Fótbolti

Andri Lucas tryggði Black­burn þrjú stig í endur­komu­sigri

Smári Jökull Jónsson skrifar
Andri Lucas fagnar hér sigurmarki sínu í dag.
Andri Lucas fagnar hér sigurmarki sínu í dag. Vísir/Getty

Andri Lucas Guðjohnsen var hetja Blackburn í ensku Championship-deildinni í dag þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið.

Andri Lucas gekk til liðs við Blackburn rétt áður en félagaskiptaglugginn lokaði í ágúst og hafið komið við sögu í sex leikjum á tímabilinu og verið í byrjunarliði í fjórum leikjum í röð fyrir leikinn gegn Southampton í dag.

Hann byrjaði í framlínunni í dag en Southampton komst yfir á 23. mínútu leiksins með marki frá Leo Scienza. Staðan í hálfleik var 1-1 og lengi vel stefndi í góðan útisigur gestanna.

Á 76. mínútu jafnaði Ryan Alebiosu hins vegar metin fyrir heimamenn og þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma skoraði Andri Lucas sigurmarkið og tryggði Blackburn góðan sigur.

Sigurinn lyftir Blackburn úr fallsæti en þetta var þriðji sigur liðsins á tímabilinu í fyrstu ellefu umferðunum.

Jason Daði Svanþórsson byrjaði á bekknum hjá Grimsby sem tapaði 3-2 gegn Crewe á útivelli í League Two deildinni. Jason Daði kom inn á 80. mínútu í stöðunni 2-2 en Crewe tryggði sér sigurinn með marki á 87. mínútu leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×