Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2025 10:16 Þessir husky-hundar njóta þess að hlaupa um í snjónum. Anna Rakel Pétursdóttir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku segir aðstæður teiknast upp á verri veg á Suðurnesjum en áætlað hafi verið. Hann segir snjódýpt líka óvenjulega í Reykjavík svo snemma vetrar og líklega um met að ræða. „Nýjasta spákort UWC frá Veðurstofunni og gildir kl. 16 gefur til kynna mjög mikla úrkomuákefð á Suðurnesjum og þar með Reykjanesbrautinni. Verst er að þetta verður mjög líklega áfram snjókoma í hita nærri 0°C. Á Reykjanesbrautinni verður skyggnið frá því upp úr hádegi og fram á kvöld samkvæmt þessu varla meira en 100 -200 metrar. Og þó hægur vindur. Nær eingöngu vegna þéttra ofandrífunnar,“ segir hann í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann segir spárit Keflavíkurflugvallar gera þá ráð fyrir yfir 50 mm úrkomu frá 12 til miðnættis. Þá segir hann annað spákort sýna uppsöfnun úrkomu frá kl. 09 til 24. Gefur til kynna 50-75 mm úrkomu. „Þetta þykir mikil ákefð á þessum stað og óvenjuleg ! Ekki síst þegar horft er til þess að þetta er ekki rigning samfara hærri hita en nú. Í framhjáhlaupi má geta þess að mæling snjódýptar nú kl. 9 í morgun við Veðurstofuna sýndi 27 sm! Líklega er það mesta mælda snjódýpt í Reykjavík í október!! Veðurmetafræðingar okkar munu rýna betur í sínar bækur í dag.“ Í færslu á vef Veðurstofunnar kemur fram að snjódýptarmetið hafi verið frá 1921 þegar 15 sentímetrar mældust þann 22. október það ár. Næstmest mældist 13 sentímetrar þann 8. október 2013. Að jafnaði er hins vegar lítill sem enginn snjór í Reykjavík í október og samkvæmt viðmiðunartímabilinu 1991–2020 eru að meðaltali engir alhvítir dagar í mánuðinum. Til samanburðar má nefna að mesta snjódýpt sem mælst hefur í Reykjavík yfir árið allt var: 55 cm þann 18. janúar 1937 51 cm þann 26. febrúar 2017, þegar borgarbúar vöknuðu við óvenjulegan sunnudagsmorgun með jafnfallinn snjó eftir nótt af mikilli ofankomu. Á Keflavíkurflugvelli mældist snjódýptin í morgun 18 sentímetrar, en þar hefur mest mælst 25 sentímetrar í október, þann 29. október 2005. Snjódýptarmælingar eru framkvæmdar daglega kl. 9 að morgni, bæði í Reykjavík og á öðrum mælistöðvum landsins. Veður Reykjavík Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
„Nýjasta spákort UWC frá Veðurstofunni og gildir kl. 16 gefur til kynna mjög mikla úrkomuákefð á Suðurnesjum og þar með Reykjanesbrautinni. Verst er að þetta verður mjög líklega áfram snjókoma í hita nærri 0°C. Á Reykjanesbrautinni verður skyggnið frá því upp úr hádegi og fram á kvöld samkvæmt þessu varla meira en 100 -200 metrar. Og þó hægur vindur. Nær eingöngu vegna þéttra ofandrífunnar,“ segir hann í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann segir spárit Keflavíkurflugvallar gera þá ráð fyrir yfir 50 mm úrkomu frá 12 til miðnættis. Þá segir hann annað spákort sýna uppsöfnun úrkomu frá kl. 09 til 24. Gefur til kynna 50-75 mm úrkomu. „Þetta þykir mikil ákefð á þessum stað og óvenjuleg ! Ekki síst þegar horft er til þess að þetta er ekki rigning samfara hærri hita en nú. Í framhjáhlaupi má geta þess að mæling snjódýptar nú kl. 9 í morgun við Veðurstofuna sýndi 27 sm! Líklega er það mesta mælda snjódýpt í Reykjavík í október!! Veðurmetafræðingar okkar munu rýna betur í sínar bækur í dag.“ Í færslu á vef Veðurstofunnar kemur fram að snjódýptarmetið hafi verið frá 1921 þegar 15 sentímetrar mældust þann 22. október það ár. Næstmest mældist 13 sentímetrar þann 8. október 2013. Að jafnaði er hins vegar lítill sem enginn snjór í Reykjavík í október og samkvæmt viðmiðunartímabilinu 1991–2020 eru að meðaltali engir alhvítir dagar í mánuðinum. Til samanburðar má nefna að mesta snjódýpt sem mælst hefur í Reykjavík yfir árið allt var: 55 cm þann 18. janúar 1937 51 cm þann 26. febrúar 2017, þegar borgarbúar vöknuðu við óvenjulegan sunnudagsmorgun með jafnfallinn snjó eftir nótt af mikilli ofankomu. Á Keflavíkurflugvelli mældist snjódýptin í morgun 18 sentímetrar, en þar hefur mest mælst 25 sentímetrar í október, þann 29. október 2005. Snjódýptarmælingar eru framkvæmdar daglega kl. 9 að morgni, bæði í Reykjavík og á öðrum mælistöðvum landsins.
Veður Reykjavík Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira