Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Agnar Már Másson skrifar 25. október 2025 15:14 „Öfgadæmin“ hafa vakið mesta athygli í umræðunni um áminningarskyldu, segir foreti ASÍ. Samsett Mynd Ef breyta á lögum um áminningarskyldu ætti sú umræða heima í kjaraviðræðum opinberra starfsmanna, að mati forseta ASÍ. Hann segir að ný könnun Maskínu, sem sýnir að meginþungi opinberra starfsmanna vilji afnema áminningarskyldu, sé vopn í höndum fjármálaráðherra. Í september birti Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra frumvarp í samráðsgátt um að afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar starfsmanna ríkisins og tímabundinnar lausnar þeirra. Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 54 prósent landsmanna séu hlynnt því að áminningarskylda ríkisstarfsmanna sé afnumin en aðeins 23 prósent þeirra séu andvíg. Þá segjast 48 prósent opinberra starfsmanna vera hlynnt því að afnema áminningarskyldu ríkisstarfsmanna en aðeins 32 prósent segjast andvíg afnáminu. Afstaða til áminningarskylduInfogram Það eru því fleiri opinberir starfsmenn hlynntir afnáminu en andvígir. Nýtt vopn Daða Verkalýðsleiðtogar hafa einna helst gagnrýnt áform fjármálaráðherrans, þar á meðal er Finnbjörn Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), en hann segir þessar tölur ekki breyta afstöðu sinni í málinu. Finnbjörn Hermannsson er formaður ASÍ.Vísir/Vilhelm „Mér finnst þetta vera vopn fyrir fjármálaráðherra, að hann geti sýnt forystu BSRB og þeirra aðila að þeirra félagsmenn séu orðnir þessarar skoðunar,“ segir Finnbjörn hjá ASÍ, „og þess vegna verður væntanlega léttara fyrir hann að semja um þetta.“ Hann kveðst þó enn þeirrar skoðunar að hér sé um að ræða réttindi sem semja skal um við viðkomandi í kjaraviðræðum frekar en lagasetningu. „Öfgadæmin“ í fyrirrúmi Telurðu ekki þetta til marks um það að þarna séu einhverjir opinberir starfsmenn sem taka eftir því að einhverjir kollegar sínir séu ekki starfi sínu vaxnir? „Það getur vel verið. Ég veit ekki hvað liggur að baki. Það geta líka legið að baki þessi öfgadæmi, eða jaðardæmi, sem eru helst í umræðunni. Ekki þessi dæmi þar sem raunverulega er verið að verja félagsmanninn fyrir ágangi yfirmanna,“ svarar Finnbjörn og vísar þar væntanlega til herferðar Viðskiptaráðs, sem hefur varið á annað hundrað þúsunda króna í auglýsingar á Facebook og Instagram um „svarta sauði“ meðal opinberra starfsmanna samkvæmt tölum frá Meta. Verði það almennt álit opinberra starfsmanna að afnema eigi áminningarskylduna hljóti verkalýðsforystan að hlusta á það og taka málefnalega umræðu um það. „Það eru ýmsir þættir sem hafa breyst frá því að lög voru sett, það má nefna að pólitískar ráðningar hafa minnkað mikið og mannauðsmálin hafa færst mikið fram bæði hjá opinberum starfsmönnum og á almennum vinnumarkaði, þannig að við erum með öðruvísi umhverfi.“ Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Í september birti Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra frumvarp í samráðsgátt um að afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar starfsmanna ríkisins og tímabundinnar lausnar þeirra. Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 54 prósent landsmanna séu hlynnt því að áminningarskylda ríkisstarfsmanna sé afnumin en aðeins 23 prósent þeirra séu andvíg. Þá segjast 48 prósent opinberra starfsmanna vera hlynnt því að afnema áminningarskyldu ríkisstarfsmanna en aðeins 32 prósent segjast andvíg afnáminu. Afstaða til áminningarskylduInfogram Það eru því fleiri opinberir starfsmenn hlynntir afnáminu en andvígir. Nýtt vopn Daða Verkalýðsleiðtogar hafa einna helst gagnrýnt áform fjármálaráðherrans, þar á meðal er Finnbjörn Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), en hann segir þessar tölur ekki breyta afstöðu sinni í málinu. Finnbjörn Hermannsson er formaður ASÍ.Vísir/Vilhelm „Mér finnst þetta vera vopn fyrir fjármálaráðherra, að hann geti sýnt forystu BSRB og þeirra aðila að þeirra félagsmenn séu orðnir þessarar skoðunar,“ segir Finnbjörn hjá ASÍ, „og þess vegna verður væntanlega léttara fyrir hann að semja um þetta.“ Hann kveðst þó enn þeirrar skoðunar að hér sé um að ræða réttindi sem semja skal um við viðkomandi í kjaraviðræðum frekar en lagasetningu. „Öfgadæmin“ í fyrirrúmi Telurðu ekki þetta til marks um það að þarna séu einhverjir opinberir starfsmenn sem taka eftir því að einhverjir kollegar sínir séu ekki starfi sínu vaxnir? „Það getur vel verið. Ég veit ekki hvað liggur að baki. Það geta líka legið að baki þessi öfgadæmi, eða jaðardæmi, sem eru helst í umræðunni. Ekki þessi dæmi þar sem raunverulega er verið að verja félagsmanninn fyrir ágangi yfirmanna,“ svarar Finnbjörn og vísar þar væntanlega til herferðar Viðskiptaráðs, sem hefur varið á annað hundrað þúsunda króna í auglýsingar á Facebook og Instagram um „svarta sauði“ meðal opinberra starfsmanna samkvæmt tölum frá Meta. Verði það almennt álit opinberra starfsmanna að afnema eigi áminningarskylduna hljóti verkalýðsforystan að hlusta á það og taka málefnalega umræðu um það. „Það eru ýmsir þættir sem hafa breyst frá því að lög voru sett, það má nefna að pólitískar ráðningar hafa minnkað mikið og mannauðsmálin hafa færst mikið fram bæði hjá opinberum starfsmönnum og á almennum vinnumarkaði, þannig að við erum með öðruvísi umhverfi.“
Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira