Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2025 08:32 Lutz Pfannenstiel er mikil týpa og mikill ævintýramaður. Getty/Bill Barrett Lutz Pfannenstiel átti litríkan feril sem knattspyrnuleikmaður en nú er hann tekinn við starfi íþróttastjóra hjá Íslendingaliði í Skotlandi. Pfannenstiel er nýr íþróttastjóri Aberdeen en með liðinu spilar íslenski miðjumaðurinn Kjartan Már Kjartansson sem kom þangað frá Stjörnunni í sumar. Breska ríkisútvarpið segir frá ráðningu Pfannenstiel og rifjar upp skrautlegar sögur af honum. Player who ‘died’ and once was jailed in Singapore joins club as sporting director https://t.co/25gJ8ikWVl pic.twitter.com/t0r50EHh5u— The Independent (@Independent) October 27, 2025 Þessi 52 ára gamli Þjóðverji eyddi 101 degi í fangelsi í Singapúr, var sakaður um hagræðingu úrslita og vann sem fyrirsæta hjá Armani svo eitthvað sé nefnt. 25 félög í 13 löndum Pfannenstiel var þekktur sem „markvörður heimsins“ eftir að hafa spilað með 25 félögum í þrettán löndum. Hann varð fyrsti atvinnumaðurinn til að spila fyrir félög í öllum sex álfunum eftir að hafa hafnað samningi við Bayern München nítján ára gamall til að ferðast um heiminn. Nú fer hann í þetta stóra starf hjá Aberdeen á sama tíma og heitt er undir knattspyrnustjóranum Jimmy Thelin eftir aðeins þrjá sigra í fimmtán leikjum á þessu tímabili. Formaðurinn Dave Cormack vonast til að nýta sér „víðtæka þjálfunar-, njósnara-, þróunar- og leiðtogaþekkingu Pfannenstiels sem hann hefur aflað sér í mismunandi hlutverkum og menningu“. Sönn fótboltasál Pfannenstiel, sem mun bera ábyrgð á öllum sviðum fótboltans og frammistöðu, hlakkar til að ganga til liðs við félag með „ríka hefð, sögulega sögu og sanna fótboltasál“, frá og með 10. nóvember. „Eftir að hafa eytt tíma í að kynnast félaginu undanfarin tvö ár erfi ég mjög sterka innviði og starfsfólk,“ sagði hann. Pfannenstiel mun hafa lagt fram litríka ferilskrá fyrir skoska úrvalsdeildarfélagið. Meðal félaga sem hann spilaði með sem leikmaður voru Nottingham Forest, Wimbledon, Huddersfield Town og Vancouver Whitecaps. Skortur á sönnunargögnum Þegar hann spilaði fyrir Geyland United í Singapúr árið 2001 var hann fangelsaður eftir að hafa verið sakaður um að hagræða úrslitum leikja en var látinn laus vegna skorts á sönnunargögnum. Hann var lánaður til Bradford Park Avenue og var þrisvar sinnum lýstur látinn á vellinum eftir að lungu hans féllu saman eftir árekstur í leik. Geymdi hana í baðkarinu Á meðan hann var á Nýja-Sjálandi rændi hann mörgæs og geymdi hana í baðkarinu sínu, en sendi hana svo til baka þegar forseti Otago United varaði hann við því að hann gæti átt yfir höfði sér brottvísun úr landi ef hann yrði gripinn. Já, Pfannenstiel hefur víðtæka reynslu af ótrúlegustu hlutum og nú er að sjá hvort hann geti hjálpað Aberdeen upp úr þessari lægð. We are delighted to announce Lutz Pfannenstiel as our new Sporting Director.Everyone at Aberdeen FC looks forward to welcoming Lutz to the North-east when he officially starts with the Dons next month. // https://t.co/JcMF86WSO0 pic.twitter.com/GP7tD2fiCD— Aberdeen FC (@AberdeenFC) October 27, 2025 Skoski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Sjá meira
Pfannenstiel er nýr íþróttastjóri Aberdeen en með liðinu spilar íslenski miðjumaðurinn Kjartan Már Kjartansson sem kom þangað frá Stjörnunni í sumar. Breska ríkisútvarpið segir frá ráðningu Pfannenstiel og rifjar upp skrautlegar sögur af honum. Player who ‘died’ and once was jailed in Singapore joins club as sporting director https://t.co/25gJ8ikWVl pic.twitter.com/t0r50EHh5u— The Independent (@Independent) October 27, 2025 Þessi 52 ára gamli Þjóðverji eyddi 101 degi í fangelsi í Singapúr, var sakaður um hagræðingu úrslita og vann sem fyrirsæta hjá Armani svo eitthvað sé nefnt. 25 félög í 13 löndum Pfannenstiel var þekktur sem „markvörður heimsins“ eftir að hafa spilað með 25 félögum í þrettán löndum. Hann varð fyrsti atvinnumaðurinn til að spila fyrir félög í öllum sex álfunum eftir að hafa hafnað samningi við Bayern München nítján ára gamall til að ferðast um heiminn. Nú fer hann í þetta stóra starf hjá Aberdeen á sama tíma og heitt er undir knattspyrnustjóranum Jimmy Thelin eftir aðeins þrjá sigra í fimmtán leikjum á þessu tímabili. Formaðurinn Dave Cormack vonast til að nýta sér „víðtæka þjálfunar-, njósnara-, þróunar- og leiðtogaþekkingu Pfannenstiels sem hann hefur aflað sér í mismunandi hlutverkum og menningu“. Sönn fótboltasál Pfannenstiel, sem mun bera ábyrgð á öllum sviðum fótboltans og frammistöðu, hlakkar til að ganga til liðs við félag með „ríka hefð, sögulega sögu og sanna fótboltasál“, frá og með 10. nóvember. „Eftir að hafa eytt tíma í að kynnast félaginu undanfarin tvö ár erfi ég mjög sterka innviði og starfsfólk,“ sagði hann. Pfannenstiel mun hafa lagt fram litríka ferilskrá fyrir skoska úrvalsdeildarfélagið. Meðal félaga sem hann spilaði með sem leikmaður voru Nottingham Forest, Wimbledon, Huddersfield Town og Vancouver Whitecaps. Skortur á sönnunargögnum Þegar hann spilaði fyrir Geyland United í Singapúr árið 2001 var hann fangelsaður eftir að hafa verið sakaður um að hagræða úrslitum leikja en var látinn laus vegna skorts á sönnunargögnum. Hann var lánaður til Bradford Park Avenue og var þrisvar sinnum lýstur látinn á vellinum eftir að lungu hans féllu saman eftir árekstur í leik. Geymdi hana í baðkarinu Á meðan hann var á Nýja-Sjálandi rændi hann mörgæs og geymdi hana í baðkarinu sínu, en sendi hana svo til baka þegar forseti Otago United varaði hann við því að hann gæti átt yfir höfði sér brottvísun úr landi ef hann yrði gripinn. Já, Pfannenstiel hefur víðtæka reynslu af ótrúlegustu hlutum og nú er að sjá hvort hann geti hjálpað Aberdeen upp úr þessari lægð. We are delighted to announce Lutz Pfannenstiel as our new Sporting Director.Everyone at Aberdeen FC looks forward to welcoming Lutz to the North-east when he officially starts with the Dons next month. // https://t.co/JcMF86WSO0 pic.twitter.com/GP7tD2fiCD— Aberdeen FC (@AberdeenFC) October 27, 2025
Skoski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Sjá meira