts, án þess að fá þjónustu á móti. Hver ferðamaður greiðir að jafnaði yfir 7.000 krónur á dag í virðisaukaskatt, sem samsvarar rúmlega 200 milljörðum króna árlega. Ferðaþjónustan er því ein stærsta tekjulind ríkissjóðs, og skilar margfalt meiri tekjum en nokkur sértæk gjaldtaka eða innviðagjöld geta gert. Reynslan sýnir jafnframt að ný gjöld, eins og innviðagjald á skemmtiferðaskip, hafa þegar haft neikvæð áhrif á bókanir og þar með tekjur. Skattahækkanir á ferðamenn eru tvíeggjað sverð. Ef ferðamönnum fækkar, minnka tekjur ríkissjóðs, jafnvel þó skattar á þá hækki. Fækkun um 100.000 ferðamenn jafngildir 10 milljarða króna tekjutapi. Fjölgun um 200.000 ferðamenn skilar 20 milljarða króna tekjuaukningu. Ferðaþjónustan eykur tekjur ríkisins án þess að krefjast mikils. Virðisaukaskattur er neytendaskattur, ekki skattur á fyrirtæki. Þau sjá aðeins um að innheimta skattinn. Það eru ferðamennirnir sem greiða hann og þannig skapa þeir hreinar nýjar tekjur fyrir ríkissjóð. Þeir eru viðbótarneytendur sem koma með nýtt fjármagn inn í hagkerfið, án þess að fá mikla opinbera þjónustu á móti. Ferðaþjónustan hefur á undanförnum árum verið ein öflugasta tekjulind ríkissjóðs, fjárfest í mannauði, tækjum, þjónustu og markaðssetningu Íslands. Hún hefur þannig fjölgað skattgreiðendum og aukið tekjur ríkissjóðs svo um munar. Að hækka skatta á atvinnugrein sem þegar skilar svona miklu er skammsýn stefna. Það er eins og að pissa í skóinn sinn og gleyma að frostið bítur þegar frá líður. Skynsamleg leið til framtíðar Árangursrík skattastefna byggir ekki á hærri prósentum heldur á heilbrigðu atvinnulífi og virku samstarfi. Ferðaþjónustan á að vera tilbúin til að vinna með stjórnvöldum að einföldum og sanngjörnum lausnum sem samræma hagsmuni ríkissjóðs og áfangastaða. Ef markmiðið er að tengja tekjur ríkissjóðs við aðgang ferðamanna að náttúru landsins, ætti að nýta núverandi kerfi í stað nýrra flókinna gjaldtaka. Ein einföld og framkvæmanleg leið væri að leggja virðisaukaskatt á bílastæðagjöld sem eru við vinsæla ferðamannastaði. Slík aðgerð hefði takmörkuð áhrif á upplifun ferðamanna, krefðist ekki nýrra stofnana eða eftirlits og tryggði ríkissjóði eðlilegt hlutfall af þeirri verðmætasköpun sem ferðaþjónustan þegar stendur undir. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðaþjónusta Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur virðist staðföst í áformum um að hækka skatta á ferðamenn með nýjum álögum án þess að gera sér grein fyrir raunverulegum áhrifum ferðaþjónustunnar á íslenskt efnahagslíf. Erlendir ferðamenn greiða þegar gífurlegar fjárhæðir í ríkissjóð í formi virðisaukaskatts, án þess að fá þjónustu á móti. Hver ferðamaður greiðir að jafnaði yfir 7.000 krónur á dag í virðisaukaskatt, sem samsvarar rúmlega 200 milljörðum króna árlega. Ferðaþjónustan er því ein stærsta tekjulind ríkissjóðs, og skilar margfalt meiri tekjum en nokkur sértæk gjaldtaka eða innviðagjöld geta gert. Reynslan sýnir jafnframt að ný gjöld, eins og innviðagjald á skemmtiferðaskip, hafa þegar haft neikvæð áhrif á bókanir og þar með tekjur. Skattahækkanir á ferðamenn eru tvíeggjað sverð. Ef ferðamönnum fækkar, minnka tekjur ríkissjóðs, jafnvel þó skattar á þá hækki. Fækkun um 100.000 ferðamenn jafngildir 10 milljarða króna tekjutapi. Fjölgun um 200.000 ferðamenn skilar 20 milljarða króna tekjuaukningu. Ferðaþjónustan eykur tekjur ríkisins án þess að krefjast mikils. Virðisaukaskattur er neytendaskattur, ekki skattur á fyrirtæki. Þau sjá aðeins um að innheimta skattinn. Það eru ferðamennirnir sem greiða hann og þannig skapa þeir hreinar nýjar tekjur fyrir ríkissjóð. Þeir eru viðbótarneytendur sem koma með nýtt fjármagn inn í hagkerfið, án þess að fá mikla opinbera þjónustu á móti. Ferðaþjónustan hefur á undanförnum árum verið ein öflugasta tekjulind ríkissjóðs, fjárfest í mannauði, tækjum, þjónustu og markaðssetningu Íslands. Hún hefur þannig fjölgað skattgreiðendum og aukið tekjur ríkissjóðs svo um munar. Að hækka skatta á atvinnugrein sem þegar skilar svona miklu er skammsýn stefna. Það er eins og að pissa í skóinn sinn og gleyma að frostið bítur þegar frá líður. Skynsamleg leið til framtíðar Árangursrík skattastefna byggir ekki á hærri prósentum heldur á heilbrigðu atvinnulífi og virku samstarfi. Ferðaþjónustan á að vera tilbúin til að vinna með stjórnvöldum að einföldum og sanngjörnum lausnum sem samræma hagsmuni ríkissjóðs og áfangastaða. Ef markmiðið er að tengja tekjur ríkissjóðs við aðgang ferðamanna að náttúru landsins, ætti að nýta núverandi kerfi í stað nýrra flókinna gjaldtaka. Ein einföld og framkvæmanleg leið væri að leggja virðisaukaskatt á bílastæðagjöld sem eru við vinsæla ferðamannastaði. Slík aðgerð hefði takmörkuð áhrif á upplifun ferðamanna, krefðist ekki nýrra stofnana eða eftirlits og tryggði ríkissjóði eðlilegt hlutfall af þeirri verðmætasköpun sem ferðaþjónustan þegar stendur undir. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun