„Túnin eru bara hvít“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. október 2025 16:02 Eggert Valur segir bændur vera orðna langþreytta á álftinni. Vísir/Magnús Hlynur Oddviti Rangárþings ytra vill að brugðist verði við gríðarlegri fjölgun álfta í sveitarfélaginu. Hann segir álftirnar gera bændum lífið leitt, þær valdi tjóni á ræktarlandi sem nemi milljónum króna. Alfriðaður álftastofninn hefur stækkað hratt undanfarin ár í Rangárþingi ytra á Suðurlandi að sögn Eggerts Vals Guðmundssonar oddvita sveitarfélagsins. Hann hefur áður tjáð sig um stöðuna í héraðsmiðlum en hann segir álftirnar farnar að færa sig upp á skaftið, þær valdi miklu tjóni á ræktunarsvæði bænda. „Ég lít á það sem svo að þetta sé að verða vandamál. Ég sé þetta svo vel, ég bý nú bara sjálfur nánast inni á kornakri og horfi á þetta út um eldhúsgluggann hjá mér á hverjum degi. Túnin eru bara hvít, þetta er bara skaðvaldur, það þarf að fækka henni.“ Gríðarlegt tjón Eggert segir álftina eyðileggja tún en einnig fara í trjágræðlinga sem fólk sé að reyna að koma upp. Mesta tjónið sé á kornökrum þar sem álftin skilur eftir sig flakandi sár að sögn Eggerts. „Þetta er náttúrulega gríðarlegt fjárhagslegt tjón fyrir bændur. Það má kannski áætla að einn hektari af korni kosti bónda upp undir milljón að koma í jörðina og ef það eru 70 til 80 prósent af akrinum ónýtt eftir fuglinn þá sjá það allir hvernig það lítur út það dæmi.“ Nóg komið Fuglinn sé í dag alfriðaður en Eggert vill að takmarkaðar heimildir verði veittar til að bregðast við. „Ég held það væri bara nauðsynlegt að gefa fólki leyfi á að skjóta á hana. Þá er ég ekkert að hugsa kannski endilega um, því hún fælist ef skotið er á hana, að það verði minna tjón af henni ef henni yrði fækkað eitthvað. Það verður að fækka henni, hún er búin að fjölga sér svo gríðarlega á undanförnum árum, það sjá allir sem horfa upp í himininn, þetta er algjör skelfing.“ Eggert segist skilja að margir beri hlýjar tilfinningar til álftarinnar. „Ég skil það alveg og álftin hefur sterka stöðu í huga Íslendinga, ég er ekki að tala hana niður sem slíka heldur bara að reyna að benda á hvernig staðan á þessu er. Það er bara komið nóg af henni í bili.“ Rangárþing ytra Dýr Landbúnaður Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Alfriðaður álftastofninn hefur stækkað hratt undanfarin ár í Rangárþingi ytra á Suðurlandi að sögn Eggerts Vals Guðmundssonar oddvita sveitarfélagsins. Hann hefur áður tjáð sig um stöðuna í héraðsmiðlum en hann segir álftirnar farnar að færa sig upp á skaftið, þær valdi miklu tjóni á ræktunarsvæði bænda. „Ég lít á það sem svo að þetta sé að verða vandamál. Ég sé þetta svo vel, ég bý nú bara sjálfur nánast inni á kornakri og horfi á þetta út um eldhúsgluggann hjá mér á hverjum degi. Túnin eru bara hvít, þetta er bara skaðvaldur, það þarf að fækka henni.“ Gríðarlegt tjón Eggert segir álftina eyðileggja tún en einnig fara í trjágræðlinga sem fólk sé að reyna að koma upp. Mesta tjónið sé á kornökrum þar sem álftin skilur eftir sig flakandi sár að sögn Eggerts. „Þetta er náttúrulega gríðarlegt fjárhagslegt tjón fyrir bændur. Það má kannski áætla að einn hektari af korni kosti bónda upp undir milljón að koma í jörðina og ef það eru 70 til 80 prósent af akrinum ónýtt eftir fuglinn þá sjá það allir hvernig það lítur út það dæmi.“ Nóg komið Fuglinn sé í dag alfriðaður en Eggert vill að takmarkaðar heimildir verði veittar til að bregðast við. „Ég held það væri bara nauðsynlegt að gefa fólki leyfi á að skjóta á hana. Þá er ég ekkert að hugsa kannski endilega um, því hún fælist ef skotið er á hana, að það verði minna tjón af henni ef henni yrði fækkað eitthvað. Það verður að fækka henni, hún er búin að fjölga sér svo gríðarlega á undanförnum árum, það sjá allir sem horfa upp í himininn, þetta er algjör skelfing.“ Eggert segist skilja að margir beri hlýjar tilfinningar til álftarinnar. „Ég skil það alveg og álftin hefur sterka stöðu í huga Íslendinga, ég er ekki að tala hana niður sem slíka heldur bara að reyna að benda á hvernig staðan á þessu er. Það er bara komið nóg af henni í bili.“
Rangárþing ytra Dýr Landbúnaður Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira