Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Agnar Már Másson skrifar 25. október 2025 16:27 Konan er grunuð um að hafa veitt manninum lífshættulega stunguáverka aðfaranótt laugardags 18. október. Vísir/Vilhelm Kona á fimmtugsaldri var handtekin í Grindavík á þriðjudag þar sem hún er grunuð um að stinga sambýlismann sinn í íbúð þeirra. Málið er rannsakað sem heimilisofbeldi. Henni hefur verið sleppt úr haldi. Greint var frá því í vikunni að Lögreglan á Suðurnesjum hefði verið kölluð út að heimahúsi í Grindavík síðustu helgi, nánar til tekið aðfaranótt laugardagsins 18. október, þar sem hún hafi brugðist við tilkynningu um hávaða í íbúð. Þegar lögregla mætti á vettvang blasti við maður með lífshættulega stunguáverka, sem var í kjölfarið fluttur á Landspítalann í Fossvogi til frekari aðhlynningar. Í fyrstu hafði lögreglan talið að maðurinn hefði sjálfur veitt sér stungusárin en útilokaði ekki að hann gæti hafa orðið fyrir stunguárás enda hafi hann ekki verið einn í íbúðinni. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, segir við Vísi í dag að kona á fimmtugsaldri hafi verið handtekin á þriðjudag þar sem hún er grunuð um að hafa veitt manninum stunguáverka. Rúv greindi fyrst frá handtökunni. Konan hafi verið látin laus að lokinni skýrslutöku og frekari rannsókn á málinu. Málið er rannsakað sem heimilisofbeldismál að sögn Bjarneyjar sem tekur enn fremur fram að maðurinn, sem einnig er á fimmtugsaldri, sé sambýlismaður konunnar. Hann er nú á batavegi og kominn úr lífshættu, að sögn lögreglu. Laganna verðir hafa nú tekið skýrslu af manninum. Málið er enn til rannsóknar hjá lögreglunni en Bjarney segir að enginn annar hafi orðið vitni að meintri árás. Þá hafi engin börn verið í íbúðinni þegar atvikið átti sér stað. Lögreglumál Grindavík Heimilisofbeldi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira
Greint var frá því í vikunni að Lögreglan á Suðurnesjum hefði verið kölluð út að heimahúsi í Grindavík síðustu helgi, nánar til tekið aðfaranótt laugardagsins 18. október, þar sem hún hafi brugðist við tilkynningu um hávaða í íbúð. Þegar lögregla mætti á vettvang blasti við maður með lífshættulega stunguáverka, sem var í kjölfarið fluttur á Landspítalann í Fossvogi til frekari aðhlynningar. Í fyrstu hafði lögreglan talið að maðurinn hefði sjálfur veitt sér stungusárin en útilokaði ekki að hann gæti hafa orðið fyrir stunguárás enda hafi hann ekki verið einn í íbúðinni. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, segir við Vísi í dag að kona á fimmtugsaldri hafi verið handtekin á þriðjudag þar sem hún er grunuð um að hafa veitt manninum stunguáverka. Rúv greindi fyrst frá handtökunni. Konan hafi verið látin laus að lokinni skýrslutöku og frekari rannsókn á málinu. Málið er rannsakað sem heimilisofbeldismál að sögn Bjarneyjar sem tekur enn fremur fram að maðurinn, sem einnig er á fimmtugsaldri, sé sambýlismaður konunnar. Hann er nú á batavegi og kominn úr lífshættu, að sögn lögreglu. Laganna verðir hafa nú tekið skýrslu af manninum. Málið er enn til rannsóknar hjá lögreglunni en Bjarney segir að enginn annar hafi orðið vitni að meintri árás. Þá hafi engin börn verið í íbúðinni þegar atvikið átti sér stað.
Lögreglumál Grindavík Heimilisofbeldi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira