Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar 27. október 2025 09:01 Þann 24. október var kvennaverkfallið haldið í 50. sinn. Í hálfa öld hafa konur á Íslandi staðið saman og minnt á að án þeirra stöðvast samfélagið. Þær hafa krafist þess að störf þeirra séu metin, að laun þeirra endurspegli ábyrgðina sem þær bera og að rödd þeirra heyrist. En jafnvel í samfélagi sem telur sig vera í fararbroddi í jafnréttismálum er enn einn geiri þar sem misréttið lifir og hrærir: heilbrigðiskerfið. Um 80% starfsmanna Landspítalans eru konur. Konur sjá um umönnun, hjúkrun, aðstoð og mannlega nærveru. Þættina sem halda kerfinu uppi dag frá degi. Ef konurnar myndu leggja niður störf myndi heilbrigðiskerfið lamast á örfáum dögum. Það er óumdeilanlegt. Þrátt fyrir þetta blasir kaldhæðnin við, sama kerfi og þær halda uppi, tekur þær síður alvarlega þegar þær stíga þar inn sem sjúklingar. Það er sorgleg staðreynd að margar konur á Íslandi upplifa að þær séu ekki teknar alvarlega þegar þær leita sér læknisaðstoðar. Einkenni þeirra eru oft afskrifuð sem kvíði, streita eða hormónar. Þær fá ráð um að „slaka á“ þegar í raun eru þær að lýsa alvarlegum veikindum. Fjölmargar konur segja frá því að þær hafi þurft að hafa karlmann með sér til að fá lækninn til að hlusta. Að sama lýsingin, sögð með djúpri karlrödd, veki allt í einu viðbrögð, rannsóknir og meðferð. Þegar konan talar ein, er henni hins vegar mætt með efa eða hunsun. Þetta er ekki tilviljun, heldur kerfislægur kynjamismunur innbyggður í menningu heilbrigðiskerfisins, í kennslubókum, í greiningum og jafnvel í rannsóknum. Flestir sjúkdómar sem hrjá konur hafa lengi verið vanrannsakaðir, misskildir eða einfaldlega hunsaðir. Þetta á við um sjúkdóma eins og Endó, PCOS, POTS, króníska þreytu, hormónatengda sjúkdóma, sársauka og ónæmisraskanir. Þeir eru oft taldir „óútskýrðir“ en það sem raunverulega skortir er ekki svör, heldur áhugi, rannsóknarfé og virðing fyrir reynslu kvenna. Heilbrigðiskerfið var í áratugi byggt á rannsóknum á karlmönnum. Að svokallaðir kvensjúkdómar voru rannsakaðir á karlkynslíkömum. Líkami karlsins var talinn „sjálfgefinn“ líkami mannsins og af því leiddi að konur voru undantekningin. Þess vegna eru einkenni hjartaáfalla hjá konum síður þekkt, verkir þeirra teknir minna alvarlega og sjúkdómar þeirra greindir seinna. Þetta hefur ekki bara áhrif á lífsgæði kvenna, heldur getur bókstaflega kostað þær lífið. Þegar konur lýsa veikindum sínum eru þær alltof oft sakaðar um að ýkja eða vera „of næmar“. Þegar þær krefjast útskýringa eru þær merktar sem „erfiðar“. Þegar þær spyrja of margra spurninga eru þær sagt að hætta að googla. Þetta er ekki jafnræði, þetta er valdbeiting, fínleg, menningarleg og kerfisbundin. Við megum ekki sætta okkur við heilbrigðiskerfi þar sem trúverðugleiki sjúklings ræðst af kyni hans. Kvennaverkfallið minnir okkur á að jafnrétti er ekki aflokið verkefni. Það þarf að berjast fyrir því á hverjum degi, á vinnustöðum, í skólum og já, á heilsugæslum og spítölum landsins. Það er ekki hægt að tala um jafnrétti á Íslandi á meðan heilbrigðiskerfið hlustar frekar á karla en konur. Það er ekki hægt að hrósa sér af jafnrétti á meðan sjúkdómar kvenna eru hunsaðir, rannsóknir á þeim vanræktar og reynsla þeirra gerð ósýnileg. Konur halda heilbrigðiskerfinu gangandi en kerfið verður ekki heilbrigt fyrr en það hlustar líka á þær. Það er kominn tími til að stjórnvöld, heilbrigðisyfirvöld og fagfólk í kerfinu taki þessu alvarlega. Það þarf að breyta menningunni, viðhorfunum og verklaginu. Ekki með einhverjum fallegum orðum, heldur með aðgerðum. Við krefjumst þess að konur séu teknar jafn alvarlega og karlar, að veikindi þeirra fái sömu athygli og að rödd þeirra verði ekki lengur þögguð. Jafnrétti má ekki enda við hurð spítalans. Það á að byrja þar. Höfundur er kennaranemi við HA og sjúklingur með POTS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Sjá meira
