Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2025 13:02 Islam Makhachev vill fá tækifæri til að sýna sig fyrir framan Donald Trump. Getty/ Jeff Bottari Rússinn Islam Makhachev er í hópi þeirra bardagakappa sem vilja fá að sýna sig fyrir framan Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu. Trump mun halda upp á áttatíu ára afmælið sitt næsta sumar með því að vera með UFC bardagakvöld í Hvíta húsinu en forsetinn er mikill áhugamaður um íþróttina. Næst á dagskrá hjá Makhachev er að keppa við Jack Della Maddalena um veltivigtarmeistaratitilinn á UFC 322 þann 14. nóvember næstkomandi í Madison Square Garden. Makhachev vill hins vegar fá annað tækifæri til að mæta Ilia Topuria. Topuria og Makhachev eru almennt taldir tveir bestu kíló-fyrir-kíló bardagamenn heims, og Topuria hefur sagt að hann muni hækka í þyngd aftur til að mæta Makhachev við 77 kílóa takmörkin ef hann vinnur næsta bardaga. Makhachev fagnar því, sérstaklega ef bardagi þeirra verður á hinum sögufræga viðburði UFC í Hvíta húsinu næsta sumar. „Ég sá bardagann hans Topuria við Oliveira. Hann er góður,“ sagði Makhachev við ESPN. „Ég fæ góðan bardaga núna og ég veit að Topuria ætlar að berjast fljótlega. Við sjáum svo til hvað gerist. Hann vill berjast í Hvíta húsinu og ég vil líka vera þar. Ég veit að UFC vill fá stóran bardaga í Hvíta húsinu. Hvaða bardagi verður stærri en þessi?“ sagði Makhachev. UFC hefur ekki tilkynnt neina bardaga á þessu bardagakvöldi á 1600 Pennsylvania Avenue, sem Donald Trump forseti hefur sagt að muni fara fram 14. júní 2026. Topuria er ekki með bókaðan bardaga í bili en búist er við að hann muni verja léttvigtarbeltið sitt að minnsta kosti einu sinni í viðbót áður en hann gæti hugsanlega fært sig upp í veltivigtarmeistaraflokkinn. Makachev varði titil sinn í fjaðurvigtinni fjórum sinnum áður en hann hætti við hann og færði sig upp í veltivigt. Hann sagði að þyngdarlækkunin í léttvigt hefði dregið svo úr honum að hann hafi enn ekki náð fram sínum fulla styrk í UFC. „Enginn sem sker sig niður um tíu kíló jafnar sig aldrei hundrað prósent. Ég fann enn fyrir áhrifunum eftir bardagann. Ég var kannski með sjötíu prósenta styrk því það er svo erfitt að jafna sig þrjátíu klukkustundum eftir að hafa skorið sig niður.“ MMA Donald Trump Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Fleiri fréttir Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Sjá meira
Trump mun halda upp á áttatíu ára afmælið sitt næsta sumar með því að vera með UFC bardagakvöld í Hvíta húsinu en forsetinn er mikill áhugamaður um íþróttina. Næst á dagskrá hjá Makhachev er að keppa við Jack Della Maddalena um veltivigtarmeistaratitilinn á UFC 322 þann 14. nóvember næstkomandi í Madison Square Garden. Makhachev vill hins vegar fá annað tækifæri til að mæta Ilia Topuria. Topuria og Makhachev eru almennt taldir tveir bestu kíló-fyrir-kíló bardagamenn heims, og Topuria hefur sagt að hann muni hækka í þyngd aftur til að mæta Makhachev við 77 kílóa takmörkin ef hann vinnur næsta bardaga. Makhachev fagnar því, sérstaklega ef bardagi þeirra verður á hinum sögufræga viðburði UFC í Hvíta húsinu næsta sumar. „Ég sá bardagann hans Topuria við Oliveira. Hann er góður,“ sagði Makhachev við ESPN. „Ég fæ góðan bardaga núna og ég veit að Topuria ætlar að berjast fljótlega. Við sjáum svo til hvað gerist. Hann vill berjast í Hvíta húsinu og ég vil líka vera þar. Ég veit að UFC vill fá stóran bardaga í Hvíta húsinu. Hvaða bardagi verður stærri en þessi?“ sagði Makhachev. UFC hefur ekki tilkynnt neina bardaga á þessu bardagakvöldi á 1600 Pennsylvania Avenue, sem Donald Trump forseti hefur sagt að muni fara fram 14. júní 2026. Topuria er ekki með bókaðan bardaga í bili en búist er við að hann muni verja léttvigtarbeltið sitt að minnsta kosti einu sinni í viðbót áður en hann gæti hugsanlega fært sig upp í veltivigtarmeistaraflokkinn. Makachev varði titil sinn í fjaðurvigtinni fjórum sinnum áður en hann hætti við hann og færði sig upp í veltivigt. Hann sagði að þyngdarlækkunin í léttvigt hefði dregið svo úr honum að hann hafi enn ekki náð fram sínum fulla styrk í UFC. „Enginn sem sker sig niður um tíu kíló jafnar sig aldrei hundrað prósent. Ég fann enn fyrir áhrifunum eftir bardagann. Ég var kannski með sjötíu prósenta styrk því það er svo erfitt að jafna sig þrjátíu klukkustundum eftir að hafa skorið sig niður.“
MMA Donald Trump Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Fleiri fréttir Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Sjá meira