Enski boltinn

Guardiola: Of snemmt til að hafa á­hyggjur af Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola horfði upp á sína menn í Manchester City tapa um helgina og missa Arsenal sex stigum fram úr sér.
Pep Guardiola horfði upp á sína menn í Manchester City tapa um helgina og missa Arsenal sex stigum fram úr sér. Getty/Alex Broadway

Arsenal náði fjögurra stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni um helgina en Pep Guardiola knattspyrnustjóri Manchester City segir of snemmt að hafa áhyggjur af góðu gengi Arsenal.

Manchester City tapaði 1-0 á móti Aston Villa í gær á meðan Arsenal vann 1-0 sigur á Crystal Palace. Arsenal er nú með sex stigum meira en City.

Guardiola hefur lagt það í vana sinn með City að elta uppi Arsenal og taka síðan fram úr á lokakaflanum.

„Arsenal hefur verið með traust lið í mörg ár en að þessu sinni snúast áhyggjur mínar meira um hvernig við getum bætt okkur miklu meira og nálgast toppinn,“ sagði Pep Guardiola eftir þriðja tapið í röð á Villa Park.

„Að mínu mati er tímabilið svo langt. Svo langt. Þetta er mín reynsla. Það eru mörg lið þarna. Ég var áhyggjufullur fyrir landsleikjahléið í september þegar við vorum í fjórtánda sæti í deildinni,“ sagði Guardiola.

„Ef þeir vinna alla sína leiki og vinna ensku úrvalsdeildina, þá óska ég ​​þeim bara til hamingju með það. Það er allt sem við getum gert. Við þurfum að halda okkur lifandi í baráttunni og liðið mitt er gott. Ég veit ekki hversu mörg lið geta komið hingað og spilað eins og við spiluðum, með hugrekki, til í að halda boltanum og að skapa sér færi,“ sagði Guardiola.

„En ég lifi ekki í október og nóvember og hugsa: 'Ó, hvað gerist ef við vinnum ekki ensku úrvalsdeildina, því þetta er bara einn leikur í einu núna,“ sagði Guardiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×