Þann 24. október var kvennaverkfallið haldið í 50. sinn. Í hálfa öld hafa konur á Íslandi staðið saman og minnt á að án þeirra stöðvast samfélagið. Þær hafa krafist þess að störf þeirra séu metin, að laun þeirra endurspegli ábyrgðina sem þær bera og að rödd þeirra heyrist. En jafnvel í samfélagi sem telur sig vera í fararbroddi í jafnréttismálum er enn einn geiri þar sem misréttið lifir og hrærir: heilbrigðiskerfið. Um 80% starfsmanna Landspítalans eru konur. Konur sjá um umönnun, hjúkrun, aðstoð og mannlega nærveru. Þættina sem halda kerfinu uppi dag frá degi. Ef konurnar myndu leggja niður störf myndi heilbrigðiskerfið lamast á örfáum dögum. Það er óumdeilanlegt. Þrátt fyrir þetta blasir kaldhæðnin við, sama kerfi og þær halda uppi, tekur þær síður alvarlega þegar þær stíga þar inn sem sjúklingar. Það er sorgleg staðreynd að margar konur á Íslandi upplifa að þær séu ekki teknar alvarlega þegar þær leita sér læknisaðstoðar. Einkenni þeirra eru oft afskrifuð sem kvíði, streita eða hormónar. Þær fá ráð um að „slaka á“ þegar í raun eru þær að lýsa alvarlegum veikindum. Fjölmargar konur segja frá því að þær hafi þurft að hafa karlmann með sér til að fá lækninn til að hlusta. Að sama lýsingin, sögð með djúpri karlrödd, veki allt í einu viðbrögð, rannsóknir og meðferð. Þegar konan talar ein, er henni hins vegar mætt með efa eða hunsun. Þetta er ekki tilviljun, heldur kerfislægur kynjamismunur innbyggður í menningu heilbrigðiskerfisins, í kennslubókum, í greiningum og jafnvel í rannsóknum. Flestir sjúkdómar sem hrjá konur hafa lengi verið vanrannsakaðir, misskildir eða einfaldlega hunsaðir. Þetta á við um sjúkdóma eins og Endó, PCOS, POTS, króníska þreytu, hormónatengda sjúkdóma, sársauka og ónæmisraskanir. Þeir eru oft taldir „óútskýrðir“ en það sem raunverulega skortir er ekki svör, heldur áhugi, rannsóknarfé og virðing fyrir reynslu kvenna. Heilbrigðiskerfið var í áratugi byggt á rannsóknum á karlmönnum. Að svokallaðir kvensjúkdómar voru rannsakaðir á karlkynslíkömum. Líkami karlsins var talinn „sjálfgefinn“ líkami mannsins og af því leiddi að konur voru undantekningin. Þess vegna eru einkenni hjartaáfalla hjá konum síður þekkt, verkir þeirra teknir minna alvarlega og sjúkdómar þeirra greindir seinna. Þetta hefur ekki bara áhrif á lífsgæði kvenna, heldur getur bókstaflega kostað þær lífið. Þegar konur lýsa veikindum sínum eru þær alltof oft sakaðar um að ýkja eða vera „of næmar“. Þegar þær krefjast útskýringa eru þær merktar sem „erfiðar“. Þegar þær spyrja of margra spurninga eru þær sagt að hætta að googla. Þetta er ekki jafnræði, þetta er valdbeiting, fínleg, menningarleg og kerfisbundin. Við megum ekki sætta okkur við heilbrigðiskerfi þar sem trúverðugleiki sjúklings ræðst af kyni hans. Kvennaverkfallið minnir okkur á að jafnrétti er ekki aflokið verkefni. Það þarf að berjast fyrir því á hverjum degi, á vinnustöðum, í skólum og já, á heilsugæslum og spítölum landsins. Það er ekki hægt að tala um jafnrétti á Íslandi á meðan heilbrigðiskerfið hlustar frekar á karla en konur. Það er ekki hægt að hrósa sér af jafnrétti á meðan sjúkdómar kvenna eru hunsaðir, rannsóknir á þeim vanræktar og reynsla þeirra gerð ósýnileg. Konur halda heilbrigðiskerfinu gangandi en kerfið verður ekki heilbrigt fyrr en það hlustar líka á þær. Það er kominn tími til að stjórnvöld, heilbrigðisyfirvöld og fagfólk í kerfinu taki þessu alvarlega. Það þarf að breyta menningunni, viðhorfunum og verklaginu. Ekki með einhverjum fallegum orðum, heldur með aðgerðum. Við krefjumst þess að konur séu teknar jafn alvarlega og karlar, að veikindi þeirra fái sömu athygli og að rödd þeirra verði ekki lengur þögguð. Jafnrétti má ekki enda við hurð spítalans. Það á að byrja þar. Höfundur er kennaranemi við HA og sjúklingur með POTS.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun