Musk í samkeppni við Wikipedia Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2025 11:53 Elon Musk í Hvíta húsinu, þegar allt lék í lyndi milli hans og Donalds Trump. EPA/FRANCIS CHUNG Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur opnað nýja síðu sem ætlað er að veita Wikipedia samkeppni. Hinn hægri sinnaði tæknimógúll segir að síðan, sem kallast Grokipedia, eigi að vera slagsíðulaus valkostur gegn Wikipedia og keyrir að miklu leyti á Grok, mállíkani xAI, gervigreindarfyrirtækis Musks. Hægrisinnaðir aðilar í Bandaríkjunum hafa að undanförnu ítrekað gagnrýnt Wikipedia vegna meintrar vinstri slagsíðu á síðunni, sem stýrt er af fjölmörgum sjálfboðaliðum víðs vegar um heim. Fyrr á þessu ári kallaði Musk eftir því að enginn gæfi peninga til Wikipedia, þar til forsvarsmenn síðunnar tryggðu jafnvægi þar. We are building Grokipedia @xAI. Will be a massive improvement over Wikipedia.Frankly, it is a necessary step towards the xAI goal of understanding the Universe. https://t.co/xvSeWkpALy— Elon Musk (@elonmusk) September 30, 2025 Í frétt Washington Post segir að margar greinar á Grokipedia beri augljósa hægri slagsíðu. Margir hafi gagnrýnt síðuna vegna þessa og að margar greinar innihaldi rangfærslur og í einhverjum tilfellum séu greinarnar nákvæmlega eins og greinar Wikipedia um sama málefni. Eins og áður segir og eins og nafnið gefur til kynna byggir Grokipedia töluvert á mállíkaninu Grok. Musk hefur haldið því fram að Grok eigi að vera hlutlaus gervigreind, pólitískt séð, en þrátt fyrir það hafa Musk og starfsmenn hans hjá xAI ítrekað gert breytingar á mállíkaninu. Donald Trump og Elon Musk hittust í september.AP/Ross D. Franklin Þessum breytingum hefur verið ætlað að hafa þau markmið að gera svör Grok um ýmis málefni íhaldssamari. Í greiningu New York Times frá því í síðasta mánuði kemur til að mynda fram að í sumum tilfellum hafi breytingarnar verið gerðar í takt við pólitískar áherslur Musks, sem var dyggur stuðningsmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og varði fúlgum fjár í kosningabaráttu Trumps. Nice work by the @xAI team on https://t.co/op5s4ZiSwh!The goal here is to create an open source, comprehensive collection of all knowledge.Then place copies of that etched in a stable oxide in orbit, the Moon and Mars to preserve it for the future. Foundation.— Elon Musk (@elonmusk) October 28, 2025 Í einu tilfelli sem vísað er til í grein NYT spurði notandi X (áður Twitter) Grok að því hver helsta ógnin gegn vestrænni siðmenningu væri. Gervigreindin svaraði og sagði ógnina vera upplýsingaóreiðu. Það svar vakti athygli Musks, sem baðst afsökunar á „þessu heimskulega“ svari Grok og sagði að gerðar yrðu breytingar. Næsta dag tilkynnti hann nýja útgáfu af Grok sem svaraði á þann veg að lág fæðingartíðni væri helsta ógnin gegn vestrænni siðmenningu. Musk hefur ítrekað slegið á svipaða strengi gegnum árin og hefur sagt að það sé ein af ástæðum þess að hann á að minnsta kosti ellefu börn. Grok hefur einnig gengið í gegnum skrítin tímabil, eins og það þegar hann birti of löng svör um meint þjóðarmorð gegn hvítu fólki í Suður-Afríku við alfarið ótengdum spurningum. Þá hefur gervigreindin talað vel um Adolf Hitler og fer ítrekað með rangt mál. Elon Musk Bandaríkin Gervigreind Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Hægrisinnaðir aðilar í Bandaríkjunum hafa að undanförnu ítrekað gagnrýnt Wikipedia vegna meintrar vinstri slagsíðu á síðunni, sem stýrt er af fjölmörgum sjálfboðaliðum víðs vegar um heim. Fyrr á þessu ári kallaði Musk eftir því að enginn gæfi peninga til Wikipedia, þar til forsvarsmenn síðunnar tryggðu jafnvægi þar. We are building Grokipedia @xAI. Will be a massive improvement over Wikipedia.Frankly, it is a necessary step towards the xAI goal of understanding the Universe. https://t.co/xvSeWkpALy— Elon Musk (@elonmusk) September 30, 2025 Í frétt Washington Post segir að margar greinar á Grokipedia beri augljósa hægri slagsíðu. Margir hafi gagnrýnt síðuna vegna þessa og að margar greinar innihaldi rangfærslur og í einhverjum tilfellum séu greinarnar nákvæmlega eins og greinar Wikipedia um sama málefni. Eins og áður segir og eins og nafnið gefur til kynna byggir Grokipedia töluvert á mállíkaninu Grok. Musk hefur haldið því fram að Grok eigi að vera hlutlaus gervigreind, pólitískt séð, en þrátt fyrir það hafa Musk og starfsmenn hans hjá xAI ítrekað gert breytingar á mállíkaninu. Donald Trump og Elon Musk hittust í september.AP/Ross D. Franklin Þessum breytingum hefur verið ætlað að hafa þau markmið að gera svör Grok um ýmis málefni íhaldssamari. Í greiningu New York Times frá því í síðasta mánuði kemur til að mynda fram að í sumum tilfellum hafi breytingarnar verið gerðar í takt við pólitískar áherslur Musks, sem var dyggur stuðningsmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og varði fúlgum fjár í kosningabaráttu Trumps. Nice work by the @xAI team on https://t.co/op5s4ZiSwh!The goal here is to create an open source, comprehensive collection of all knowledge.Then place copies of that etched in a stable oxide in orbit, the Moon and Mars to preserve it for the future. Foundation.— Elon Musk (@elonmusk) October 28, 2025 Í einu tilfelli sem vísað er til í grein NYT spurði notandi X (áður Twitter) Grok að því hver helsta ógnin gegn vestrænni siðmenningu væri. Gervigreindin svaraði og sagði ógnina vera upplýsingaóreiðu. Það svar vakti athygli Musks, sem baðst afsökunar á „þessu heimskulega“ svari Grok og sagði að gerðar yrðu breytingar. Næsta dag tilkynnti hann nýja útgáfu af Grok sem svaraði á þann veg að lág fæðingartíðni væri helsta ógnin gegn vestrænni siðmenningu. Musk hefur ítrekað slegið á svipaða strengi gegnum árin og hefur sagt að það sé ein af ástæðum þess að hann á að minnsta kosti ellefu börn. Grok hefur einnig gengið í gegnum skrítin tímabil, eins og það þegar hann birti of löng svör um meint þjóðarmorð gegn hvítu fólki í Suður-Afríku við alfarið ótengdum spurningum. Þá hefur gervigreindin talað vel um Adolf Hitler og fer ítrekað með rangt mál.
Elon Musk Bandaríkin Gervigreind Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira