Formúla 1

Norris á ráspól og for­ysta Piastri í hættu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Lando Norris ræsri fremstur í mexíkóska kappakstrinum á morgun.
Lando Norris ræsri fremstur í mexíkóska kappakstrinum á morgun. Hector Vivas/Getty Images

Lando Norris mun ræsa fyrstur þegar mexíkóski kappaksturinn í Formúlu 1 fer af stað á morgun. Liðsfélagi hans hjá McLaren og efsti maður heimsmeistaramóts ökuþóra, Oscar Piastri, ræsir aðeins áttundi.

Norris keyrði algjörlega frábæran hring í lokahluta tímatökunnar í Mexíkó í kvöld þegar hann kom í mark á tímanum 1:15,586. Hann var 0,262 sekúndum hraðari en Cherles Leclerc á Ferrari, sem ræsir annar.

Liðsfélagi Leclerc hjá Ferrari, sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton, varð þriðji í tímatökunum, 0,352 sekúndum hægari en Norris.

George Russell á Mercedes ræsir fjórði eftir tímatökurnar í kvöld og ríkjandi heimsmeistarinn Max Verstappen, sem er að elta McLaren-mennina Norris og Piastri í baráttunni um heimsmeistaratitilinn, ræsir fimmti.

Piastri átti hins vegar ekki sinn besta dag í Mexíkó í kvöld og hann ræsir aðeins áttundi þegar kappaksturinn fer af stað annað kvöld. Piastri er efstur í heimsmeistaramóti ökuþóra með 346 stig þegar fimm keppnir eru eftir, 14 stigum meira en Norris sem er annar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×