„Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. október 2025 19:00 Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðandi segir að engin formleg tilkynning hafi borist til embættisins frá starfsfólki um einelti, kynbundið eða kynferðislegt áreiti eða ofbeldi. Hann myndi taka á slíkum málum. Hann harmar að innri mál embættisins séu til umfjöllunar í fjölmiðlum og hefur ekki íhugað stöðu sína. Starfsmannamál Ríkisendurskoðunar hafa verið til umfjöllunar eftir að starfsmannakannanir og gögnum var komið til fjölmiðla í dag sem sýna afar neikvæða mynd af starfsmannamálum stofnunarinnar. Þar ber einna hæst að meira en einn af hverjum tíu starfsmönnum Ríkisendurskoðunar upplifði svokölluð EKKO-mál síðustu sex mánuðina á undan. EKKO- stendur fyrir einelti, kynferðislegt, kynbundið eða ofbeldi. Þá höfðu 41 prósent orðið vitni að slíku ofbeldi. Engar formlegar tilkynningar borist um EKKO Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir að engin formleg tilkynning hafi borist um EKKO- mál. Ekki sé hægt að bregðast við málum sem eru ekki tilkynnt. „Þegar kemur að þessum upplifunum starfsfólks sem er tilefni þessa fréttaflutnings finnst mér ástæða til að árétta að hér hafa engin EKKO mál- komið upp. Það var verið að mæla upplifanir starfsfólks í áhættukönnuninni sem um ræðir. Það hafa hins vegar engar formlegar tilkynningar borist til embættisins. Kæmu þær fram myndi ég taka þeim mjög alvarlega og koma þeim í viðeigandi farveg. Það er erfitt að taka á málum þegar engar formlegar upplýsingar liggja fyrir. Ég sem æðsti yfirmaður sé um að allir fái réttláta málsmeðferð. En þegar um er að ræða óupplýstar upplifanir þá er ekki hægt að bregðast við. Þegar áhættumatið lá fyrir í september í fyrra þá settum við starfsmannamálin í ákveðinn farveg og höfum unnið markvisst að inngripum allar götur síðan,“ segir hann. Starfsfólk hafi ekki ástæðu til að óttast Aðspurður um hvort starfsfólk hætti mögulega ekki á að tilkynna um slík mál á formlegan hátt svarar Guðmundur: „Starfsfólk hefur enga ástæðu til að óttast að tilkynna slík mál, ég hef ekkert umburðarlyndi fyrir svona málum.“ Guðmundur segir að hann hafi gert talsverðar breytingar á embættinu frá því hann hóf störf þar árið 2022 í því skyni að bæta það. „Það hafa verið gerðar töluverðar breytingar á starfseminni frá því ég tók við og þær geta tekið á. En ég er sannfærður um að þær séu af hinu góða og muni styrkja embættið til framtíðar,“ segir hann. Guðmundur segir að gagnrýni á að hann hafi tekið að sér verkefni mannauðsstjóra byggi á misskilningi. „Mannauðsstjóri er í fæðingarorlofi. Ríkisendurskoðandi er æðsti stjórnandi Ríkisendurskoðunar og allar ákvarðanir enda hjá honum. Meðan mannauðsstjóri er í fæðingarorlofi liggja verkefnin hjá mínu embætti og öðrum í stofnuninni,“ segir hann. Guðmundur telur ekki tilefni til að íhuga stöðu sína. „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína. Ég harma að innri mál stofnunarinnar séu gerð að fjölmiðlaumfjöllun og tel þá mynd sem þarna er dregin upp ekki raunsanna. Umfjöllunin er neikvæð fyrir starfsfólk og mitt verkefni að halda utan um það á tímum sem þessum. Samband mitt við starfsfólk er almennt mjög gott. Hér er afskaplega hæfur og góður mannauður sem mér þykir vænt um að fá tækifæri til að starfa með,“ segir hann að lokum. Ríkisendurskoðun Alþingi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Innflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Starfsmannamál Ríkisendurskoðunar hafa verið til umfjöllunar eftir að starfsmannakannanir og gögnum var komið til fjölmiðla í dag sem sýna afar neikvæða mynd af starfsmannamálum stofnunarinnar. Þar ber einna hæst að meira en einn af hverjum tíu starfsmönnum Ríkisendurskoðunar upplifði svokölluð EKKO-mál síðustu sex mánuðina á undan. EKKO- stendur fyrir einelti, kynferðislegt, kynbundið eða ofbeldi. Þá höfðu 41 prósent orðið vitni að slíku ofbeldi. Engar formlegar tilkynningar borist um EKKO Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir að engin formleg tilkynning hafi borist um EKKO- mál. Ekki sé hægt að bregðast við málum sem eru ekki tilkynnt. „Þegar kemur að þessum upplifunum starfsfólks sem er tilefni þessa fréttaflutnings finnst mér ástæða til að árétta að hér hafa engin EKKO mál- komið upp. Það var verið að mæla upplifanir starfsfólks í áhættukönnuninni sem um ræðir. Það hafa hins vegar engar formlegar tilkynningar borist til embættisins. Kæmu þær fram myndi ég taka þeim mjög alvarlega og koma þeim í viðeigandi farveg. Það er erfitt að taka á málum þegar engar formlegar upplýsingar liggja fyrir. Ég sem æðsti yfirmaður sé um að allir fái réttláta málsmeðferð. En þegar um er að ræða óupplýstar upplifanir þá er ekki hægt að bregðast við. Þegar áhættumatið lá fyrir í september í fyrra þá settum við starfsmannamálin í ákveðinn farveg og höfum unnið markvisst að inngripum allar götur síðan,“ segir hann. Starfsfólk hafi ekki ástæðu til að óttast Aðspurður um hvort starfsfólk hætti mögulega ekki á að tilkynna um slík mál á formlegan hátt svarar Guðmundur: „Starfsfólk hefur enga ástæðu til að óttast að tilkynna slík mál, ég hef ekkert umburðarlyndi fyrir svona málum.“ Guðmundur segir að hann hafi gert talsverðar breytingar á embættinu frá því hann hóf störf þar árið 2022 í því skyni að bæta það. „Það hafa verið gerðar töluverðar breytingar á starfseminni frá því ég tók við og þær geta tekið á. En ég er sannfærður um að þær séu af hinu góða og muni styrkja embættið til framtíðar,“ segir hann. Guðmundur segir að gagnrýni á að hann hafi tekið að sér verkefni mannauðsstjóra byggi á misskilningi. „Mannauðsstjóri er í fæðingarorlofi. Ríkisendurskoðandi er æðsti stjórnandi Ríkisendurskoðunar og allar ákvarðanir enda hjá honum. Meðan mannauðsstjóri er í fæðingarorlofi liggja verkefnin hjá mínu embætti og öðrum í stofnuninni,“ segir hann. Guðmundur telur ekki tilefni til að íhuga stöðu sína. „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína. Ég harma að innri mál stofnunarinnar séu gerð að fjölmiðlaumfjöllun og tel þá mynd sem þarna er dregin upp ekki raunsanna. Umfjöllunin er neikvæð fyrir starfsfólk og mitt verkefni að halda utan um það á tímum sem þessum. Samband mitt við starfsfólk er almennt mjög gott. Hér er afskaplega hæfur og góður mannauður sem mér þykir vænt um að fá tækifæri til að starfa með,“ segir hann að lokum.
Ríkisendurskoðun Alþingi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Innflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira