Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. október 2025 22:31 Carvajal gengur illa að halda sér heilum. EPA/Paco Paredes Dani Carvajal, fyrirliði Real Madríd, þarf að fara í aðgerð á hægra hné og verður frá út árið. Þessi þaulreyndi leikmaður hefur verið að glíma við meiðsli meira og minna síðasta árið. Hinn 33 ára gamli hægri bakvörður kom inn af bekknum og hjálpaði Real að vinna frækinn 2-1 sigur á erkifjendum sínum í Barcelona um liðna helgi. Sigurinn þýðir að Real er með fimm stiga forystu á toppi La Liga, efstu deildar á Spáni, þegar tíu umferðir eru búnar. Hvort Carvajal spilaði leikinn meiddur eða meiddist í leiknum er óvíst en í dag, mánudag, gaf félagið út að leikmaðurinn þyrfti að fara undir hnífinn. Talið er að hann verði frá næstu 10 vikurnar eða svo og spili því ekki meira á þessu ári. Carvajal meiddist illa gegn Villareal í október á síðasta ári og missti í kjölfarið af stórum hluta síðustu leiktíðar. Meiðslin hafa elt hann inn í núverandi tímabil og hefur honum gengið illa að tengja saman leiki. Meiðslastaða Real er ágæt en fyrir eru þó tveir varnarmenn fjarri góðu gamni. Þeir Antonio Rüdiger og David Alaba misstu báðir af leiknum gegn Barcelona. Carvajal hefur spilað 52 A-landsleiki og var hluti af liðinu sem varð Evrópumeistari sumarið 2024. Með Real hefur hann sex sinnum sigrað Meistaradeild Evrópu, fimm sinnum sigra HM félagsliða, fjórum sinnum orðið Spánarmeistari og tvívegis bikarmeistari. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Hinn 33 ára gamli hægri bakvörður kom inn af bekknum og hjálpaði Real að vinna frækinn 2-1 sigur á erkifjendum sínum í Barcelona um liðna helgi. Sigurinn þýðir að Real er með fimm stiga forystu á toppi La Liga, efstu deildar á Spáni, þegar tíu umferðir eru búnar. Hvort Carvajal spilaði leikinn meiddur eða meiddist í leiknum er óvíst en í dag, mánudag, gaf félagið út að leikmaðurinn þyrfti að fara undir hnífinn. Talið er að hann verði frá næstu 10 vikurnar eða svo og spili því ekki meira á þessu ári. Carvajal meiddist illa gegn Villareal í október á síðasta ári og missti í kjölfarið af stórum hluta síðustu leiktíðar. Meiðslin hafa elt hann inn í núverandi tímabil og hefur honum gengið illa að tengja saman leiki. Meiðslastaða Real er ágæt en fyrir eru þó tveir varnarmenn fjarri góðu gamni. Þeir Antonio Rüdiger og David Alaba misstu báðir af leiknum gegn Barcelona. Carvajal hefur spilað 52 A-landsleiki og var hluti af liðinu sem varð Evrópumeistari sumarið 2024. Með Real hefur hann sex sinnum sigrað Meistaradeild Evrópu, fimm sinnum sigra HM félagsliða, fjórum sinnum orðið Spánarmeistari og tvívegis bikarmeistari.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira