Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2025 12:30 Milos Kerkez og Conor Bradley eftir tapleikinn á móti Brentford um síðustu helgi. Getty/Liverpool FC/ Eru tveir leikmenn stórt vandamál fyrir Liverpool á þessari leiktíð. Einn af sérfræðingum enska boltans er harður á því. Liverpool hefur tapað fjórum deildarleikjum í röð og þeir sem héldu að stórsigur á Frankfurt í Meistaradeildinni í síðustu viku hefði kveikt á Englandsmeisturnum voru aðeins of fljótir á sér. Vandamál liðsins virðist komið til að vera og liðið tapaði á móti Brentford um helgina. Gary Neville er knattspyrnusérfræðingur auk þess að vera goðsögn hjá Manchester United og nýjasti meðlimurinn í heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar. Neville segir hluta af vandamáli Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool, blasa við í hans augum. Hann ræddi vandamál meistaraliðsins í hlaðvarpi sínu. Tveir leikmenn liðsins eru að hans mati ekki nógu góðir til að spila í bakvarðastöðum liðsins. Það eru þeir Milos Kerkez og Conor Bradley. „Ef hann heldur áfram að spila Kerkez sem vinstri bakvörð, og ef hann heldur áfram að spila Bradley sem hægri bakvörð, og þeir halda áfram að vera jafn berskjaldaðir og þeir eru á miðjunni, þá mun hann halda áfram að fá sömu niðurstöðurnar,“ sagði Gary Neville í hlaðvarpinu Gary Neville Podcast. „Hann verður að taka þessa menn út úr liðinu frekar en að halda áfram að kasta peningi í hverri einustu viku og huga, jæja, ætlum við að vinna, eða ætlum við að tapa?“ sagði Neville. Slot hefur vissulega möguleika á að breyta hlutum í þessum bakvarðarstöðum frekar en að halda sig við þá Kerkez og Bradley. Dominik Szoboszlai og Joe Gomez, af þeim leikmönnum sem eru tiltækir, eru færir um að koma í stað Bradley í hægri bakvörð, á meðan Andy Robertson mun berjast við að fá smá leiktíma vinstra megin. Kerkez var keyptur í sumar til að leysa þessa stöðu en hefur hvergi nærri staðið undir væntingum. Næsti leikur Liverpool er gegn Crystal Palace í deildabikarnum annað kvöld en svo er komið að næsta leik í ensku úrvalsdeildinni sem er á laugardaginn gegn Aston Villa. Það verður áhugavert að sjá hvort Slot geri einhverjar stórar breytingar þar sem lið hans á í erfiðleikum, en þeir voru einnig án Ryan Gravenberch og Alexander Isak gegn Brentford. Báðir frá vegna meiðsla. Kerkez og Bradley eru samt langt frá því að vera einu leikmennirnir sem eru ekki að spila vel um þessar mundir. Þeir hafa hins vegar átt í miklum erfiðleikum í varnarleiknum. Þrátt fyrir þau vandræði hefur Slot ekki breytt miklu varnarlínunni, hann hefur verið duglegri að færa menn framar á vellinum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Iga6KA5UOgU">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Sjá meira
Liverpool hefur tapað fjórum deildarleikjum í röð og þeir sem héldu að stórsigur á Frankfurt í Meistaradeildinni í síðustu viku hefði kveikt á Englandsmeisturnum voru aðeins of fljótir á sér. Vandamál liðsins virðist komið til að vera og liðið tapaði á móti Brentford um helgina. Gary Neville er knattspyrnusérfræðingur auk þess að vera goðsögn hjá Manchester United og nýjasti meðlimurinn í heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar. Neville segir hluta af vandamáli Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool, blasa við í hans augum. Hann ræddi vandamál meistaraliðsins í hlaðvarpi sínu. Tveir leikmenn liðsins eru að hans mati ekki nógu góðir til að spila í bakvarðastöðum liðsins. Það eru þeir Milos Kerkez og Conor Bradley. „Ef hann heldur áfram að spila Kerkez sem vinstri bakvörð, og ef hann heldur áfram að spila Bradley sem hægri bakvörð, og þeir halda áfram að vera jafn berskjaldaðir og þeir eru á miðjunni, þá mun hann halda áfram að fá sömu niðurstöðurnar,“ sagði Gary Neville í hlaðvarpinu Gary Neville Podcast. „Hann verður að taka þessa menn út úr liðinu frekar en að halda áfram að kasta peningi í hverri einustu viku og huga, jæja, ætlum við að vinna, eða ætlum við að tapa?“ sagði Neville. Slot hefur vissulega möguleika á að breyta hlutum í þessum bakvarðarstöðum frekar en að halda sig við þá Kerkez og Bradley. Dominik Szoboszlai og Joe Gomez, af þeim leikmönnum sem eru tiltækir, eru færir um að koma í stað Bradley í hægri bakvörð, á meðan Andy Robertson mun berjast við að fá smá leiktíma vinstra megin. Kerkez var keyptur í sumar til að leysa þessa stöðu en hefur hvergi nærri staðið undir væntingum. Næsti leikur Liverpool er gegn Crystal Palace í deildabikarnum annað kvöld en svo er komið að næsta leik í ensku úrvalsdeildinni sem er á laugardaginn gegn Aston Villa. Það verður áhugavert að sjá hvort Slot geri einhverjar stórar breytingar þar sem lið hans á í erfiðleikum, en þeir voru einnig án Ryan Gravenberch og Alexander Isak gegn Brentford. Báðir frá vegna meiðsla. Kerkez og Bradley eru samt langt frá því að vera einu leikmennirnir sem eru ekki að spila vel um þessar mundir. Þeir hafa hins vegar átt í miklum erfiðleikum í varnarleiknum. Þrátt fyrir þau vandræði hefur Slot ekki breytt miklu varnarlínunni, hann hefur verið duglegri að færa menn framar á vellinum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Iga6KA5UOgU">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Sjá meira