„Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2025 11:00 Guðrún Arnardóttir spilar vanalega út úr stöðu í hægri bakverðinum en hún er miðvörður hjá félagsliði sínu. Sýn Sport Íslenska kvennalandsliðið er 2-0 yfir í hálfleik í umspilinu um sæti í A-deildinni og því í mjög góðum málum fyrir seinni leikinn á móti Norður-Írlandi á Laugardalsvelli í kvöld. Einn af lykilmönnum íslensku varnarinnar var sátt með fyrri leikinn. Hvernig var ferðin til Norður-Írlands? „Hún var bara góð. Við gerðum það sem við ætluðum að gera, sóttum sigur og þetta var þægilegt ferðalag. Við flugum stutt flug til Dublin og þetta var eins best var kosið,“ sagði Guðrún Arnardóttir við Ágúst Orra Arnarson. Vilja sýna betri heildarframmistöðu „Það er gott að vera komnar með sigur eftir fyrri hlutann. Við eigum seinni leikinn heima sem er líka sterkt fyrir okkur. Við sýndum fína frammistöðu og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik var þetta svolítið kaós og við hefðum getað gert betur þar. Ofboðslega gott að koma með 2-0 forystu inn í seinni leikinn,“ sagði Guðrún. Norður-írska liðið er ekki sterkt og það á ekkert að lifa á úrslitum fyrri leiksins heldur vinna leikinn í kvöld. Klippa: „Mér finnst þeir hafa komið vel inn“ „Við ætlum okkur að sjálfsögðu sigur aftur. Við ætlum okkur líka að sýna betri heildarframmistöðu í öllum leiknum, allar níutíu mínúturnar. Við stefnum á sigur,“ sagði Guðrún. Farin að sakna stelpnanna Þetta er í fyrsta sinn sem íslenska landsliðið kemur saman eftir EM og nú er nýtt þjálfarateymi þótt það sé sami aðalþjálfari. Hvernig hefur verið að tækla þær breytingar? „Það hefur bara verið gaman. Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn og nýjan blæ. Mér finnst þeir hafa komið vel inn. Þeir koma inn með sínar skoðanir og sína hluti inn í þetta. Það er bara gaman að því,“ sagði Guðrún. „Það er svo ótrúlega langt síðan EM var og ég var farin að sakna stelpnanna. Það er ótrúlegt gott að við séum komnar saman og við erum að njóta þess rosalega mikið,“ sagði Guðrún. Ólafur í sóknarleiknum Hvaða áherslur hefur nýr aðstoðarþjálfari, Ólafur Kristjánsson, komið með inn í liðið? „Óli hefur verið svolítið í sóknarleiknum og fókusað á það, hvernig við getum staðsett miðjumennina okkar til þess að búa til svæði og hvaða leiðir við getum farið til þess að stríða Norður-Írunum. Nýta okkur plássin sem þær skilja eftir í sínum leikstíl,“ sagði Guðrún. Hún var ánægð með að Þorsteinn Halldórsson héldi áfram sem þjálfari liðsins. „Já. Steini er flottur og það er gaman að hafa hann enn þá,“ sagði Guðrún en það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Sjá meira
Hvernig var ferðin til Norður-Írlands? „Hún var bara góð. Við gerðum það sem við ætluðum að gera, sóttum sigur og þetta var þægilegt ferðalag. Við flugum stutt flug til Dublin og þetta var eins best var kosið,“ sagði Guðrún Arnardóttir við Ágúst Orra Arnarson. Vilja sýna betri heildarframmistöðu „Það er gott að vera komnar með sigur eftir fyrri hlutann. Við eigum seinni leikinn heima sem er líka sterkt fyrir okkur. Við sýndum fína frammistöðu og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik var þetta svolítið kaós og við hefðum getað gert betur þar. Ofboðslega gott að koma með 2-0 forystu inn í seinni leikinn,“ sagði Guðrún. Norður-írska liðið er ekki sterkt og það á ekkert að lifa á úrslitum fyrri leiksins heldur vinna leikinn í kvöld. Klippa: „Mér finnst þeir hafa komið vel inn“ „Við ætlum okkur að sjálfsögðu sigur aftur. Við ætlum okkur líka að sýna betri heildarframmistöðu í öllum leiknum, allar níutíu mínúturnar. Við stefnum á sigur,“ sagði Guðrún. Farin að sakna stelpnanna Þetta er í fyrsta sinn sem íslenska landsliðið kemur saman eftir EM og nú er nýtt þjálfarateymi þótt það sé sami aðalþjálfari. Hvernig hefur verið að tækla þær breytingar? „Það hefur bara verið gaman. Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn og nýjan blæ. Mér finnst þeir hafa komið vel inn. Þeir koma inn með sínar skoðanir og sína hluti inn í þetta. Það er bara gaman að því,“ sagði Guðrún. „Það er svo ótrúlega langt síðan EM var og ég var farin að sakna stelpnanna. Það er ótrúlegt gott að við séum komnar saman og við erum að njóta þess rosalega mikið,“ sagði Guðrún. Ólafur í sóknarleiknum Hvaða áherslur hefur nýr aðstoðarþjálfari, Ólafur Kristjánsson, komið með inn í liðið? „Óli hefur verið svolítið í sóknarleiknum og fókusað á það, hvernig við getum staðsett miðjumennina okkar til þess að búa til svæði og hvaða leiðir við getum farið til þess að stríða Norður-Írunum. Nýta okkur plássin sem þær skilja eftir í sínum leikstíl,“ sagði Guðrún. Hún var ánægð með að Þorsteinn Halldórsson héldi áfram sem þjálfari liðsins. „Já. Steini er flottur og það er gaman að hafa hann enn þá,“ sagði Guðrún en það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Sjá meira