Fótbolti

Leikið á Þróttara­velli á mið­viku­dag

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ingibjörg Sigurðardóttir var á skotskónum í fyrri leiknum gegn Norður-Írlandi.
Ingibjörg Sigurðardóttir var á skotskónum í fyrri leiknum gegn Norður-Írlandi. vísir/Anton

Ákveðið hefur verið að leikur A landsliðs kvenna við Norður-Írland, sem fara átti fram á Laugardalsvelli í dag, þriðjudag, verði leikinn á Þróttarvelli í Laugardal á morgun, miðvikudag kl. 17:00. Frá þessu greinir Knattspyrnusamband Íslands á vefsíðu sinni.

Leik dagsins var frestað vegna veðurs. Ekki var hægt að gefa strax út hvenær hann yrði leikinn enda óvíst hvort leikfært yrði á morgun, miðvikudag.

Á vef sambandsins segir að ákvörðunin sé tekin af UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, í samráði við KSÍ og IFA, Norður-írska knattspyrnusambandsins.

„Allir miðar sem voru seldir á leikinn á Laugardalsvelli verða endurgreiddir í vikunni. Miðar á leikinn á miðvikudag verða seldir í gegnum miðasöluvef KSÍ (unnið er að opnun miðasölu) og við innganginn á Þróttarvöll, en eins og gefur að skilja er um að ræða takmarkaðan fjölda miða,“ segir í yfirlýsingu KSÍ.

Um er að ræða síðari leik Íslands gegn Norður-Írlandi í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar. Ísland vann fyrri leikinn 2-0.

Nánar á vef KSÍ.


Tengdar fréttir

Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda

Landsliðskonur í fótbolta létu frestun fyrirhugaðs leiks við Norður-Írland í dag ekki á sig fá. Óljóst er hvenær leikurinn getur farið fram en þær aðstoðuðu þess í stað fólk í vanda á bílastæðum landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×