Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Agnar Már Másson skrifar 25. október 2025 15:14 „Öfgadæmin“ hafa vakið mesta athygli í umræðunni um áminningarskyldu, segir foreti ASÍ. Samsett Mynd Ef breyta á lögum um áminningarskyldu ætti sú umræða heima í kjaraviðræðum opinberra starfsmanna, að mati forseta ASÍ. Hann segir að ný könnun Maskínu, sem sýnir að meginþungi opinberra starfsmanna vilji afnema áminningarskyldu, sé vopn í höndum fjármálaráðherra. Í september birti Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra frumvarp í samráðsgátt um að afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar starfsmanna ríkisins og tímabundinnar lausnar þeirra. Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 54 prósent landsmanna séu hlynnt því að áminningarskylda ríkisstarfsmanna sé afnumin en aðeins 23 prósent þeirra séu andvíg. Þá segjast 48 prósent opinberra starfsmanna vera hlynnt því að afnema áminningarskyldu ríkisstarfsmanna en aðeins 32 prósent segjast andvíg afnáminu. Afstaða til áminningarskylduInfogram Það eru því fleiri opinberir starfsmenn hlynntir afnáminu en andvígir. Nýtt vopn Daða Verkalýðsleiðtogar hafa einna helst gagnrýnt áform fjármálaráðherrans, þar á meðal er Finnbjörn Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), en hann segir þessar tölur ekki breyta afstöðu sinni í málinu. Finnbjörn Hermannsson er formaður ASÍ.Vísir/Vilhelm „Mér finnst þetta vera vopn fyrir fjármálaráðherra, að hann geti sýnt forystu BSRB og þeirra aðila að þeirra félagsmenn séu orðnir þessarar skoðunar,“ segir Finnbjörn hjá ASÍ, „og þess vegna verður væntanlega léttara fyrir hann að semja um þetta.“ Hann kveðst þó enn þeirrar skoðunar að hér sé um að ræða réttindi sem semja skal um við viðkomandi í kjaraviðræðum frekar en lagasetningu. „Öfgadæmin“ í fyrirrúmi Telurðu ekki þetta til marks um það að þarna séu einhverjir opinberir starfsmenn sem taka eftir því að einhverjir kollegar sínir séu ekki starfi sínu vaxnir? „Það getur vel verið. Ég veit ekki hvað liggur að baki. Það geta líka legið að baki þessi öfgadæmi, eða jaðardæmi, sem eru helst í umræðunni. Ekki þessi dæmi þar sem raunverulega er verið að verja félagsmanninn fyrir ágangi yfirmanna,“ svarar Finnbjörn og vísar þar væntanlega til herferðar Viðskiptaráðs, sem hefur varið á annað hundrað þúsunda króna í auglýsingar á Facebook og Instagram um „svarta sauði“ meðal opinberra starfsmanna samkvæmt tölum frá Meta. Verði það almennt álit opinberra starfsmanna að afnema eigi áminningarskylduna hljóti verkalýðsforystan að hlusta á það og taka málefnalega umræðu um það. „Það eru ýmsir þættir sem hafa breyst frá því að lög voru sett, það má nefna að pólitískar ráðningar hafa minnkað mikið og mannauðsmálin hafa færst mikið fram bæði hjá opinberum starfsmönnum og á almennum vinnumarkaði, þannig að við erum með öðruvísi umhverfi.“ Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Í september birti Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra frumvarp í samráðsgátt um að afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar starfsmanna ríkisins og tímabundinnar lausnar þeirra. Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 54 prósent landsmanna séu hlynnt því að áminningarskylda ríkisstarfsmanna sé afnumin en aðeins 23 prósent þeirra séu andvíg. Þá segjast 48 prósent opinberra starfsmanna vera hlynnt því að afnema áminningarskyldu ríkisstarfsmanna en aðeins 32 prósent segjast andvíg afnáminu. Afstaða til áminningarskylduInfogram Það eru því fleiri opinberir starfsmenn hlynntir afnáminu en andvígir. Nýtt vopn Daða Verkalýðsleiðtogar hafa einna helst gagnrýnt áform fjármálaráðherrans, þar á meðal er Finnbjörn Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), en hann segir þessar tölur ekki breyta afstöðu sinni í málinu. Finnbjörn Hermannsson er formaður ASÍ.Vísir/Vilhelm „Mér finnst þetta vera vopn fyrir fjármálaráðherra, að hann geti sýnt forystu BSRB og þeirra aðila að þeirra félagsmenn séu orðnir þessarar skoðunar,“ segir Finnbjörn hjá ASÍ, „og þess vegna verður væntanlega léttara fyrir hann að semja um þetta.“ Hann kveðst þó enn þeirrar skoðunar að hér sé um að ræða réttindi sem semja skal um við viðkomandi í kjaraviðræðum frekar en lagasetningu. „Öfgadæmin“ í fyrirrúmi Telurðu ekki þetta til marks um það að þarna séu einhverjir opinberir starfsmenn sem taka eftir því að einhverjir kollegar sínir séu ekki starfi sínu vaxnir? „Það getur vel verið. Ég veit ekki hvað liggur að baki. Það geta líka legið að baki þessi öfgadæmi, eða jaðardæmi, sem eru helst í umræðunni. Ekki þessi dæmi þar sem raunverulega er verið að verja félagsmanninn fyrir ágangi yfirmanna,“ svarar Finnbjörn og vísar þar væntanlega til herferðar Viðskiptaráðs, sem hefur varið á annað hundrað þúsunda króna í auglýsingar á Facebook og Instagram um „svarta sauði“ meðal opinberra starfsmanna samkvæmt tölum frá Meta. Verði það almennt álit opinberra starfsmanna að afnema eigi áminningarskylduna hljóti verkalýðsforystan að hlusta á það og taka málefnalega umræðu um það. „Það eru ýmsir þættir sem hafa breyst frá því að lög voru sett, það má nefna að pólitískar ráðningar hafa minnkað mikið og mannauðsmálin hafa færst mikið fram bæði hjá opinberum starfsmönnum og á almennum vinnumarkaði, þannig að við erum með öðruvísi umhverfi.“
Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent